Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 55
A 50 ára afmœli NAF í Kaupmannahöfn; frá vinstri: P. Nyboe Ander- sen, frú Lis Groes, fyrrverandi verzlunarmálaráðherra Dana, og maður hennar Ebbe Groes, formaður stjórnar NAF og forstjóri FDB, danska samvinnusambandsins. sína í markaðsmálum, þar á meðal, að Danmörk, Noregur og Svíþjóð haldi fast við um- sóknir sínar um inngöngu í Efnahagsbandalagið. Jafnframt því sem neitun Frakka í desember á liðnu ári slökkti vonir okkar um evrópskt samstarf, a. m. k. um ófyrirsjáanlegt árabil, varð hugmyndin um eflingu nor- ræns samstarfs nærtækari en fyrr. Hér er ekki um að ræða neitt fráhvarf frá Evrópu, en ég held, að Norðurlönd hafi nú bæði raunverulega möguleika á og beri skylda til að gera raunhæft átak í því skyni að færa hina evrópsku samein- ingarhugmynd fram á leið. í ljósi þessa var það eðiiiegt skref af hálfu dönsku ríkis- stjórnarinnar að hafa for- göngu um norrænan forsætis- ráðherrafund nú í aprílmán- uði. Mikilvægasti árangur þessa fundar er, að eining hef- ur náðst um það, að tími sé til kominn að stíga nýtt skref í efnahagssamstarfi Norður- landa og í framhaldi af því ákvörðunin um að leggja fram ákveðnar tillögur, sem taki til mikils fjölda verkefnasviða. Ef vilji stjórnmálamanna er fyrir hendi í öllum löndunum, ætti þetta að geta myndað grund- völl að útvíkkun samstarfsins, sem getur orðið til hagsbóta fyrir öll Norðurlönd. í framhaldi af forsætisráð- herrafundinum hefur nú verið sett á stofn norræn embættis- mannanefnd og níu starfs- nefndir, sem hver um sig ann- ast sitt tiltekna starfssvið. Starfsnefndirnar munu allar hefja störf, áður en sumarleyfi byrja, og stefna að því að geta gefið skýrslur til yfirnefndar- innar í byrjun nóvember, þann- ig að ýmsar tillögur ættu að geta legið fyrir í árslok, en það er hinn stutti frestur, sem ákveðinn var á forsætisráð- herrafundinum. Það starf, sem hér með er hafið, er unnið með aukið norrænt samstarf fyrir augum, en um það var sam- staða á ráðherrafundinum. í fyrsta lagi á samstarfið að vera á evrópskum grundvelli, sem felur í sér, að það á að styrkja aðstöðu hinna einstöku landa til að öðlast aðild að hinu evrópska samfélagi. í öðru lagi verður það að vera í samræmi við skuldbindingar okkar innan EFTA. Það má ekki heldur hagga við utan- ríkis- og öryggismálastefnu einstakra Norðurlanda, og loks á samstarfið að tryggja hæfi- legt jafnvægi á milli kosta og ókosta fyrir allar aðildarþjóð- irnar. í þessu virðist mér vera fólgið frumskilyrði þess, að hið norræna frumkvæði geti borið ávöxt. Það er nýjung, að menn taki nú mikinn fjölda verk- efna, sem hægt er að vinna að á samnorrænum grundvelli, upp til rannsóknar og mats sem samstæða heild. Með því móti opnast leiðir til þess, að kostum og ókostum megi dreifa jafnt á öli Norðurlönd. Stefnan í tolla-, viðskipta- og landbúnaðarmálum, svo og fjármagnssamstarfið, verða höfuðatriðin í útfærslu hins norræna samstarfs. Gagnvart þessum þremur sviðum hafa Norðurlönd þó ekki að öllu leyti sömu hags- muna að gæta. Frá norskri og finnskri hlið eru hagsbætur á fjármagnssviðinu án efa mik- ilvæg forsenda þess, að þessi lönd samþykki tollabandalag og samstarf á sviði landbún- aðar. Af danskri hálfu er þvert á móti uppbygging samstarfs á sviði landbúnaðar frumskilyrð- ið. í Svíþjóð geri ég ráð fyrir, að veigamestu hagsmunirnir séu í sambandi við tollabanda- lagið. Einmitt þessi mismunur gerir það ljóst, að aðeins með því að kanna öll svið í einu er hægt að ná jákvæðu jafnvægi á milli kosta og ókosta fyrir hvert einstakt land. Ég get ekki rætt hér nánar um þessi svið eða mörg önnur, þar sem unnið verður að til- lögum um aukið samstarf, en ég vil gjarna gera nokkrar at- hugasemdir um möguleikana á auknu samstarfi innan efna- hagslífsins, og þar með talið sérstaklega iðnaðarins. Ég veit, að þar er um að ræða vanda- mál, sem unnið er að lausn á innan Norræna samvinnusam- bandsins og yfirleitt í sam- starfinu á milli hinna norrænu samvinnusambanda. Ef norrænu tollabandalagi verður komið á fót, verzlun með landbúnaðarvörur gerð frjálsari og auðveldað verður að flytja fjármagn á milli Norðurlanda, myndast betri skilyrði fyrir raunhæft nor- rænt samstarf innan efnahags lífsins, ekki sízt þó innan iðn- aðarins. Norðurlönd eru svæði í miklum iðnaðarvexti og flytja sífellt meira út af iðnaðar- varningi. Norðurlönd mynda einnig innbyrðis sívaxandi markað fyrir iðnaðarvörur. í öllum löndum fer vaxandi neyzla stöðugt batnandi iðn- aðarframleiðslu, þar sem ekki sízt gæði vörunnar og það hvernig hún er seld skipta máli. Það ætti að opna leiðir fyrir fjölbreyttari framleiðslu, þar sem kostir sérhæfingar innan hinna ýmsu iðngreina á Norðurlöndum ættu að geta nýtzt mjög vel. Því er ekki að leyna, að sam- starfið á milli norrænna iðn- fyrirtækja kemst oft þannig á, að fyrirtæki í einu af Norð- urlöndum lendir í erfiðleikum, sem leiða það af sér, að önnur norræn fyrirtæki með meira bolmagn koma til skjalanna. Jafnvel þótt veikari fyrirtæk- in glati sjálfstæði sínu í slíkum tilvikum, getur slík þróun eigi að síður verið gagnleg fyrir efnahagslíf viðkomandi lands. En samt væri óskandi, að iðn- fyrirtæki á Norðurlöndum gætu í auknum mæli samein- að hagsmuni sína í samstarfi tveggja jafn sterkra aðila. Ef hið norræna iðnaðarsam- starf á að geta þróazt á sam- ræmdan hátt, er því án efa þörf á raunhæfari stuðningi. Þau fyrirtæki, sem gengur vel, eru oft upptekin við að endur- bæta eigin rekstrarsvið sín, og þau gera sér ekki alltaf ljóst, hversu mikið getur áunnizt við að ganga í tæka tíð til sam- starfs við fyrirtæki í skyldum greinum iðnaðar á öðrum Norðurlöndum. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort ekki sé þörf á aðila, sem hafi frumkvæði að því að efla sam- starf á sviði iðnaðar á Norður- löndum. Mér virðist það vera mál, sem sé íhugunar vert fyr- ir samtök iðnaðarins á hinum ýmsu Norðurlöndum. Innan samvinnuhreyfingar- innar á Norðurlöndum er þeg- ar fyrir hendi slíkur aðili, þar sem er Norræna samvinnusam- bandið, er getur haft frum- kvæði í slíkum málum, og ár- um saman hefur verið mjög traust samstarf á milli stjórna hinna einstöku samvinnusam- fcanda. Það er þess vegna eðli- legt, að þegar hafa náðst samningar um iðnaðar- samstarf á sviði samvinnu- rekstrarins. Ég er sannfærður um, að þetta samstarf sé enn hægt að víkka innan ramma núverandi efnahagssamstarfs á Norðurlöndum; og ef þessi rammi verður færður út með tilkomu norræns tollabanda- lags og frjálsari tilflutnings fjármagns, þá verður grund- völlurinn fyrir samstarfi sam- vinnufélaganna enn bættur. Það er von mín, að þessir möguleikar verði notaðir á ár- angursríkan hátt, og að þann- ig náist enn betri árangur en hingað til, jafnframt því sem slíkt samstarf vísi veginn fyr- ir hliðstætt samstarf á vett- vangi einkaframtaksins. Ég sagði áðan, að útvíkkað norrænt samstarf yrði að vera á evrópskum grundvelli. Það er aldrei hægt að ætlast til þess, að Norðurlönd geti orðið sjálf- um sér næg. Og einnig í þessu tilliti virðist mér, að samstarf samvinnufélaganna á Norður- löndum sé fyrirmynd, sem margt megi læra af. Þetta samstarf stendur að miklu leyti opið samvinnusamtökum í öðr- um löndum Evrópu, og þróun- in gengur í þá átt, að þetta evrópska sjónarmið verði stöð- ugt greinilegra. Ég hef þess vegna fulla ástæðu til þess, fyrir hönd dönsku ríkisstjórn- arinnar, að þakka Norræna samvinnusambandinu fyrir mikilsvert framlag sem braut- ryðjandi aðili fyrir hagnýtu norrænu samstarfi, sem stend- ur opið hinum stóra heimi, og ég óska því heilla og ham- ingju við áframhaldandi starf í sömu átt á komandi árum. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.