Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 39
þóknun sovétstjórnarinnar en ekki fylgi og fulltingi landa sinna. En jafnvel þótt slík vélræði komi á daginn, hefur stað- festa Tékkóslóvaka, almennings jafnt og leiðtoga, bjargað miklu, sem bera mun ávöxt þegar fram í sækir. Þjóð sem hefur sýnt slíkan siðferðisstyrk, sam- heldni og skynsamlegan hetjuskap verð- ur ekki buguð af frumstæðum bófafor- ingjum, jafnvel þótt þeir hafi bætt kjarn- orkuvopnum í belti sitt við hnútasvipu fyrirrennaranna. Eftir tilkynninguna um viðræðurnar í Moskvu verður það ekki lengur vefengt að innrásin í Tékkó- slóvakíu er hreint og ómengað ofbeldis- verk og á sér enga réttlætingu af neinu tagi. Sovétleiðtogarnir hafa heitið brott- för hins erlenda hers, þegar eðlilegt ástand er aftur komið á, en eina ástæðan til að þjóðlíf í Tékkóslóvakíu komst úr eðlilegum skorðum er innrás þeirra sjálfra. Tékkóslóvakar hafa neyðzt til að sætta sig við að fullveldi þeirra sé skert með ofurefli, en enginn í þeirra hópi hefur fengizt til að viðurkenna að þeir hafi engu fullveldi fyrir að fara, allt þeirra ráð í bráð og lengd sé með réttu í hendi valdhafa í Moskvu. Tékkóslóvak- ar standa því á óskertum réttargrund- velli, hvenær sem þeim gefst aðstaða til að neyta þess. Hvort slíks verður langt eða skammt að bíða fer að sjálfsögðu einkum eftir þróuninni í Sovétríkjunum. Hafi einhver þarfnazt frekari vitnisburðar en áður var kominn um algert pólitískt gjaldþrot nú- verandi forustumanna Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, var hann látinn í té með innrásinni í Tékkóslóvakíu. Með því tiltæki hefur þeim tekizt að koma því til leiðar sem þeir helzt vildu forð- ast, að fyrirgera að fullu tilkalli sínu til forustu fyrir sósíalistiskum öflum í heiminum. Árum saman hefur sovézka flokksforustan undir forustu Bresnéffs unnið að því að koma á alþjóðafundi kommúnista í Moskvu, þar sem ætlunin var að fá staðfestingu af hálfu alls þorra kommúnistaflokka á forustuhlutverki sovézka flokksins. Með því móti hugðust Sovétmenn einangra Kínverja og afla sér aðstöðu til að vinna gegn áhrifum þeirra. Eftir langvinnt samningaþóf var loks ákveðið í vor, að alþjóðafundurinn lang- þráði skyldi koma saman í Moskvu í vetur. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu getur ekki orðið um að ræða að slík samkoma hylli forustu sovézka flokksins, þvert á móti ætti alþjóðafundur að snú- ast upp í ákæru á hendur henni og áfellisdóm yfir atferli hennar. Alls hafa yfir 70 kommúnistaflokkar um víða ver- öld fordæmt innrásina í Tékkóslóvakíu. Þar á meðal eru allir þeir flokkar með tölu sem hafa raunverulega pólitíska þýðingu og ekki eru upp á sovézka flokk- inn komnir. Hertaka Tékkóslóvakíu átti meðal ann- ars að afstýra þvi að fordæmið þaðan smitaði út frá sér til annarra ríkja í Austur-Evrópu. Það sem meirihluti sovézku flokksforustunnar vildi með engu móti þola og hugðist afstýra með refsi- leiðangri að dæmi nýlenduvelda var ekk- ert sérstakt atriði í frjálsræðisstefnu Tékkóslóvaka, ekki einu sinni stefna þeirra í heild, heldur hitt að í Tékkó- slóvakíu höfðu tekið við forustu flokks og ríkis nýir menn, sem áttu völd sín og áhrif að þakka stuðningi yfirgnæfandi meirihluta tékkóslóvaskra kommúnista og annarra landsmanna en ekki geð- þótta valdhafa í Moskvu. Dubcek og fé- lagar hans voru, eins og þorri Tékkó- slóvaka, staðráðnir í að halda í heiðri bandalagið við Sovétríkin, en það nægði Kremlverjum ekki. Þeir höfðu ekki ör- lög tékkóslóvösku forustunnar í hendi sér, gátu ekki sagt henni fyrir verkum, ekki ýtt henni til hliðar ef þeim bauð svo við að horfa. Því vildu þeir með engu móti una, alræðisvald er eina valdið sem þeir þekkja úr skóla Stalíns og kunna með að fara. í öllum hinum innrásarríkjunum nema Búlgaríu hafa sovézkir herir nú setið á þriðja áratug, af raunverulegum hernaðarástæðum í Austur-Þýzkalandi, en í Póllandi og Ungverjalandi fyrst og fremst til að tryggja Sovétmönnum tögl og hagldir hvað sem í skerst. Vinnubrögðin komu skýrt í ijós í Ungverjalandi 1956. Um sumarið, þegar ljóst var orðið að Rakosi var ekki lengur vært við völd, kom mið- stjórn kommúnistaflokksins saman til að velja eftirmann hans. Meirihluti var fylgjandi Nagy, sem naut vinsælda með þjóðinni, en fulltrúar sovézku flokks- stjórnarinnar lögðu blátt bann við kosn- ingu hans og réðu því að Gerö skjólstæð- ingur þeirra var valinn. Þegar Nagy loks var kvaddur til hafði uppreisn brot- izt út, og að lokum var hann líflátínn fyrir að valda ekki verkefni sem honum var meinað að fást við meðan það var enn viðráðanlegt. Geta má nærri með hvaða hugarfari ungverskir hermenn og pólskir tóku þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu, enda ber fregnum saman um að þeir hafi enga dul dregið á persónulega afstöðu sína, ef grennslazt var eftir. í stað þess að efla núverandi stjórnir í þessum tveim ríkjum, hafa Sovétmenn með herferðinni gegn Tékkóslóvökum grafið bæði undan þeim og sjálfum sér. Þátttaka Austur-Þjóðverja í innrás- inni sætir þó mestri furðu í þessu feigð- arflani öllu saman. Að láta þýzkar her- sveitir ráðast inn í Tékkóslóvakíu á þrítugsafmæli Munehensamningsins, er svo fáránlegt athæfi að engu tali tekur. Þarna hafa þýzkar hersveitir tekið þátt í hernaðaraðgerðum í fyrsta skipti síð- an heimsstyrjöldinni síðari lauk, og er Vestur-Þjóðverjum þar með lagt upp í hendurnar vopn sem þeir munu kunna að beita á komandi árum. Jafnframt er vestur-þýzku stjórninni gefin ástæða til að neita aðild að sáttmálanum um bann við dreifingu kjarnorkuvopna til fleiri landa en nú þegar hafa þau til umráða, og hún hefur fengið átyllu til að auka hervæðingu landsins. Eins og gefur að skilja á innrásin í Tékkóslóvakíu eftir að veita vatni á myllu vestur-þýzka ný- nazistaflokksins, og þótti flestum nóg um vöxt hans fyrir. Hjákátlegasta atvikið í harmleiknum í Tékkóslóvakíu spannst út af því hve lélega sovézku hermennirnir voru nest- aðir og Tékkóslóvakar ófúsir að veita þeim beina. Að kvöldi annars dags eftir Rússneskir skriðdrekar viðbúnir á götu í Prag. innrásina álpuðust tveir svangir sovét- hermenn inn í aldingarð bandaríska sendiráðsins á kastalahæðinni í Prag til að hnupla sér eplum. Sendiráðsmenn urðu varir við mannaferðina, þustu á vettvang og ráku eplaþjófana á brott. Atvikið sjálft er ómerkilegt, en eftir- málin sem af því spunnust lærdómsrík. Jafnskjótt og skýrsla sendiherrans í Prag um eplaleiðangur sovéthermanna inn í garð hans barst til Washington, var stíluð hvassyrt mótmælaorðsending og send sovétstjóminni. Hún svaraði að bragði, baðst auðmjúklega afsökunar á framferði hermanna sinna og hét því að gera ráðstafanir til að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Mótmælaorðsendingin út af yfirtroðslu eplaþjófanna er eina formlega, banda- ríska stjórnarskjalið sem vitað er um að gert hafi verið úr garði vegna innrás- arinnar í Tékkóslóvakíu. Innrásinni sjálfri var aldrei mótmælt á formlegan hátt með orðsendingu til sovétstjórnar- innar, þótt forsetinn flytti sjónvarps- ávarp og fulltrúinn í Öryggisráðinu ræðu. Aftur á móti er eplastuldurinn eina at- vik í sambandi við innrásina sem sovét- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.