Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 57
hef komið hér áður, Bariam í Vopnum guðanna, Storm gamli í Páll Lange og Þóra Parsberg, Lancelot Gobbo í Kaup- manninum í Feneyjum, séra Helgi í Upp- stigningu, Jón Grindvicensis í íslands- klukkunni, Karl prins í Heilagri Jóhönnu, Argan í ímyndunarveikinni, Prófsteinn í Sem yður þóknast, Joxer Daly í Júnó og páfuglinum, Elwood U. Dowd í Harvey, Celestín í Nitouche, Kynnirinn í Anti- gónu, Bokki í Jónsmessudraumi, tíakini í Tehúsi Ágústmánans, Dr. Parpalaid í Doktor Knock, Firs í Kirsuberjagarðin- um, Cunning í Dómaranum, faðir brúð- arinnar í Blóðbrullaupi, Pólóníus í Ham- let, Engstrand smiður í Afturgöngum, Kalli í Jóni gamla, Ibsen Ljósdal í Prjónastofunni Sólinni, að ógleymdum sjálfum Jeppa á Fjalli, sem færði honum Silfurlampann vorið 1967. Lárus Pálsson var fjölhæfur listamað- ur, ákaflega vandvirkur og hugkvæmur leikstjóri, afburðagóður upplesari og orð- lagður kennari; hann starfrækti leiklist- arskóla um 14 ára skeið og mótaði kjarna íslenzkrar leikarastéttar. Hann var fjöl- fróður og víðlesinn, gáfaður og gaman- samur, sérstæður og stór í sniðum. ís- lenzk leikmennt missti við fráfall hans einn sinn allra bezta og mikilvirkasta fulltrúa langt fyrir aldur fram. Helga Valtýsdóttir (f. 1923) var af kyn- slóðinni sem hóf feril sinn um það bii sem atvinnuleikhús tók til starfa á ís- landi. Henni auðnaðist einungis tæpra tveggja áratuga þjónusta í musteri Þalíu, en sú þjónusta var þannig af hendi leyst að nafn Helgu verður letrað gullnum stöfum í leiklistarsöguna. Helga hóf feril sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur og lék þar m.a. eftirtalin hlutverk: Masju í Þremur systrum, Millie Crocker-Harris í Browning-þýðingunni, móðurina í Glerdýrunum, Amalíu í Nótt yfir Napólí, Kate Keller í Öllum sonum mínum, Áróru í Hart í bak, frú Conway í Tíminn og við, Emmu Dungavel í Sex eða sjö og Stellu Bentley í Grátsöngvar- anum. Hjá Þjóðleikhúsinu lék Helga m. a. eftirtalin hlutverk: Ingibjörgu í í Haraldur Björnsson í hlutverki Klenows prófessors. Skálholti, Þóru erfiðiskonu í Læðunum, drottninguna í Mjallhvíti og dvergunum sjö, Kate Keller í Kraftaverkinu, Völu svörtu í Járnhausnum, Meg Dillon í Gísl, móðurina í Eftir syndafallið, Sólborgu í Prjónastofunni Sólinni, Avis í Ó þetta er indælt stríð, Polpoch í Marat/Sade, Teklu í Kröfuhöfum, Mutter Courage í samnefndu leikriti, Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? fröken Johnson í Uppstigningu, frú Quin í Lukkuriddaranum, frú Nomsen í Loft- steininum og Helen í Hunangsilmi, sem var hinzta hlutverk hennar. Skerfur Helgu Valtýsdóttur til íslenzkr- ar leiklistar var ríflegri og margþættari en virðast má við fyrstu sýn. Hlutverk hennar voru mörg smáger og lítt áber- andi, en hún hafði einstakt lag á að gæða þau lífi og lit, þannig að persón- urnar yrðu eftirminnilegar. Það talar einnig sínu máli um feril hennar, að hún var ásamt Herdísi Þorvaldsdóttur stiga- hæst íslenzkra leikara við samanlagðar átkvæðagreiðslur um Silfurlampann í 15 ár, þótt aldrei hreppti hún hnossið. Helga Valtýsdóttir í hlutverki Mutter Courage. f fögrum eftirmælum um Helgu Val- týsdóttur í leikskrá Leikfélags Reykja- víkur segir Þorsteinn Ö. Stephensen m. a.: „Og engum leikara hygg ég að sé meiri vandi á herðar lagður en þeim, sem ár eftir ár á að leita að og finna í hlutverkum sínum hina fíngerðustu þætti skapgerðar, undir hrjúfu og svip- líku yfirbragði, og láta þessa þætti birt- ast með svo skýrum innri dráttum að hér sé án alls efa komin ný og gerólík manneskja hinum fyrri. Þetta krefst i senn strangari vinnu, skarpari skiln- ings og auðugra ímyndunarafls en þau verkefni sem eru af augljósari þáttum ofin. Slík þraut var Helgu oftar boðin en öðrum leikkonum okkar, svo sem kunnugt er. Var unun að sjá hvernig hún agaði og fágaði listgáfu sína í hverri slíkri raun.“ Það bar á hinn bóginn til gleðitíðinda á leikárinu, að Silfurlampinn féll í hlut leikkonu í annað sinn á 15 árum, og má segja að tími væri til kominn. Helga Lárus Pálsson í hlutverki Jeppa á Fjalli. Bachmann hreppti hnossið þessu sinni fyrir túlkun sína á Heddu Gabler, en á hæla henni kom Kristbjörg Kjeld fyrir túlkun sína á hlutverkum Normu í Vér morðingjar og Víólu í Þrettándakvöldi. Báðar eru þessar mikilhæfu leikkonur vaxandi í list sinni, og munaði raunar mjóu að Helga Bachmann hlyti Silfur- lampann á fyrra leikári fyrir hlutverk Höllu í Fjalla-Eyvindi. Einsog fram kom í Samvinnunni í fyrra, hafði aðeins ein leikkona fengið lampann áður, Guðbjörg Þorbjarnardóttir 1961 fyrir hlutverk Elísu Gans í EngiII horfðu heim. Það vekur athygli öðru fremur þegar athugað er verkefnaval leikhúsanna í Reykjavík síðustu árin, að hlutur inn- lendra leikrita er vaxandi. Mér telst svo til að undanfarin þrjú ár hafi nálega 20 íslenzk leikrit verið sviðsett af Þjóð- leikihúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Grímu, þaraf fimm barnaleikrit. Við þá tölu má bæta einum sex „sígildum“ verk- um sem tekin voru til sýninga: Fjalla- •Eyvindur, Galdra-Loftur, Vér morðingj- ar, Gullna hliðið, Uppstigning og íslands- klukkan. Þetta er vissulega gleðilegur vottur þess að leikhúsin leitast við að rækja skyldur sínar við innlenda leik- ritasmiði, þó vafalaust megi ævinlega gera betur. Tvær hinna „sígildu" sýninga á liðnum vetri tókust miður en skyldi, Galdra- Loftur og íslandsklukkan, og var þar að minni hyggju einkum um að kenna skorti á dirfsku, hugkvæmni og heildarsýn leik- stjóranna. Sýningarnar voru báðar slétt- ar og felldar, einstakir leikendur gerðu margir prýðilega hluti, og kom Sigríður Þorvaldsdóttir t. d. skemmtilega á óvart í hlutverki Snæfríðar, en í heild voru þær tilþrifalitlar og með köflum nálega lífvana. Afturámóti tókst sviðsetningin á Vér morðingjar með miklum ágætum undir leikstjórn Benedikts Árnasonar, og má segja að Guðmundur Kamban fengi með henni nokkurskonar „uppreisn æru“ í þeim skilningi, að verkið reyndist full- 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.