Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 14
hafði snemma yndi af bókum, en á heim- ilinu voru einkum ljóðabækur eftir skáld eins og Guðmund Priðjónsson, Matthías, Steingrím, Kristján, Gröndal og Þorstein. Segir svo í æviágripi Jónasar Kristjáns- sonar, sem gefið er út af Sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu, að þegar Jónas hafi verið á barnsaldri, hafi móðir hans eignazt stólræður séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ. Úr þeim las hún á hverj- um sunnudegi. Séra Páll lagði í kenningu sinni meginþunga á drengskap í mann- legum skiptum. II. Margfrægt hefur verið hve félagsleg- ur þroski og andlegt líf hafi staðið með miklum blóma í þingeyskum byggðum á uppvaxtarárum Jónasar. Lagði hann sjálfur manna mesta áherzlu á sérstöðu Þingeyinga í þessum efnum fyrir og upp úr aldamótunum. Og víst er, að margt í fari Jónasar á sér skýringu í umhverfinu, þar sem hann lifði og hrærðist mótunar- ár sín heima. Hefur hann sjálfur lýst þvi, að áhrifin í æsku hafi verið runnin frá heimilinu, jörðinni, sveitinni og hér- aðinu. Á þeim árum, sem Jónas var að alast upp í Hriflu, var ýmist verið að stofna eða þá að þegar var hafið öflugt félags- málastarf í sýslunni. Góðvinur bóndans í Hriflu, Jakob Hálfdánarson, stjórnaði daglegum rekstri kaupfélagsins á Húsa- vík. Og Benedikt Jónsson sat á Auðnum, áhugasamur um mennt og menningu samsveitunga. Hann hafði með lífi sínu sýnt, hvers baðstofumenntunin var megnug, og varð af sjálfsdáðum læs á fjölmörg tungumál. Hann mátti varla sjá mann svo hann drifi ekki í hann bók að lesa. Þegar Jónas var fjögurra ára var stofn- að ungmennafélag í sveitinni, og fylgdi í kjölfarið nánara félagslíf. Komið var upp litlu þinghúsi á Ljósavatni, þar sem efnt var til funda og skemmtana og skólahalds. Skemmtanalífið var ekki margbrotið á þessum árum, en þótt Jón- as væri félagslyndur vel, er ekki þar með sagt að hann hafi ástundað hinar fá- nýtari hliðar þess. Kemur þetta raun- ar fram í æviágripi. Þar segir að þegar farið var að þenja dragspilið í þinghús- inu á Ljósavatni hafi Jónas frá Hriflu gengið inn í dagstofu húsbænda og tek- ið sér bók í hönd. Við heyrum óminn af dansmúsíkinni og heyrum duna í fjölum þinghússins, og sjáum fyrir okkur ung- mennið halla bók sinni að lampaljósinu. Það hefur snemma borið á því að Jónas gerði greinarmun gildis og fánýtis. Heima og heiman var hann að lesa og fræðast þegar hann gat. Hann sparaði jafnvel ekki að læra Helgakver utan að. Síðar á ævinni tók hann upp þá siði bóndans að eiga vinnudag milli myrkra og þó bet- ur. Jónas fór fyrst til náms haustið 1902. Hafði barnakennari í Leiru verið kaupa- maður í Hriflu um sumarið, og þannig samið með Jónasi og honum, að kenn- arinn vildi fá hann til sín og veita honum nokkra tilsögn um veturinn. Haustið eftir fór svo Jónas í Gagnfræða- skólann á Akureyri og varð að sögn skólastjórans, Jóns Hjaltalíns, sá stærsti lax sem á hans færi hafði komið. Jónas varð efstur á burtfararprófi. Á þessum árum virðist ekki vöknuð hjá Jónasi þörfin til að láta að sér kveða í þjóðmálabaráttunni. Hann er fyrst og fremst með hugann við nám sitt, og stefnir að því að verða kennari. í sam- ræmi við það stóð 'hugur hans til utan- farar að loknu hinu háa prófi frá Akur- eyrarskóla. Hann mun hafa talið óráð- legt að halda áfram námi hérlendis, enda hvatti hann enginn sérstaklega til þess. Um nám var Jónas sjálfum sér sam- kvæmur alla tíð. Hann vildi lifandi kennslu en ekki yfirheyrslu til prófs og beindi för sinni til Askov, lýðskóla sem að hugmyndinni til var í ætt við hug- sjónastarf Benedikts á Auðnum. En bóndasonurinn i Hriflu átti ekki farar- eyri. Var það mikið lán að menn eins og séra Árni á Skútustöðum gengust fyrir því að Alþingi veitti Jónasi sex hundruð króna styrk til tveggja vetra kennara- náms ytra. Askov varð að vísu ekki sú menntunarstofnun sem Jónas 'hafði von- að, en úr þessu rættist síðari veturinn. Þá nam hann við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Má segja að þar hafi hann fundið þann menntunaranda, sem var honum fullkomlega að skapi, frjáls- ræði og kennslu í formi fyrirlestra. Hvar sem Jónas fór hitti hann menn, sem reyndust síðar haukar í horni; menn sem mátu hann mikils og töldu eðlilegt og skylt að veita honum það brautar- gengi, sem þeir máttu. Sýnir þetta vel hver fagnaður hefur verið að hinum unga námsmanni. Kom þetta fram, þeg- ar fjár varð vant til frekara náms í Oxford. Þá hafði séra Magnús Helga- son, skólastjóri Kennaraskólans, haft þær fregnir af honum frá traustum mönnum, að enn tókst að útvega náms- styrk sem dugði með viðbótaraðstoð heiman úr Þingeyjarsýslu. í Oxford sett- ist Jónas í Ruskin College, sem nefndur var háskóli öreiganna. Þar sátu efnilegir verkamannasynir á skólabekk, en nám þeirra miðaðist við það að þeir gætu tekið að sér forustuhlutverk innan verka- lýðshreyfingarinnar brezku. Vistin í Ruskin-skólanum hefur án efa haft hin þýðingarmestu áhrif á bóndasoninn frá Hriflu. Áður en hann settist í skólann hafði hann gert víðreist um Danmörku og Þýzkaland í skólafríum sínum á liðn- um tveimur sumrum. Hann hafði gert sér far um að kynnast sem mestu á til- tölulega skömmum tíma, og jafnvel sótt námskeið, t. d. í Þýzkalandi, til að kom- ast nær straumfalli tímans. En þess- ar kynnisferðir miðuðust fyrst og fremst við söguáhuga Jónasar og sögurækt, en sagan var honum alla tíð kært viðfangs- efni. Á þessum ferðum fór það vitaskuld ekki framhjá Jónasi, að margt mátti betur fara heima á Fróni. Félagsmála- þroskann hafði hann fengið í heiman- fylgju, en hin hagnýtu verkefni blöstu nú hvarvetna við honum í augljósum sam- anburði við fólk lengra á veg komið. Allt gagnlegt setti hann á minnið og naut ísland þess síðar. í Ruskin-skólanum fór fram einskon- ar krufning á þjóðfélaginu. Þar miðað- ist kennslan m. a. við að skýra hvernig þjóðfélagið hefði verið, hvernig það væri og hvernig það ætti að vera. Brezk verka- lýðshreyfing hafði valið þá leið að tengj- ast ekki byltingafólki eða heimskomm- únisma, heldur kaus að efla samninga- leiðina að settu marki, eins og hæfði þegnum í ríki háþróaðs þingræðis. Seinna átti Jónas eftir að kalla þetta engilsaxnesku línuna. Meðan Jónas var í skólanum urðu ein- hverjar deilur út af skólastjóranum, og var honum vikið frá — fyrir vantrú, að því er Jónas sagði. Jónas fylgdi skcla- stjóra sínum ásamt hópi nemenda og var kennslu haldið áfram í öðru húsnæði. Með þessu mun Jónas vart hafa verið að taka afstöðu til sjónarmiða ráða- manna skólans, heldur fylgdi hann manni að málum, sem honum féil við, og var þetta hvorki síðasta né fyrsta dæmið um tröllatryggð hans við mann- gildið. Utanvist Jónasar var nú að ljúka að þessu sinni. Hann hafði verið við nám og í ferðalögum í þrjú ár, og stefndi heim til fastra kennslustarfa við Kennara- skólann. Hann hafði numið margt í þessari utanvist; setið í þrem merkum kennslustofnunum, Askov, Kennarahá- skólanum og Ruskin-skólanum. Þær tvær fyrrnefndu höfðu fyrst og fremst undir- búið Jónas undir það starf, sem hann hugðist gera að ævistarfi sínu, en sú síðasttalda — háskóli öreiganna — und- irbúið hann undir annað og meira. Heima á íslandi hafði alþýða manna orðið sorg- lega sein af stað miðað við alþýðu ann- arra landa. Gífurleg verkefni biðu þeirra manna, sem hlutu að skipuieggja félags- lega samstöðu hennar í framtíðinni. Það var að vísu farið að rofa til á íslenzkum himni, því alvaldið og embættismenn- irnir með konunginn í broddi fylkingar voru ekki lengur taldir höfundar þjóð- félagsins, heldur þeir, sem með vinnu sinni, úrræðum og framkvæmdum unnu að því að skapa betra líf. ísland hafði fengið ráðherra, og dönsk yfirráð voru á hröðu undanhaldi. En sjálfstæði ís- lands byggðist ekki eingöngu á skjal- festum samningum. Skipulag og félags- málastörf vinnandi fólks til sjávar og sveita mundu verða þeir hornsteinar sjálfstæðisbaráttunnar, sem bezt dygðu. Til Ruskin-skólans sótti Jónas þekk- inguna á þeim skipulagsverkum, sem biðu úrlausnar. Sumarið áður hafði þegar orð- ið vart ákveðinnar breytingar á starfs- stefnu hins unga kennaraefnis. Þá hafði Jónas sagt, að hann ætlaði að skipu- leggja sigurinn. III. Haustið 1909 hóf Jónas frá Hriflu kennslu við Kennaraskólann eins og gert hafði verið ráð fyrir. Komu strax í ljós frábærir hæfileikar hans sem kennara er kunni að gera námsefnið skemmtilegt og ylja það upp með frásögum. Upp úr þessum kennsluháttum Jónasar urðu kennslubækur hans til, eins og íslands- saga handa börnum, sem kom út í tveim- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.