Samvinnan - 01.10.1968, Side 60

Samvinnan - 01.10.1968, Side 60
Falleg og hlý hettupeysa Peysan er íljótprjónuð og stærðin er á um eins árs, en að sjálfsögðu má stækka uppskriftina eftir ósk hvers og eins, t. d. eru hettupeysur alltaf vinsælar skólapeysur. Efni: 500 g gróft garn, t. d. Patons Big Ben, einnig má prjóna úr tvöföldu meðalgrófu garni eða þreföldum lopa. Mál: Sídd 35 sm, vídd 92 sm, lengd ermasauma 20 sm. Stærðin er miðuð við, að 10 lykkjur af munsturprjóni á prjón nr. 61/2 mælist 10 sm. (Prjónið laust). Aukið lykkjufjöldann ef þörf gerist til að fá rétta stærð. Munstur: „Hnútaprjón" (Ójafn lykkjufjöldi). HEIMILIS^ tD i Bryndís Steinþórsdóttir s S snimaH Vinstra framstykki: Fitjið upp 24 lykkjur og prjónið 2 prjóna, 1 slétta og 1 brugðna. Prjónið síðan munsturprjón nema 3 kantlykkjur að framan, sléttar á réttunni og brugðnar á röngunni. Þegar kominn er 21 sm er tekið úr fyrir handvegi á öðrum hverjum prjóni 2 — 2 — 1 og 1 lykkju. Prjónið áfram þar til komnir eru 35 sm, fellið laust af. Hægra framstykki er prjónað eins, nema kantur og handvegsúrtaka kemur gagnstætt við vinstra framstykki. Fljót- legast er að prjóna bæði framstykkin í einu á sama prjóni með tveim hnyklum, en þannig eru ermar oft prjónaðar. 1. prjónn: 1 lykkja tekin fram af prjóninum og garninu brugðið fram fyrir lykkjuna, X 3 sléttar prjónaðar í sömu lykkjuna, þannig að prjónað er til skiptis framan og aftan í lykkjuna, 1 brugðin X, endurtakið frá X til X út prjóninn. 2. prjónn (réttan): 1 lykkja tekin fram af prjóninum og garninu brugðið fram fyrir lykkjuna, X 3 1 teknar saman (prjónið aftan í allar þrjár lykkjurnar í einu), 1 brugðin X, endurtakið frá X til X út prjóninn. 3. prjónn: 1 lykkja tekin fram af prjóninum og garninu brugðið fram fyrir lykkjuna, 1 brugðin, prjónið síðan frá X til X eins og á fyrsta prjóni, endið á einni sléttri. 4. prjónn: 1 lykkja tekin fram af prjóninum og garninu brugðið fram fyrir lykkjuna, 1 brugðin, prjónið síðan frá X til X eins og á öðrum prjóni, endað á einni sléttri. Þessir fjórir prjónar mynda munstrið. Bakstykkið: Fitjið upp 41 lykkju og prjónið 2 prjóna, 1 slétta og 1 brugðna. Prjónið því næst munstrið þar til komnir eru 21 sm frá upp- fitjun. Takið þá úr fyrir handvegi á öðrum hverjum prjóni 4 — 2 og 1 lykkju. Prjónið áfram þar til komnir eru 35 sm, fell- ið laust af. Ermar: Fitjið upp 21 lykkju og prjónið 2 prjóna, 1 slétta og 1 brugðna. Prjónið því næst munstrið. Aukið út í 6. hverjum prjóni 1 lykkju hvorum megin þrisvar sinnum. Prjónið áfram þar til komnir eru 19 sm frá uppfitjun. Takið þá úr tvær lykkjur í hvorri hlið og síðan tvær lykkjur í byrjun og lok hvers prjóns, þar til 13 lykkjur eru eftir. Fellið þá laust af. Hettan: Fitjið upp 53 lykkjur og prjónið 21 sm munsturprjón. Fellið laust af. Kljúfið garnið og varpið hliðarsaumana saman frá röngu, einnig axlasaumana frá handvegi um 8 sm að hálsmáli. Leggið hettuna tvöfalda og varpið saman frá röngu þeim megin sem fellt var af. Varpið síðan hettuna við hálsmálið. Festið renni- lásinn innan við 3 kantlykkjurnar að framan. Pressið lauslega yfir saumana með röku stykki. Búið til snúru, þræðið hana í hálsmálið og festið sitt hvorum megin við hálsmálið að framan. 60

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.