Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 45
skírteínarriyllur þar sem hver einasti skussi er hjartanlega velkominn ef hann á aura í vasanum. Bandaríkjamenn vita þetta manna best sjálfir og taka sjálfir harla lítið mark á því þó að menn veifi próf- vottorðum frá þessum fyrir- tækjum. Þetta er eins og hvert annað svindl. Áður en við fáum glýju í augun af stúdentahúfunni mætti líka fara fram rannsókn á því hvað okkur verði nú úr öllu þessu ágæta fólki. Það er alltaf óvarlegt að ybbast upp á stúdenta af því þá er ævin- lega einhver meira en fús til þess að rjúka upp eins og naðra og segja að maður sé á móti menntun. En tilgangur menntunar er að búa til nyt- sama ánægða borgara (vona ég að minnstakosti), og væri nú nokkur goðgá að athuga í ró- legheitum hvort við ættum bara ekki að vera „alþýðlegri" í afstöðu okkar til mennta- mála og gera meira stáss að „alþýðumenntun" en nú er gert, einkanlega þar sem það verður naumast véfengt að hér úti í hafinu eru staðhættir þannig að meginið af þjóðinni verður að gjöra svo vel að vinna „alþýðleg" störf ef við eigum að geta Ufað. Ég á við að við verðum líka að vera raunsæ. Við megum ekki bera okkur þannig að, að fólkinu sem vinnur fram- leiðslustörfin fari að finnast að það sé einhverskonar ann- ars flokks vara í landinu. Pilt- urinn og stúlkan sem halda tryggð við byggðarlag sitt mættu til dæmis gjarnan fá gagnfræðaskóla í sveitina sína eða plássið áður en við búum til fleiri skóla til þess að búa til fleíri logfræðinga. Mér er mjög til efs að leiðin til aukinnar velmegunar á íslandi (og ham- ingju mannfólksins, sem skipt- ir líka talsverðu máli) felist í því að fjölga fólkinu hjá ríkis- fyrirtækjum og á skrifstofum einstaklinga, en það er nánast segin saga að þangað liggur vegurinn stúdentsins. Ég held við ættmn að vegsama „verk- lega“ skóla rétt eins og „æðri“ skóla. Mér finnst við ættum að skrifa fagnandi um bænda- og sjómannaskóla rétt eins og menntaskóla. Fyrir alla muni ieyfum bændum og sjómönn- um að kalla sig stúdenta ef þeir eru sælli með það. Setjum jafnvel upp prófskírteinamyllu ef það er eina ráðið. En fyrir alla muni sárbænum þessa menn samt að þeir verði áfram við störf sín, af því annars fer illa fyrir þjóðinni. Við erum oft að þusa útaf stjórnmálamönnunum okkar og finnum þeim þá flest til foráttu. Þeir hafa sjálfsagt gott af þessu auk þess sem einhverjir þeirra kunna að eiga það skilið, því að sannar- lega eru þeir misjafnir að gæð- um, blessaðir kallarnir. En mik- ið megum við samt vera ánægð með okkar kalla þegar við ber- um þá saman við kallana sem aumingja veslings fólkið má dragnast með víðast í útlönd- um. Afríka er pólitísk auðn og hálf Evrópa. í Suður-Ameríku hafa þeir eina byltingu á dag og skiptast á að stela ríkis- sjóðnum og sumstaðar í Banda- ríkjunum koma enn þann dag í dag drjúgt fleiri atkvæðaseðl- ar upp úr atkvæðakössunum heldur en kjósendurnir eru margir á kjörskrá og í Asíu er pólitíska kalið svo algjört hjá fjölmennustu þjóð veraldar að þar virðast bókstaflega hundr- uð milljóna vera gengnar af vitinu. Ég á stundum erindi í bóka- búð í miðbænum sem selur lit- prentuð myndablöð frá Kina (með enskum texta), og ég blaða aldrei í þessum maka- lausa samsetningi án þess að hugsa næstum himneska þanka um stjómmálamennina okkar og hérlent stjórnmála- líf. Reynið að ímynda ykkur Samvinnuna í þeim búningi að á hverju einu og einasta tölu- blaði væri forsíðumynd af Mao formanni. Nú opnið þið Sam- vinnuna ykkar allsendis grandalaus en á fyrstu síðu blasir mynd við ykkur sem er raunar líka af Mao formanni. Þið flettið í skyndi yfir á næstu blaðsíðu, og þar er Mao for- maður ennþá mættur til leiks. Nú prófíð þíð næst á blaðsíðu fjögur og fimm og þar er mynd af 45.000 rauðum varðliðum sem eru að grafa áveituskurð í sjálfboðavinnu og hafa eins og gefur að skilja byrjað á því að reisa svosem hundrað mynd- ir af Mao í nágrenninu. Þá reynið þið fyrir ykkur á opn- unni þar fyrir aftan og þar eru 100.000 verkamenn að hylla Mao á Torgi hins himneska friðar. Á næstu síðu er að vísu dálítið lesmál því að þar skrif- ar Sigurður A. Magnússon greinina: „Hversvegna hinn dáði og elskaði Mao er dáður og elskaður", en síðan byrjar myndaflóðið af Mao á nýjan leik. Við sjáum Mao á ráð- stefnu og Mao á hersýningu og Mao á floti, og þá koma nokkrar heilsíðumyndir af verkafólki í stáhðjuveri í Chungking sem er að stytta sér tetímann með því að lesa í kór upp úr kveri Maos, og þá kemur mynd af eimreiðar- stjóra sem er að festa mynd af Mao framan á eimreiðina sína, og þá kemur mynd af Mao að blessa einkennisklædd börn, og þá er hópmynd af ungum konum í spánýjum herklæðum og með haug af vaðsekkjum fyrir framan sig og þakkarávarp til Maos er strengt milli staura fyrir aftan þær. Það eru engin lát á þessu. Það er eins og vitfirrtur ljós- myndari hafi gert samning við vitfirrtan prentara og þeir hafi fengið vitfirrtan blaðamann í lið með sér. Þetta gengur svona tölublað eftir tölublað og ár- gang eftir árgang. Myndirnar eru í rauninni allar eins og eins textamir. Mao brosir allt- af föðurlega til fólksins og fólkið er alltaf að rifna af hrifningu útaf því að hafa eignast kverið hans. Við ætt- um kannski að víða að okkur þúsundum eintaka af þessu furðulega kínverska blaði og festa þau upp á símastaura og setja þau út í búðaglugga. Svona blað mundum við aldrei setja saman hér uppi á íslandi nema því aðeins að við vild- um gera dúndrandi grín að stjórnmálamönnunum okkar. En áróðurssveitum Maos er bláköld alvara. Áróðursmenn- irnir hafa verið svo lengi við iðju sína að þeir eru sjálfir orðnir ruglaðir. Þeir skilja ekki að þeir hafa afhent okkur óhugnanlega og nákvæma og frámunalega dapurlega lýs- ingu á lífinu í einræðisríki. Það má líka skjóta því hér inn í að ég hef líka séð nýleg sýnishorn af fréttatilkynning- unum sem þessir menn semja Mao til dýrðar. í einni segir frá konu sem gekk undir upp- skurð og þurfti ekki aðra deyfingu en upplestur úr kveri formannsins, og í annarri seg- ir frá viðbrögðum farþega í járnbrautarlest sem var nærri komin út af teinunum í ár- gljúfri. Hrópuðu félagarnir: „Hjálp!" eins og kapítalistarn- ir á vesturlöndum hefðu vænt- anlega gert? Ónei Þeir hróp- uðu bara í neyð sinni: „Lengi lifi Maó!“ Því segi ég það að við skyld- um ekki taka hart á okkar köllum þó að þeir slái kannski dálítið um sig sumir hverjir og þó að maður óttist stund- um að einn og einn sé að verða sjónvarpsgalinn. Þeir eru sannir heiðursmenn saman- borið við starfsbræður sína víða um lönd: hlédrægir menn og hæverskir og lítillátir. Fáein orð um orð að lokum. Ég sá orðið „metill" notað í blaðagrein um daginn, og það kom í ljós að þar var átt við fiskimatsmann. En var blaðamaðurinn ekki ýfið of frumlegur? Mér virðist sem burðarmaður verði „berill" eft- ir sömu reglu og hvalskurðar- maður „skerill" og flatnings- maður hvorki meira né minna en „fletili". Ennfremur hefur mér upp á síðkastið fundist það færast í vöxt að menn gefist hreinlega upp andspænis erlendum orð- um og láti þau flakka nánast mótþróalaust. Þeim er sjálfsagt vorkunn hjá Sjónvarpinu þó að þeir tali um að menn „drævi" og „pútti" á golfvellinum, en gengur borgarfógetaembættið ekki heldur of langt þegar það auglýsir uppboð á „relaxations- bekkjum"? 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.