Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 18
stjórnarháttu. Það hafði sannazt fljót- lega á kommúnistum, að stefna þeirra átti sér ekkert föðurland nema kommún- ismann, og Stalín var lofaður og hátt prísaður, og jafnvel beitt geðveikisögunni við þá fáu íslendinga, sem komu heim frá Rússlandi og höfðu skilið hvernig í öllu lá — löngu áður en kommúnistar sjálfir urðu að játa óþrifnaðinn. Jónas gerðist strax mikill andstæðingur komm- únista og taldi allt pólitískt samneyti við þá alveg fráleitt, eins fráleitt og hon- um fannst samvinnan við jafnaðarmenn sjálfsögð. Taldi hann ætíð að fyrirmynd- ina að heillaríkri framsókn íslenzkrar verkalýðshreyfingar væri að finna í starfsháttum og viðhorfum brezkrar verkalýðshreyfingar, en í Bretlandi var kommúnistaflokkiurinn lítill og hefur aldrei náð neinni fótfestu í verkalýðs- hreyfingu landsins. Engilsaxneska línan var í fullu gildi. Á síðari árum átti einmitt umhugsunin um atferli kommúnista þátt í því að gera Jónas að sterkum talsmanni vestrænnar samstöðu. Var hann óþreytandi að brýna fyrir mönnum, að slík samstaða væri eina færa leiðin fyrir íslendinga, en hún yrði að vera 'byggð á jafnræði og gagnkvæmri virðingu. Þótti honum jafn- an nokkuð skorta í því efni. Þá varaði hann mjög við því, sem hann nefndi dásvefninn, en að þeim svefni hafði hann orðið vitni, bæði hjá Bretum og Frökkum, þjóðum sem hann mat ákaf- lega mikils, þegar nazistum tókst að vinna hvert ofbeldisverkið á fætur öðru, án þess að þessar gáfuðu og vel búnu þjóðir stæðust þeim snúning. Honum skildist á því, að hver þumlungur eftir- gjafar er vítamín einræðisríkja og áróð- ursvéla þeirra. En á meðan dásvefninn lagðist yfir gáfuðustu þjóðir Evrópu var unnið hörð- um höndum að því hér á landi að hrinda sem flestum nauðsynjamálum í fram- kvæmd. Samstarf Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins reyndist giftu- drjúgt, þrátt fyrir kreppuna. Það var eins og þjóðfélagið væri allt skipað sam- taka mönnum, sem voru ákveðnir að hrinda málum í framkvæmd og koma á skipulagi, sem öllum yrði til hagsbóta. Almenn menntun þótti eðlilega eitt af frumskilyrðunum, og því voru reistir héraðsskólar til að efla hana. Staðsetn- ing þessara skóla sýnir hagsýnina á þessum árum, því að staðarvalinu réð fyrst og fremst tilhneigingin til að lifa af landinu með sem ódýrustu móti. Menn gengu fram í þessu máli með hugarfari frumbyggjans, sem vissi að sem minnstu mátti til kosta. Alveg eins og Jónas hafði barizt fyrir því að komið yrði upp sund- höll í Reykjavík vegna þess að gnægð var af heitu vatni, var hann ótrauður að láta ríkið kaupa heitavatnsréttindi. Hann skrifaði á sínum tíma fræga grein, sem hann nefndi „Hvítu kolin“, þar sem hann hvatti til virkjunar fallvatnanna. Varð- andi héraðsskólana taldi hann að heita vatnið hefði grundvallarþýðingu, bæði hvað reksturinn og hollustuhættina snerti. Lausnin var einföld og snjöll, eins og hæfði efnalítilli þjóð, sem vildi áfram og hafði í þúsund ár orðið að lifa af land- inu. Þá var lífsnauðsyn að leggja vegi um landið hið fyrsta eftir að bílar komu til sögunnar. Allar sveitir þurftu vegi og brýr. Og vegakerfi það, sem við búum við í dag, var að mestu lagt á kreppu- árunum — hinum algjöru fátæktarár- um landsins. Þetta kerfi hefur orðið að duga síðan þrátt fyrir illt og lítið við- hald á hinum eiginlegu velmegunarár- um. Þegar menn úr stjórnarliði þessara tíma eru spurðir að því í dag hvernig þetta hafi verið hægt, þá hafa þeir ekki svör á reiðum höndum. Þeir segja einfaldlega: Það varð að gera þetta, en við vitum ekki hvernig við fórum að því. Á bak við þessa menn stóð einhuga sveit samvinnumanna og jafnaðar- manna í bæjum og byggðum landsins. Til þessarar samstöðu hafði verið stofnað íslenzk-danska nefndin. Myndin tekin 1935. Fremsta röð frá vinstri: Magnús Jónsson, Magnús Björnsson, frú Georgía Björnsson og danskur nefndarmaður. Önnur röð: Jónas Jónsson, jrú Friede Hendriksen, Hendriksen, Chr. Kragh, frú Guðrún Stefánsdóttir og Jón Baldvinsson, en í öftustu röð er m. a. Sveinn Björnsson síðar forseti. Jónas Jónsson afhendir nemanda Samvinnu- skólans prófskírteini. af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. í hita framkvæmdanna lagði hann til hug- myndir og ráð eins og fyrr. En þau hefðu dugað skammt hefði hin einhuga sveit ekki haft á að skipa ungum, djörfum mönnum, sem létu hvorki kommúnista eða afturhald eða kreppu hefta fram- sóknina. VII. Þótt Jónas Jónsson frá Hriflu ferðaðist tíðum utanlands og fylgdist gjörla með þeim atburðum, sem settu svip sinn á líf Evrópuþjóða á árunum fyrir stríð, og ferðaðist auk þess til byggða Vestur- íslendinga og endurnýjaði eftirminnilega sambandið við þá, þýddi það ekki að hann drægi úr þeim vana sínum að gera tíðreist um ísland. Fyrr á árum ferðað- ist hann mikið á hestum, og var þá Guðrún kona hans stundum með í för- inni, og síðar dætur hans tvær. Öll höfðu þau gaman af hestum, og þó einkum Guðrún, sem hafði ekki látið af þeim vana sínum frá því að hún var ung stúlka norðanlands. Kom Jónas víða við á þessum ferðalögum til að hitta vini og samherja, og til að hvetja menn til dáða. í einn tíma fór hann í mikið fundaferðalag með Jóni Þorlákssyni. Urðu það stundum fjörugir og langir fundir. Minntist Jónas þessara funda á efri árum, þegar hann heyrði auglýsingar flokkanna, sem styrktu mál forustu- manna sinna með söng og leikkröftum. Þegar þeir Jón voru á ferðinni komu þeir sér fyrir í einhverjum túnfætinum, því víða var ekki húsnæðinu fyrir að fara, og þar þrumuðu þeir yfir körlunum, sem sátu í grasinu allt í kringum þá, og gat þá hver fundur staðið í tólf tíma eða lengur, enda nætur bjartar. Fyrir utan ferðalögin og fundina hélt Jónas uppi persónulegu sambandi við ótölu- legan fjölda með bréfaskriftum. Hann skrifaði alla tíð mikið af bréfum ýmist til að svara mönnum er leituðu upplýsinga og ráða eða til að halda kunningsskap við þá, sem hann mat. Móður sinni skrif- aði hann með hverri póstferð meðan hún lifði, en á síðari tímum verða þau bréf ekki notuð sem heimildir um Jónas, því móðir hans lagði svo fyrir í banalegu 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.