Samvinnan - 01.10.1968, Side 43

Samvinnan - 01.10.1968, Side 43
MARTIN NAG: RÚSSNESKUR HARMLEIKUR Sunnudaginn 13. maí 1956 framdi Aleksander Fadejev (1901—1956) sjálfs- morð. Hann varð aðeins 55 ára gamall. Frá því í febrúar 1956, þegar hið afdrifa- ríka 20. flokksþing var haldið, hafði hann verið önnum kafinn við að skrifa ríkis- saksóknaranum bréf eftir bréf, þar sem hann fór þess á leit að fjölmargir ein- staklingar, sem hefðu verið fangelsaðir á röngum forsendum, yrðu látnir lausir, meðal þeirra sonur skáldkonunnar Önnu Akhmatóvu. Byrði sektar og samábyrgðar varð Fadejev ofraun. Hann vissi að hann var tákn Stalín-skeiðsins í menningarlífinu: í örvæntingunni varð sjálfsmorðið hinzta hetjudáð. Fyrir ekki alllöngu hefur ungverski rit- höfundurinn Antal Hidas (f. 1899), sem sjálfur sat mörg ár í einum fangabúðum Stalíns og sem Fadejev hafði eitt sinn reynt að hjálpa til að losna úr búðunum, skrifað um fund sinn við Fadejev lát- inn: „Við göngum inn. Hátt uppi á tveimur koddum, nakinn að beltisstað, liggur Fadejev. Munnurinn er opinn. Hægri höndin lafir niður . . . Við hlið hans — skammbyssa. Ég afber þetta ekki nema eina sek- úndu. Ég skjögra útúr herberginu. Nei, ekki óp, heldur einskonar dýrslegt öskur brýzt framaf vörum mér. Ég fel mig af blygðun." Hver var Fadejev? Hann var í þeim stóra hópi hæfileika- manna í rithöfundastétt sem kom fram á þriðja áratug aldarinnar. Árið 1927 skrifaði Fadejev skáldsöguna „Ósigurinn" (Razgrom), þar sem hann byggir á eigin reynslu í rússnesku borgarastyrjöldinni. í þéttum, samþjöppuðum hlutlægnisstíl í líkingu við Hemingway samdi hann verk, sem orðið hefur sigilt í sovézkum bókmenntum fyrir nakinn, epískan frá- sagnarhátt. Gorkí uppgötvaði strax Fadejev frá. sjónarhæð sinni í Sorrento á ítalíu. í grein, sem hann skrifaði 1928 fyrir til- mæli Romains Rollands, gaf hann yfirlit yfir straumana í nýjum rússneskum bókmenntum og sagði meðal annars: „Liðið ár hefur fært okkur allmarga rithöfunda sem vert er að veita eftir- tekt og sem vekja bjartar vonir. Þeir eru: Fadejev, höfundur skáldsögunnar „Ósigurinn", Andrei Platanov . . .“ Orðin sýna, að Gorkí var tiltölulega rúmur í dómum sínum. Að vísu var hann síðar óljós í afstöðu sinni til Platanovs (1889—1951), hins rússneska Kafka, sem var ofsóttur á Stalín-skeiðinu og lézt í fullkominni gleymsku, en hefur nú vakn- að til lífsins aftur í bókmenntaheimin- um. Hvað sem því líður, þá kom Gorkí strax auga á sérkenni höfunda einsog Fadejevs og Platanovs. Nordahl Grieg hefur dregið upp mynd af Fadejev einsog hann hitti hann á rithöfundaþingi í Valencia 1937, meðan á spænsku borgarastyrjöldinni stóð: „Við hlið mér sá ég hið bjarta og unga andlit Rússans Fadejevs undir gráu hár- inu.“ Fadejev var einungis 36 ára þá, ári eldri en Grieg — en þegar orðinn nálega hvítur fyrir hærum. í dagbók sinni frú júlíbyrjun 1937 nefnir Fadejev einnig Grieg; milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing: „Martin Andersen-Nexö, Alekseí Tol- stoí, André Malraux og Nordahl Grieg eru á allar hliðar umkringdir karlmannleg- um, sólbrenndum andlitum verkamanna og bænda hinnar hetjulegu spænsku þjóðar.“ Grieg hlýtur að hafa kynnzt skáldsögu Fadejevs, „Ófarir“, í Moskvu á árunum 1933—34, og má vera að fundur hans við Fadejev á Spáni 1937 hafi átt þátt í að kristalla í huga hans leikritið „Neder- laget“ (Ósigurinn)? Á fjórða tug aldarinnar átti Fadejev í miklum erfiðleikum með skáldsögu sína, „Síðasti Údeginn“ (Poslednií iz Udege). Fjögur fyrstu bindin komu út á árunum 1929—36, og stuttir útdrættir voru prent- aðir 1941. En Fadejev glímdi alla ævi við þetta skáldverk, án þess að fá lokið því — svo ekki var furða þó hann yrði snemma hæruskotinn . . . Hann langaði til að lýsa því, hvernig innfæddur þjóðflokkur, Údegar austur í Síberíu, þar sem hann var sjálfur alinn upp, tók skrefið frá frumstæðum þjóð- félagsháttum og beint inní sósíalisma. Fadejev dáði Hamsun — það var æsku- ást. Hann kunni langa kafla úr „Pan“ utanbókar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma langaði hann til að skapa and- hamsúnska skáldsögu í „Síðasti Údeg- inn“, þ. e. a. s. beita aðferðum Hamsuns, en í gagnstæðum tilgangi. Á svipaðan hátt vildi Halldór Laxness skapa and- stæðu eða mótvægi við „Gróður jarð- ar“, þegar hann samdi „Sjálfstætt fólk“ ... Það sem hamlaði Fadejev var senni- lega, að hann fékk smámsaman alltof einhliða skoðun á Hamsun; hann ein- faldaði vandamálin með þeim hætti að það skaðaði hans eigin sköpunarkraft. Þessvegna lauk hann aldrei við skáld- verkið „Síðasti Údeginn"; þessvegna varð hann hvítur fyrir hærum .... í uppkasti að kvikmyndahandriti árið 1938 (það lauk hann aldrei við heldur) leggur Fadejev eftirfarandi mælska spurningu fyrir sjálfan sig: „Hvernig á að finna mjög einfaldan bónda eða verkamannsson árið 1920 með greindar- stig Hamsuns?“ „Greindarstig Hamsuns" — í þessum orðum felst greinilega öfund í garð Hamsuns. Árið 1946 birtist skáldsagan „Unga varðliðið“ (Molodaja Gvardíja), hetju- saga um hóp rússneskra andspyrnu- manna. Fadejev — sem bæði var mis- túlkaður og fullkomlega flokkshollur — varð að þola þá auðmýkingu að umskrifa skáldsöguna og gera hana enn öflugri í lofi um flokkinn í nýrri útgáfu 1951. Á þessum árum gránaði hár hans enn ... Árið 1939 skrifaði Fadejev í grein: „Sumir segja að við eigum að taka okk- ur til fyrirmyndar hæfileikamennina í hópi rithöfunda í Vestur-Evrópu og Ameríku, til dæmis menn einsog Hem- ingway. En við megum ekki gleyma, að við skrifum um hluti sem torveldara er að skrifa um. Að skrifa um gamlar til- finningar . . . er miklum mun auðveld- ara en búa til fyrirmyndir nýrra manna í nýjum heimi.“ Þessi orð sýna í hnotskurn þá ein- földun sem Fadejev gerði sig sekan um og sem varð honum svo örlagarík — bæði í lífi og list. Árið 1954 lét Fadejev prenta nokkra kafla úr nýrri skáldsögu, „Málmbræðsla“ (Tsjornaja Metallúrgíja) — skáldsögu sem honum fannst hann eiginlega vera pólitískt skyldugur að skrifa, þareð hann hafði um árabil verið formaður rithöf- undasamtakanna eftir stríð, en þetta hafði ömurlegar afleiðingar fyrir höf- undargáfu hans: Hann lauk aldrei við söguna, og átti það án efa sinn þátt í að knýja hann til sjálfsmorðs. Um þetta leyti mældi hann sig við ann- an mikinn norrænan rithöfund, því í lít- illi grein frá 1955 segir hann: „Laxness er einn af máttugustu lista- mönnum samtímans. Einungis óvenjuleg ást á eigin þjóð getur alið af sér svo skáldlega og svo fullkomlega manneskju- lega bók.“ Það var þýðing á „Sjálfstæðu fólki" sem Fadejev hafði lesið — fyrstu skáld- sögu Laxness sem kom út í Sovétríkjun- um eftir Stalín-skeiðið. Fadejev segir öfundarfullur: „Já, uppspretta þessa fagra lofsöngs hefur verið samkennd hans með örlög- um eigin þjóðar, þjóðar sem hefur verið svo kúguð og svo svívirt og svo skap- sterk". „Skapsterk“ — einmitt það sem Fad- ejev sjálfan skorti. í bréfi frá 28. marz 1955 segir Fad- ejev enn: „Meðal vestrænna samtíðarmanna er erfitt að koma auga á jafnoka Laxness í bókmenntunum. Og hann er mjög norrænn.“ Fadejev hugsar einnig um Hamsun — og Ibsen; því hann nefnir seinna í sama bréfi, að hann sé enn einu sinni búinn að lesa „Pétur Gaut“. Ári síðar skaut Fadejev sig — fimm árum á undan Hemingway. 43

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.