Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 41
endurbæta framleiðsluhætti í tékkó- slóvöskum iðnaði. Frá öndverðu var vitað að annað brýn- asta verkefni nýju valdhafanna í Prag, næst því að vinna traust og hylli lands- fólksins, yrði að ráða fram úr ófremdar- ástandi í atvinnuvegunum. Framleiðsla hafði staðið í stað eða jafnvel þverrað árum saman, vélakostur iðnaðarins var að verulegu leyti niðurníddur eða úreltur. Afleit gjaldeyrisstaða landsins gagnvart vestrænum löndum torveldaði mjög úr- bætur, þar sem mikið af nauðsynlegum vélakosti og einkaleyfum á framleiðslu- aðferðum er ekki fáanlegt á öðrum mörk- uðum. Tékkóslóvakar hafa safnað veruleg- um inneignum á viðskiptareikning sinn við Sovétríkin. Ekki fékkst sovétstjórnin til að greiða neinn hluta af þeim skuld- um í frjálsum gjaldeyri, svo Tékkóslóvak- ar tóku að leita fyrir sér á vestrænum lánamarkaði. Ekki fór milli mála að Sovétmönnum var ekkert um það gefið, því kæmist atvinnulíf Tékkóslóvakíu í nútímahorf yrði landið hvergi nærri eins háð Sovétríkjunum og verið hefur und- anfarna áratugi, bæði hvað varðar hrá- efnakaup og útflutningsmarkað. Hat- ursskrif sovézkra málgagna um Ota Sik, höfund áætlunarinnar um endurbætur í tékkóslóvösku atvinnulífi, bera vott um að markmið hans að gera Tékkóslóvakíu samkeppnisfæra á heimsmarkaðinum var allt annað en vel séð í Moskvu. Annað sem virðist hafa rekið á eft- ir sovézkum forustumönnum að hraða hertöku Tékkóslóvakíu eru tengslin sem voru að komast á milli Tékkóslóvakíu og tveggja annarra Austur-Evrópuríkja, sem áður höfðu brotizt undan sovézkum yfir- ráðum, Júgóslavíu og Rúmeníu. Forustu- menn Júgóslava og Rúmena veittu sókn Tékkóslóvaka til sjálfsforræðis frá önd- verðu allan stuðning sem þeir megnuðu, og að afstöðnum samningafundinum í Bratislava komu þeir í heimsóknir til Prag og var fádæma vel tekið. Ekki fór milli mála að þarna var að myndast óformlegt bandalag ríkja í Mið- Evrópu og á Balkanskaga, svipað því sem Dimitroff, foringi búlgarska kommún- istaflokksins, reyndi að koma á 1946. Við þá tillögu umhverfðist Stalín, kallaði Dimitroff fyrir sig og knúði hann til að taka orð sín aftur. Sovézku stórveldis- sinnarnir vilja nú sem þá geta deilt og drottnað, þeim er meinilla við að smærri ríki í Austur-Evrópu taki upp samvinnu sín í milli óháð þeim. Geta má nærri að Ungverjar hefðu farið að ókyrrast í sovézku greipinni, eftir að nágrannar þeirra í norðri og suðri hefðu náð að taka höndum saman til gagnkvæms stuðnings. Og áhrifanna af órofinni þróun í Tékkóslóvakíu og Rúmeníu hefði gætt lengra til austurs, í Sovétríkjunum sjálfum. Þar er komið að þeim þætti atburða- rásarinnar sem þýðingarmestur er en jafnframt mest á huldu, ótta sovézku valdhafanna við áhrif frjálsræðisþróun- arinnar í Tékkóslóvakíu á ástandið í þeirra eigin þjóðfélagi. Svo mikið er víst að Shelest, foringi kommúnistaflokksins í Úkraínu, var í öllum samskiptum við Tékkóslóvaka einna verstur viðskiptis Sovétmanna og dró enga dul á að það stafaði af því að hann óttaðist áhrif frá þeim á um- ráðasvæði sínu. Á einum fundinum bar hann Tékkóslóvökum til dæmis á brýn að þeir væru að sælast eftir Karpato- Úkraínu, sem Tékkóslóvakía lét af hendi við Sovétríkin í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Shelest er dæmigerður fulltrúi þess hóps nýstalínista sem nú ræður mestu í forustu Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. í Kíef, höfuðborg Úkraínu, hefur hann látið fangelsa fólk tugum saman fyrir það sem hann og samstarfsmenn hans kalla úkraínska þjóðernisstefnu. Þessar aðfarir í Kíef eru síður en svo einsdæmi. í Moskvu, Leníngrad og víð- ar hefur verið efnt til réttarhalda yfir ungu fólki, einkum úr hópi mennta- manna, sem hefur brotið það af sér að efna til umræðuhópa án flokkslegrar forsjár, gefa út fjölrituð blöð með órit- skoðuðu efni og sýna aðrar eðlilegar, andiegar lífshræringar. Réttarhöldin og dómar sem kveðnir hafa verið upp bera ekki vott um ró- lega og yfirvegaða löggæzlu, heldur of- sóknarherferð af hálfu yfirvalda á hend- ur fólki sem þau telja sér háskalegt. Eftir að réttarhöldin hófust, en einkum þó eftir að upp voru kveðnir geysiharðir dómar fyrir lítilvæg sakarefni, var und- irskriftum safnað undir mótmælaskjöl sem send voru yfirvöldum. Einu undir- tektir þeirra voru að láta reka úr starfi þá sem taldir voru forsprakkar fyrir slík- um undirskriftasöfnunum. Þessar að- gerðir hafa ekki nægt til að brjóta hina óopinberu andstöðu við stjórnarvöldin á bak aftur. Á báða bóga bíða menn átekta. Frjálsræðisþróunin í Tékkóslóvakíu stappaði að sjálfsögðu stálinu í þá Sovétmenn sem afnema vilja alræði hinnar óupplýstu flokksvélar, sem lætur völd sín ganga fyrir öllu öðru. Á hinn bóginn hlaut æðstu mönnum flokks- kerfisins að hrjósa hugur við að sjá skjól- stæðingum sínum og hliðstæðum í Prag sópað til hliðar á einu vetfangi, sjá hið stalínistiska valdakerfi leysast upp og nýja menn með nýjar hugmyndir og nýjar starfsaðferði; stíga fram á sjón- arsviðið. Sovézku flokksforingjarnir, afsprengi hins alvalda skriffinnskukerfis, full- trúar tregðu þess og íhaldssemi, ákváðu að slíkt mætti ekki viðgangast í Tékkó- slóvakíu, sökum hættunnar sem það bakaði valdaaðstöðu þeirra sjálfra. Hún var látin ganga fyrir öllu, fyrir hana var sjálfsagt að fórna hverju sem var, bæði síðustu leifunum af virðingu Kommún- istaflokks Sovétríkjanna hjá erlendum bræðraflokkum og raunverulegum hags- munum Sovétríkjanna, sem að sjálf- sögðu er óendanlega betur borgið með raunverulega bandamenn við vestur- landamærin en þjóðir sem haldið er niðri af hötuðu sovézku hervaldi. Á því lék aldrei neinn vafi að sovét- stjórnin hefði það í hendi sér að bæla niður frjálsræðiskommúnismann í Tékkó- slóvakíu með hervaldi. En með hernað- araðgerðunum hefur hún ekkert vanda- mál leyst. Fordæmi Tékkóslóvaka hverf- ur ekki úr sögunni, þótt aðvífandi skrið- drekar sæju um að það fékk ekki að standa nema í átta mánuði. Það sem Dubcek og félagar hans gerðu í Prag, geta aðrir leikið eftir annarsstaðar — líka í Moskvu. Hvar sem hæfileikasnauð- ir forustumenn ímynda sér að þeir geti til langframa varðveitt völd sín með því að leitast við að hefta þjóðfélagsþróun- ina með valdboði. Magnús T. Ólafsson. Ungur Tékkóslóvaki ber blóöugan þjóðfánann fyrir framan rússneskar vígvélar í mótmœla- skyni við hernám œttjaröarinnar. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.