Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 43
MARTIN NAG: RÚSSNESKUR HARMLEIKUR Sunnudaginn 13. maí 1956 framdi Aleksander Fadejev (1901—1956) sjálfs- morð. Hann varð aðeins 55 ára gamall. Frá því í febrúar 1956, þegar hið afdrifa- ríka 20. flokksþing var haldið, hafði hann verið önnum kafinn við að skrifa ríkis- saksóknaranum bréf eftir bréf, þar sem hann fór þess á leit að fjölmargir ein- staklingar, sem hefðu verið fangelsaðir á röngum forsendum, yrðu látnir lausir, meðal þeirra sonur skáldkonunnar Önnu Akhmatóvu. Byrði sektar og samábyrgðar varð Fadejev ofraun. Hann vissi að hann var tákn Stalín-skeiðsins í menningarlífinu: í örvæntingunni varð sjálfsmorðið hinzta hetjudáð. Fyrir ekki alllöngu hefur ungverski rit- höfundurinn Antal Hidas (f. 1899), sem sjálfur sat mörg ár í einum fangabúðum Stalíns og sem Fadejev hafði eitt sinn reynt að hjálpa til að losna úr búðunum, skrifað um fund sinn við Fadejev lát- inn: „Við göngum inn. Hátt uppi á tveimur koddum, nakinn að beltisstað, liggur Fadejev. Munnurinn er opinn. Hægri höndin lafir niður . . . Við hlið hans — skammbyssa. Ég afber þetta ekki nema eina sek- úndu. Ég skjögra útúr herberginu. Nei, ekki óp, heldur einskonar dýrslegt öskur brýzt framaf vörum mér. Ég fel mig af blygðun." Hver var Fadejev? Hann var í þeim stóra hópi hæfileika- manna í rithöfundastétt sem kom fram á þriðja áratug aldarinnar. Árið 1927 skrifaði Fadejev skáldsöguna „Ósigurinn" (Razgrom), þar sem hann byggir á eigin reynslu í rússnesku borgarastyrjöldinni. í þéttum, samþjöppuðum hlutlægnisstíl í líkingu við Hemingway samdi hann verk, sem orðið hefur sigilt í sovézkum bókmenntum fyrir nakinn, epískan frá- sagnarhátt. Gorkí uppgötvaði strax Fadejev frá. sjónarhæð sinni í Sorrento á ítalíu. í grein, sem hann skrifaði 1928 fyrir til- mæli Romains Rollands, gaf hann yfirlit yfir straumana í nýjum rússneskum bókmenntum og sagði meðal annars: „Liðið ár hefur fært okkur allmarga rithöfunda sem vert er að veita eftir- tekt og sem vekja bjartar vonir. Þeir eru: Fadejev, höfundur skáldsögunnar „Ósigurinn", Andrei Platanov . . .“ Orðin sýna, að Gorkí var tiltölulega rúmur í dómum sínum. Að vísu var hann síðar óljós í afstöðu sinni til Platanovs (1889—1951), hins rússneska Kafka, sem var ofsóttur á Stalín-skeiðinu og lézt í fullkominni gleymsku, en hefur nú vakn- að til lífsins aftur í bókmenntaheimin- um. Hvað sem því líður, þá kom Gorkí strax auga á sérkenni höfunda einsog Fadejevs og Platanovs. Nordahl Grieg hefur dregið upp mynd af Fadejev einsog hann hitti hann á rithöfundaþingi í Valencia 1937, meðan á spænsku borgarastyrjöldinni stóð: „Við hlið mér sá ég hið bjarta og unga andlit Rússans Fadejevs undir gráu hár- inu.“ Fadejev var einungis 36 ára þá, ári eldri en Grieg — en þegar orðinn nálega hvítur fyrir hærum. í dagbók sinni frú júlíbyrjun 1937 nefnir Fadejev einnig Grieg; milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing: „Martin Andersen-Nexö, Alekseí Tol- stoí, André Malraux og Nordahl Grieg eru á allar hliðar umkringdir karlmannleg- um, sólbrenndum andlitum verkamanna og bænda hinnar hetjulegu spænsku þjóðar.“ Grieg hlýtur að hafa kynnzt skáldsögu Fadejevs, „Ófarir“, í Moskvu á árunum 1933—34, og má vera að fundur hans við Fadejev á Spáni 1937 hafi átt þátt í að kristalla í huga hans leikritið „Neder- laget“ (Ósigurinn)? Á fjórða tug aldarinnar átti Fadejev í miklum erfiðleikum með skáldsögu sína, „Síðasti Údeginn“ (Poslednií iz Udege). Fjögur fyrstu bindin komu út á árunum 1929—36, og stuttir útdrættir voru prent- aðir 1941. En Fadejev glímdi alla ævi við þetta skáldverk, án þess að fá lokið því — svo ekki var furða þó hann yrði snemma hæruskotinn . . . Hann langaði til að lýsa því, hvernig innfæddur þjóðflokkur, Údegar austur í Síberíu, þar sem hann var sjálfur alinn upp, tók skrefið frá frumstæðum þjóð- félagsháttum og beint inní sósíalisma. Fadejev dáði Hamsun — það var æsku- ást. Hann kunni langa kafla úr „Pan“ utanbókar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma langaði hann til að skapa and- hamsúnska skáldsögu í „Síðasti Údeg- inn“, þ. e. a. s. beita aðferðum Hamsuns, en í gagnstæðum tilgangi. Á svipaðan hátt vildi Halldór Laxness skapa and- stæðu eða mótvægi við „Gróður jarð- ar“, þegar hann samdi „Sjálfstætt fólk“ ... Það sem hamlaði Fadejev var senni- lega, að hann fékk smámsaman alltof einhliða skoðun á Hamsun; hann ein- faldaði vandamálin með þeim hætti að það skaðaði hans eigin sköpunarkraft. Þessvegna lauk hann aldrei við skáld- verkið „Síðasti Údeginn"; þessvegna varð hann hvítur fyrir hærum .... í uppkasti að kvikmyndahandriti árið 1938 (það lauk hann aldrei við heldur) leggur Fadejev eftirfarandi mælska spurningu fyrir sjálfan sig: „Hvernig á að finna mjög einfaldan bónda eða verkamannsson árið 1920 með greindar- stig Hamsuns?“ „Greindarstig Hamsuns" — í þessum orðum felst greinilega öfund í garð Hamsuns. Árið 1946 birtist skáldsagan „Unga varðliðið“ (Molodaja Gvardíja), hetju- saga um hóp rússneskra andspyrnu- manna. Fadejev — sem bæði var mis- túlkaður og fullkomlega flokkshollur — varð að þola þá auðmýkingu að umskrifa skáldsöguna og gera hana enn öflugri í lofi um flokkinn í nýrri útgáfu 1951. Á þessum árum gránaði hár hans enn ... Árið 1939 skrifaði Fadejev í grein: „Sumir segja að við eigum að taka okk- ur til fyrirmyndar hæfileikamennina í hópi rithöfunda í Vestur-Evrópu og Ameríku, til dæmis menn einsog Hem- ingway. En við megum ekki gleyma, að við skrifum um hluti sem torveldara er að skrifa um. Að skrifa um gamlar til- finningar . . . er miklum mun auðveld- ara en búa til fyrirmyndir nýrra manna í nýjum heimi.“ Þessi orð sýna í hnotskurn þá ein- földun sem Fadejev gerði sig sekan um og sem varð honum svo örlagarík — bæði í lífi og list. Árið 1954 lét Fadejev prenta nokkra kafla úr nýrri skáldsögu, „Málmbræðsla“ (Tsjornaja Metallúrgíja) — skáldsögu sem honum fannst hann eiginlega vera pólitískt skyldugur að skrifa, þareð hann hafði um árabil verið formaður rithöf- undasamtakanna eftir stríð, en þetta hafði ömurlegar afleiðingar fyrir höf- undargáfu hans: Hann lauk aldrei við söguna, og átti það án efa sinn þátt í að knýja hann til sjálfsmorðs. Um þetta leyti mældi hann sig við ann- an mikinn norrænan rithöfund, því í lít- illi grein frá 1955 segir hann: „Laxness er einn af máttugustu lista- mönnum samtímans. Einungis óvenjuleg ást á eigin þjóð getur alið af sér svo skáldlega og svo fullkomlega manneskju- lega bók.“ Það var þýðing á „Sjálfstæðu fólki" sem Fadejev hafði lesið — fyrstu skáld- sögu Laxness sem kom út í Sovétríkjun- um eftir Stalín-skeiðið. Fadejev segir öfundarfullur: „Já, uppspretta þessa fagra lofsöngs hefur verið samkennd hans með örlög- um eigin þjóðar, þjóðar sem hefur verið svo kúguð og svo svívirt og svo skap- sterk". „Skapsterk“ — einmitt það sem Fad- ejev sjálfan skorti. í bréfi frá 28. marz 1955 segir Fad- ejev enn: „Meðal vestrænna samtíðarmanna er erfitt að koma auga á jafnoka Laxness í bókmenntunum. Og hann er mjög norrænn.“ Fadejev hugsar einnig um Hamsun — og Ibsen; því hann nefnir seinna í sama bréfi, að hann sé enn einu sinni búinn að lesa „Pétur Gaut“. Ári síðar skaut Fadejev sig — fimm árum á undan Hemingway. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.