Samvinnan - 01.10.1968, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.10.1968, Qupperneq 31
taka glas þegar ég er mædd en þegar ég fer í samkvæmi, enda er tilhugsunin um mannamót í sjálfri sér upp- lífgandi. En meðan öllu þessu fór fram varð ég að stunda skóla- nám og var sískrifandi. Þegar ég var orðin átján ára var ég farin að senda sögur og fá synjanir frá nálega öllum stærri timaritum vestanhafs. Ég ritstýrði líka skólatímarit- inu og vann næstu fjögur ár- in við skólablaðið og dagblað staðarins. Á sumrin og í öðr- um fríum vann ég mér inn peninga fyrir fötum og öðrum nauðsynjum, en borgaði 10% launanna heim. Helzta tóm- stundagaman háskólaáranna voru endalausar umræður við samstúdenta og prófessora yf- ir óteljandi kaffibollum. Öll þessi ár virtist lífið svo fullt af hlutum sem þurfti að læra eða framkvæma, að það var hrein- asta sóun á tíma og pening- um að verja tímanum til drykkju, auk þess sem slíkt hjálpaði mér engan veginn til að kynnast fólki nánar, heldur einungis til að sjá það breyt- ast. Núna, þegar til voru pen- ingar fyrir áfengi og það var ævinlega til heima, hafði ég tamið mér að taka glas að- eins sjaldan. Þar við bættist, að mér fannst ég geta beint tilfinningum mínum inn á braut skáldskapar og þannig gert mér mat úr þeirri mæðu og vonleysi, sem ég kynni ella að hafa reynt að drekkja í áfengi. Jafnvel erfiðið við að skrifa var meir hrífandi en drykkja hefði nokkurn tíma getað orðið, og árangurinn var áþreifanlegur og jákvæður. Eftir að ég kom til íslands fyrir tuttugu árum og gerði mér ljóst, hve fárra skemmt- ana var þá völ, eða hve konur áttu fárra kosta völ, og jafnvel allir landsmenn, einkanlega vegna þess að það sem ekki hafði tíðkazt áður mátti með engu móti gera, því það gæti sýnzt skrýtið, þá hefðu von- brigðin kannski ýtt mér út í áfengisneyzlu, ef ég hefði verið búin að venja mig á það. í stað þess knúðu þau mig til starfa í einrúmi, eins og til dæmis skrifta, sem þörfnuð- ust ekki félagslegrar viður- kenningar eða sinnulausrar þátttöku hópsins. Opinber uppörvun til hóf- lausrar drykkju er mjög mikil og víðtæk í Reykjavík, og hið tiltölulega rólega borgarlíf veitir Reykvíkingum meiri tíma til að drekka og að því er virðist meiri peninga til þeirra hluta en íbúum sveitanna, sem verða að vinna alla virka daga og reyna að bæta sér það upp á laugardagskvöldum. En hér eru ekki neinar góðborgaraleg- ar reglur um áfengisneyzlu. Hófsemd er að líkindum ekki meðfædd og hefur ekki kom- izt í tízku ennþá. Enda þótt harðsnúnir ein- staklingshyggjumenn og hug- rakkir umbótamenn njóti virðingar, eru þessir einstak- lingar ekki formælendur hóf- stillingar í drykkjuvenjum. Einstaklingshyggja þeirra kem- ur fram í öðrum myndum. Umburðarlyndið gagnvart viðskiptaháttum, siðgæði, lög- um og trúarbrögðum og hið samúðarfulla sjálfræði sem menn njóta í flestum sínum gerðum, séu þær framkvæmd- ar undir áhrifum áfengis, nær ekki til persónulegra drykkju- venja einstaklingsins. Gestur- inn styggir engan með því að neita að reykja, en sá sem neitar að drekka eða þekkir takmörk sín á sviði drykkjunn- ar, hann vekur þegar í stað tortryggni. Það eru óskráð lög, að hann verði annað hvort að telja sig drykkjumann eða bindindismann. Þar fyrirfinnst enginn meðalvegur. Allir útlendingar, sem búið hafa á íslandi um lengri tíma, hafa orðið að þola að eðlileg lífsgleði þeirra væri alvarlega bæld af íslendingum, sem eru ekki að eðlisfari lífsglaðir. Þeg- ar útlendingar hafa þannig verið bældir og þrúgaðir, eru þeir óspart hvattir til að „drekka og sleppa fram af sér taumnum". Hvers vegna verða þeir að drekka til að sýna hrif- næmi og kæti, fyrst þeir geta verið hrifnir og kátir þegar þeir eru algáðir? Alltof marg- ir íslendingar ganga út frá því sem vísu, að allir menn séu innhverfir, og virðast alls ekki geta gert sér í hugarlund, að til séu annars konar einstak- lingar og áhugamál. Allt leiðir þetta til mestu vonbrigðanna í sambandi við áfengisneyzlu á mannamótum: þeim mun meira sem menn drekka, því ómannblendnari verða þeir. Prófessor í viðskiptafræðum skýrði eitt sinn fyrir nemend- um sínum lögmálið um minnk- andi arð með þessum orðum: „Fyrsta glasið bragðast vel og veitir góða líðan, annað glasið hefur jafnvei enn betri áhrif. Þriðja glasið hefur ekkert bragð, en veitir góða líðan, en glösin sem síðan eru drukkin rugla í stað þess að örva, þann- ig að lögmálið um minnkandi arð fer að verka þegar til- finningin sem maður fær jafn- gildir ekki þeim fjármunum og tíma sem lagðir eru út.“ Þegar maður drekkur, eru dómgreind hans og ályktunar- hæfni, minni hans og líkam- legt jafnvægi skert. Því sam- hengislausari, órökvísari og gleymnari sem hann verður, þeim mun meira verður hann að leggja að sér til að fylgjast með því sem fram fer um- hverfis hann, og þeim mun lengra dregur hann sig inn í sjálfan sig. Hann heyrir slæ- lega, augun gera honum grikk, tímaskyn hans glatast, við- brögð hans slævast, en með öllu því ónotaða afli, sem áfengið hefur hlaðið upp í honum, getur hann samt valdið vandræðum. Hann starir ráðleysislega á fólk og finnst hann vera settur hjá. Reiður yfir því lemur hann frá sér til að gera fólkinu (og sjálf- um sér, því hann er ónæmur fyrir flestum áhrifum) ljóst að hann sé viðstaddur. En því meir sem hann reynir að draga til sín athyglina, þeim mun neikvæðari verða áhrifin, því hann er að verða öllum til leið- inda, skaðræðis eða háska. Stundum lætur hann undan einmanakenndinni, sem of- drykkjan hefur vakið með hon- um, og muldrar sundurlaust við sjálfan sig eða vatnar mús- um. Hvað sem öðru líður, hef- ur drykkjan ónýtt þá fyrirætl- un hans að komast í nánari snertingu við aðra. Alltof oft er honum hulið, að vinátta sem alin er í ölæði er gleymd minn- ing um leið og flöskunni er lokið, og að til eru aðrar leiðir öruggari en áfengisneyzla til að komast nær öðru fólki, ef einungis er reynt að beita hug- myndafluginu og ekki látið sitja við hugsunina eina, held- ur hafizt handa. Amalía Líndal. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.