Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 44
Þá hafa þeir Breshnev og
kompaní rétt einu sinni
sprangað fram í sviðsljósið.
Þeir hafa borið sig borgin-
mannlega og þeytt stríðslúðra
og kúgað þjóðir. Það er
óskemmtileg sjón að sjá
pólitískt afskræmi rísa upp á
afturlappirnar og halda sýn-
ingu á sjálfu sér. Breshnev og
félögum hans láðist að að-
gæta að þeir stóðu berstrípað-
ir á sviðinu.
Þar sem lögreglan er sálna-
hirðirinn og stjórnmálamenn-
irnir spámenn, þar er illt að
ræðishneigðir menn ennþá
nokkum tíma til stefnu. En
leiðtogar Sovétmanna gátu
ekkert verið að bíða. Þessu er
öllu lokið og allir spádómamir
í hinni mögnuðu bók Orwells
hafa þegar komið fram. Lítið
dæmi: Gjallarhornin á götun-
um í Prag sem æptu framan í
hertekna fólkið að það ætti að
vera kúgurum sínum þakklátt.
Orwell byggir einræðisríki
sitt á hinni hispurslausu, sí-
endurteknu, yfirþyrmandi lýgi:
svart er hvítt þegar það hent-
ar stefnunni. Yfir dyrum
„sannindaráðuneytisins“ í ein-
ræðisríki Orwells er svohljóð-
andi áletrun:
Stríð er friður
Frelsi er þrældómur
Fáfræði er hreysti
Breshnev og félagar hans
beittu foringja Tékka líkam-
legum þvingunum, og sam-
kvæmt sumum heimildum var
Alexander Dubcek jafnvel
eiga lögheimili. En þó að glæp-
urinn sem var framinn á
Tékkum væri ófrýnilegur, þá
var gjörnýting lýginnar jafn-
vel viðbjóðslegri. George Orwell
lýsir hinu algjöra þrælaríki í
skáldsögu sinni „1984“. Eftir
titlinum að dæma þá hafa ein-
fluttur frá Prag í böndum. En
fjölmiðlunartækin sem stjórn-
að er frá Moskvu trúðu borgur-
unum fyrir því að viðræðurnar
milli sovésku leiðtoganna og
fanga þeirra hefðu auðkennst
af „hreinskilni og vináttu"; og
tveimur þremur dögum eftir
innrásína í Tékkóslóvakíu lýsti
Pravda yfir:
Tékkneska þjóðin
elskar Sovétherinn
Tékkneskur stúdent hét um
svipað leyti á stúdenta um
víða veröld: „Gleymið okkur
ekki þegar Tékkóslóvakía er
horfin úr fréttunum." Það er
von að hann sé kvíðinn.
Reynslan hefur sýnt að það
fyrnist næsta fljótt yfir þessar
klunnalegu nektarsýningar
Sovétleiðtoganna þegar þeir
veltast fram í sviðsljósið eins
og fortíðarófreskjur og láta
greipar sópa. En það er eng-
inn vandi að muna Tékkó-
slóvakíu. Maður þarf bara að
minnast síðustu þrumulyg-
innar sem var látin ganga á
þrykk austur í Moskvu í nafni
sannleikans:
Tékkneska þjóðin
elskar Sovétherinn
Ef okkur vill gleymast hvað
Sovétherinn er ástsæll í Tékkó-
slóvakíu, þá getum við í stað-
inn til dæmis rifjað upp fyrir
okkur hvað Walther Ulbricht
er vinsæll í Austur-Þýzkalandi.
Við höfum ekki lakari heimild
fyrir því en hann sjálfan.
Hann er svo elskaður að hann
hefur ekki þurft að senda
skriðdreka á móti samborgur-
um sínum síðan í ungversku
byltingunni. Sumir halda að
vísu að hann hafi kannski
fjölgað í lögreglunni. Hann
hnippti eitthvað ofurlítið i
menn þegar þeir voru að
manna sig upp í að mótmæla
tékkneska harmleiknum, en
það var ekkert að ráði. Menn
voru bara varaðir við því að
hafa vitlausa skoðun á mál-
inu.
Ulbricht er svo vinsæll að
það dettur engum í hug að
óhlýðnast honum. Menn hafa
ekki einu sinni vitlausar skoð-
anir á málum ef þá grunar að
það geti komið honum í vont
skap. Hann fær alltaf 99% at-
kvæða eða þar um bil í öllum
kosningum, og það hefur eng-
inn skrifað stafkrók á móti
honum í Austur-Þýzkalandi
síðastliðin tuttugu ár, og eng-
inn hefur heldur verið svo
ósvífinn að bjóða sig fram á
móti honum.
Hann er svona vinsæll.
Hann átti sjötíu og fimm ára
afmæli í sumar, og af því hann
er svo vinsæll þá tók verka-
fólkið í verksmiðjunum sér
mann í stakk og lét rigna yfir
hann forláta afmælisgj.öfmn.
Verkafólkið hélt fundi í verk-
smiðjunum, og hann er svo
vinsæll að það hvarflaði ekki
að einum einasta manni að
rísa á fætur og segja: Við skul-
um ekki gefa Walther Ulbricht
afmælisgjöf.
Honum barst svo mikið af
gjöfum að hann varð að taka
sýningarhöll á leigu í Austur-
Berlín til þess að sýna vinsæld-
ir sínar. Hann er svona vinsæll.
Hann fékk geysifínan útvarps-
grammófón meðal annars og
líkneskju af varðmanni með
varðhund, og múrarafélags-
skapur gaf honum griðarstórt
málverk af ungri stúlku sem
ég man því miður ekki lengur
hvað heitir, en hún er að læra
múrverk.
Ég get skilið útvarpsgrammó-
fóninn og ég hugsa ég skilji
varðhundsmanninn sem er lík-
lega til minningar um Berlín-
armúrinn, en ég fæ ekki al-
mennilega skilið þetta með
málverkið. Ég meina: þó að til
dæmis Bjami Benediktsson
ætti stórt og merkilegt afmæli,
þá held ég varla að neinum
íslendingi mundi detta í hug
að fara að færa manninum
mynd af kvenmanni í fullum
múraraskrúða.
En Bjarni er náttúrlega ekki
eins ótrúlega vinsæll og
Ulbricht.
Það er kannski öfug-
uggaskapur, en ég get ekki
sagt að ég eigi beinlínis sam-
leið með mönnunum sem þykj-
ast ætla að lækna allar mein-
semdir þjóðfélagsins með stór-
aukinni stúdentaframleiðslu.
Mér finnst þessar bollalegg-
ingar satt að segja komnar út
í öfgar, af því við erum ekki
einasta búnir að eignast menn
sem sjá ekki sólina fyrir stúd-
entunum: þeir sjá ekki þjóð-
ina fyrir þeim að heldur.
Það er mikið gert af því að
bera okkur saman við útlend-
inga í þessum efnum, en sam-
anburður við stúdentafjölda
annarra landa getur verið vill-
andi og/eða beinlínis falskur.
Ég hef til dæmis séð menn
vera að vitna til Bandaríkj-
anna, en það vill í fyrsta lagi
gleymast að hér erum við í
rauninni að tala um heila
heimsálfu, og í öðru lagi og
einmitt í framhaldi af þessu
er ég viss um að æði margir
bandarískix „stúdentar“ þættu
dálítið undarleg vara hér
heima, að ekki sé meira sagt.
Bandaríkjamenn eiga að lík-
indum ágætustu framhalds-
skóla veraldar, en þeir eiga
líka hraksmánarlegar próf-
44