Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 24
í skýrslu Áfengismáianefndar Alþingis 1966, og er þar m. a. getið umsagna nokkurra þjón- andi presta. Ég hef á öðrum stað vitnað í eina slíka umsögn og freistast til að endurtaka það hér, en álit prestsins er á þessa leið: „Drykkjuskapur er orsök hjónaskilnaða í 4 tilfellum af 5. Víst er, að mikill meirihluti þeirra heimila, sem leysast upp, á ólán sitt upp á vín- nautn. Kynni mín af heimil- um og einstaklingum í sam- bandi við fermingarundirbún- ing hafa fært mér heim sann- inn um, að þeim börnum fer fjölgandi, sem stafar hætta af áfengisnautn foreldra sinna. Fjöldi einstaklinga, einkum kvenna og barna, bíður stór- tjón á heilsu sinni vegna áfengisnautnar ástvina, jafn- vel þótt ekki leiði til algerrar upplausnar heimilanna." Ofdrykkja foreldra er ein tíðasta orsök lélegrar skóla- sóknar barna í Reykjavík. Að þeirri niðurstöðu hefur Sál- fræðideild skóla komizt. Los kemst á nám þessara barna, og það veldur þeim erfiðleik- um, sem leitt geta til ýmis- konar geðrænna truflana. Algengast er, að einn fjöl- skyldumeðlimur sé valdur að áfengisóreglu á heimili, og oft- ast er það húsbóndinn. Það ber einnig við, að ungmenni skapi erfiðleika á heimili með áfengisneyzlu sinni, og óþekkt fyrirbæri er það engan veg- inn, sízt á síðari árum, að hús- móðirin sjálf verði til þess að valda óláninu. Stundum er um að ræða drykkjuskap tveggja eða fleiri á sama heimili, t. d. feðga. Alvarlegast er það, a. m. k. frá sjónarmiði barnanna, er bæði hjónin drekka úr hófi fram, þótt raunar börn drykk- felldra einstæðra mæðra séu engu betur farin. Af þeim 82 heimilum, sem árið 1965 nutu framfærslu- styrks í Reykjavík af drykkju- skaparástæðum, var þannig háttað á 21 þeirra, að bæði hjónin voru drykkfelld. Á ár- unum 1964 og 1965 hafði barna- verndarnefnd eftirlit með 71 heimili samtals vegna ofnotk- unar áfengis og lyfja, en börn- in á þessum heimilum voru 189 talsins. Á 31 þessara heim- ila voru óreglusamar konur einstæðar með börn, en þau voru 66 samtals. Tölur sem þessar sýna hlutdeild hús- mæðra í drykkjuskap á heim- ilum, en afsanna engan veg- inn þá alkunnu staðreynd, að það er jafnaðarlegast hús- bóndinn, sem ógæfunni veld- ur í þessu efni. Áfengisneyzla er mjög al- menn hér á landi eins og víð- ar, og svo mikill er fjöldi áfengisneytenda, að allt þjóð- lífið markast af svipmóti hans. Þannig má tala um þjóð- félag áfengisneytenda, án þess að ýkja mikið, og drykkju- skapurinn fer ekki í mann- greinarálit. Háir og lágir iðka hann, ungir og gamlir, karlar og konur. í opinberum veizlum, á árshátíðum félaga og í einka- samkvæmum er alla jafna áherzla lögð á veitingu áfengis, enda lýkur slíkum samkom- um ósjaldan í allsherjar ölæði. Á fyrsta flokks veitingastöð- um eru þeir gestir miður vel séðir, sem ekki hafa lyst á áfengi, og fer þjónustan oft eftir því. Á útisamkomum al- mennings vaða drukknir menn uppi, og raunar getur fólk alltaf átt von á því, að drykkju- rútar vindi sér að því á al- mannafæri, betlandi og smjaðr- andi eða ryðjandi úr sér skömmum. En verst eru þó heimilin sett að þessu leyti, því að þar ríkir sá drukkni sem einvaldur harðstjóri, er allt verður að lúta. Þar getur hann leyft sér að misþyrma konu og börnum með öllu móti, án þess að eiga nokkuð á hættu. Almenningsálitið er hliðhollt ölvuðum manni og dæmir hann ekki strangt. Asnaspörk hans og misgerðir eru venjulega afgreidd með orðum eins og: „Hann var kenndur, manntetrið“. Við það er látið sitja. Áhrif áfengis á taugakerfið Á þessu stigi máls míns tel ég rétt að fara nokkrum orð- um um það, sem nefnt er áfengisvíma eða ölvun. Menn drekka í þeim tilgangi að kom- ast í vímu. Með því tekst þeim að flýja sjálfa sig og hvers- dagsleikann um stundarsakir og skapa sér hugarástand, sem er í senn óraunverulegt og þægilegt. Þetta gerist fyrir sérstök áhrif áfengisins á taugakerfið, sérstaklega heil- ann. Það er í sjálfu sér ekki forkastanlegt tiltæki að skapa sér þægindakennd eða auka vellíðan sína, ef ekki fylgir böggull skammrifi, en svo er því miður hér. Áfengi verkar á heilann líkt og svefnlyf. Það lamar miðstöðvar taugakerfis- ins, fyrst þær æðstu og síðan niður eftir. Sú lömun hefst með léttustu ölvímu og áger- ist því fastar sem drukkið er, unz lokastigi er náð, þungum svefni sem getur endað í dauða. í byrjun skerðist sjálf- stjórn, dómgreind og athygli, og fljótlega verður hugsana- gangurinn reikull. Fyrir þessari sljóvgun finnur áfengisneyt- andinn ekki sjálfur, þvert á móti eykst sjálfstraust hans og öryggistilfinning að sama skapi sem sljóvgunin verður meiri. í þessu liggur eitt að- almeinið við ölvunina, að margra dómi. Rétt sjálfsmat fer forgörðum, og fyrir það verður maðurinn varasamur, ef ekki hættulegur. Annar ókostur við ölvunina er sá, að neytandinn, sæll í sínu ástandi, leitar ekki einveru og kyrrðar til að njóta hinnar draum- kenndu vímu, heldur sækir hann út og suður, svo að sem flestir megi sjá og heyra hans mikilleik. í ölvuninni verður hann úthverfur, en ekki inn- hverfur, sem væri þó miklu heppilegra frá félagslegu sjón- armiði. Það leikur ekki á tveim tung- um, að ölvaður maður er firrt- ur viti um stund. Sturlun hans flokkast undir geðlæknisfræði, enda í ætt við vissa geðsjúk- dóma aðra. Hann, venzlafólk hans og þjóðfélagið eiga kröfu á, að hann hljóti meðferð til jafns við aðra geðsjúklinga. Þetta eru engar öfgar, þótt margir kunni enn að líta svo á. Þótt áfengisneytandinn leiði sjálfur yfir sig hið sjúklega ástand, ber samt að hjálpa honum, því að þau sjálfskap- arvíti eru tæpast af heilbrigð- um toga spunnin. Áfengismálalöggjöfin illa framkvæmd Afstaða alls þorra manna, yf- irvalda jafnt og almennings, til áfengismála einkennist af sér- stæðum tvískinnungi. Vanda- málið er viðurkennt og þörfin á lausn þess, en þegar til kast- anna kemur, fæst engu um þokað. Þessi afstaða, að vilja og vilja ekki, er áfengisneyt- andanum eiginleg, og það er hún, sem markar stefnuna í þessum málum, eins og áður er sagt. Tvískinnungurinn birt- ist í mörgum myndum, en hér verður látið nægja að benda á eina þeirra. Áfengismálalög- gjöfin íslenzka er gagnmerk lagasetning, en framkvæmd laganna er hörmuleg. Lögin bera vitni um næman skilning löggjafans á böli drykkjuskap- arins og vilja hans til að af- stýra því, en jafnskjótt og þau hafa tekið gildi, gufar áhug- inn upp með þeirri afleiðingu, að framkvæmdin fer öll í mola. Hér fer saman vilji og vilja- leysi — orð og gerðir stangast á. í Áfengislögum er fjöldi merkra og mikilsverðra ákvæða. Áfengisvarnaráð skal stuðla að bindindisstarf- semi og vinna gegn neyzlu áfengra drykkja. Áfengisvarna- nefnd skal vakin og sofin í starfi í hverjum hreppi lands- ins. Áfengi má ekki afhenda ölvuðum manni né yngri manni en 21 árs. Opinberir starfsmenn skulu sæta refs- ingu, ef þeir sjást ölvaðir við störf. Ef drukkinn maður veld- ur óspektum á almannafæri eða hneyksli, skal hann sæta ábyrgð samkvæmt lögum. í öllum skólum landsins skal fara fram fræðsla um áhrif áfengisnautnar. Öll þessi laga- ákvæði og raunar mörg önnur eru lítið annað en pappírsgagn. Svo mikil eru vettlingatökin, þegar á hólminn er komið. Fyrir tæpum tuttugu árum var lögtekið á íslandi, að með ölvaða menn skyldi farið sem sjúklinga. Þótt þetta næði að- eins til þeirra, sem lögreglan tekur í sína vörzlu, vakti það athygli og aðdáun út fyrir landsteinana. Slík ákvæði eru enn í lögum, þar sem nákvæm- lega er fyrir mælt, hvernig með þessa sjúklinga skuli fara, en um skilyrði til fullnægingar ákvæðunum hefur aldrei verið hirt. Til þess entist áhuginn ekki. Hjálparstofnanir Nú hefur mér orðið á að koma með aðfinnslur, og þó er sú fullyrðing fjarri mér, að ekkert sé aðhafzt í áfengis- vörnum og drykkjumanna- hjálp. Þar er ýmislegt gert, þótt of skammt nái, enda vandamálið margþætt og erfitt. Ég vil ljúka máli mínu með iðrun og yfirbót og geta nokkurra þeirra stofnana, sem á einn eða annan hátt annast framkvæmd áfengismála, og hef ég 'þá einkum ofdrykkjuna í huga. Við skulum hugsa okkur konu stadda í vandræðum vegna drykkjuskapar eigin- manns, sonar, föður eða bróð- ur. Hún finnur, að hann ræður ekki við drykkjuhneigð sína, og sér stöðugt halla undan fæti fyrir honum, og sjálf stendur hún máttvana gagnvart ógæf- unni. Hvert getur hún snúið sér um leiðbeiningu og aðstoð? í 5. gr. reglugerðar um áfeng- isvarnanefndir segir svo: „Áfengisvarnanefnd er skylt að gera það, sem mögulegt er, til þess að bjarga heimilum drykkjumanna og vernda 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.