Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 53
búið að ganga jrá öllu saman, og engu var líkara en fólk hefði verið lostið töfrasprota, því strax í júní tók styrktarfé að streyma inn. Og þetta var á elleftu stundu. Framköllunarverkstœðunum hafði þegar verið gefið leyfi til að fyrirfara hinum dýr- mœtustu frumeintökum (negatívum), sem þannig var bjargað á síðustu stundu. Rétt um sama leyti komu til Parísar stofn- endur kvikmyndasafnsins við Museum of Modern Art í New York, sem þá var einmitt í burðarliðnum, og samband náðist einnig við British Film Institute, sem einnig var ný- stofnað. Þannig urðu til nœr samtímis, en þó án vitneskju hvert um annað, þrjú fyrstu kvikmyndasöfn í veröldinni, sem höfðu á stefnuskrá sinni varðveizlu og sýningar lista- verka á sviði kvikmynda. Þetta var fjarri því að vera nein tilviljun: öll eru þessi kvikmyndasöfn lokaniðurstaða mikillar vakningar í kvikmyndamálum, sem hreyfði við hugum fólks á árunum 1916 til 1930. Að vísu voru seinustu kvikmyndaklúbbarn- ir hœttir störfum, kvikmyndagagnrýni útaf- sofnuð og öllu þessu raunar lokið, en vakn- ingin náði að gera hugmyndina um kvik- myndasöfnin að veruleika áður en hún var öllu. Þegar Henri Langlois segir það stutt og laggott, að hugmyndin um kvik- myndasöfnin hafi orðið að veruleika, þá er í orðum hans fólgin hlédrægni sem hann getur leyft sér í skjóli þess að hver sæmilega menntaður maður á þessu sviði veit og þekkir hvert orðið er starf þessarar stofnunar undir hans stjórn í rösk þrjátíu ár. Án þessarar stofnunar og hinna tveggja, sem áður er getið og einnig höfðu forustuhlutverki að gegna í þess- um málum, væri einfaldlega ekki til kvikmyndasaga vesturlanda nema sem slitrur af endurminningum gamalmenna. Samhengi kvikmyndamála væri öldungis lokuð bók og væntanlegir höfundar kvikmynda hefðu enga fortíð á að byggja í grein sinni, ógrynni af óbætanlegu sögulegu heimildarefni væri með öllu glatað og nútímamenning okkar undra- miklu fátækari en hún þó er. Pyrstu sjö starfsár Kvikmyndasafns- ins í París var það rekið með fjárfram- lögum styrktarmanna, en naut ekki op- inberra fjárveitinga. Þótt það á þess- um árum yrði að sjá á bak margri ger- seminni í kvörn eyðileggingarinnar vegna skorts á fjármunum til að kaupa, var þó undramörgu bjargað, því að þeim tíma loknum voru í safninu 35.000 kvik- myndir, kópíur og frumeintök. Stríðsárin varð safnið að vera í felum fyrir þýzka innrásarliðinu og tókst það fyrir mörg og sundurleit kraftaverk, en vissulega er það kaldhæðið, að þetta safn, sem þannig tókst að fela fyrir Þjóðverjum, geymdi að stríðslokum einu eintökin, sem þá voru til af mörgu því bezta, sem Þjóðverjar hafa afrekað á sviði kvikmyndagerðar — en sjálfir höfðu þeir brennt frumeintökin og allar tiltæk- ar kópíur í nafni yfirburða sinna í valda- tíð kanslarans að Hetjuhöll. Síðan 1948 hefur safnið haft þá starf- semi óslitið, sem vissulega er ekki minnst um vert — reglulegar sýningar á mynd- um sínum, fyrst í örlitlum sal við Avenue de Messina, síðar í Musé de 1‘Homme og nú síðari árin einnig í Chaillot-höllinni, þannig að daglega skipuleggur það sex sýningar í tveim stórum sýningarsölum. Þótt hugmyndin, sem liggur að baki því að safna þessum verðmætum og varðveita þau, sé ómetanleg þá er smiðs- höggið varla rekið á slíkt starf fyrr en reglulegar sýningar kvikmyndanna hefj- ast, því þá fyrst komast verkin í lífrænt samband við þá sem þau eiga erindi við, og þannig verður stofnun eins og kvik- myndasafn víðtækur áhrifavaldur í lista- lífi einnar þjóðar. Skorti slíka starfsemi í menningarhfið verður það ótrúlega miklu fátæklegra. Flestir yngri kvikmyndahöfundar, sem framúr skara í Frakklandi í dag, hafa gert þá játningu, að án sýninga Kvik- myndasafnsins væru þeir ekki það sem þeir eru. Sýningar safnsins eru orðnar líkt og sjálfsagt skyldunám fyrir hvern þann, sem kvikmyndir vill stunda í því landi. Safnið er einnig í hæsta máta lif- andi stofnun, ekki einasta í því tilliti að það vísi á bug því hlutverki að hauga upp verðmætum sínum í þögn og virðu- leik bak við heiminn, eins og orðið hefur hlutskipti svo margra safnandi stofn- ana, heldur hefur það einnig borið gæfu til að marka sér í daglegri önn sinni stefnu, sem orðið hefur heilladrjúg útá- við. Á ég þar við fordómaleysi í stjórn- málum, kynþáttamálum og trúmálum, sanna skapandi alþjóðahyggju á tímum klofnings og missættis í heiminum. Þessi afstaða hefur gefið stofnuninni svo alþjóðlegt mót, að segja má að hún sé langt yfir þessar takmarkanir hafin — enda má rekja áhrif Kvikmyndasafns- ins í París vítt um veröldina, og hhð- stæðar stofnanir eru nú til í nærfellt 40 löndum, flestar að mjög miklu leyti sniðnar eftir Parísarsafninu og stefnu- miðum þess. Henri Langlois hefur stýrt safninu frá upphafi og verið óþreytandi að leita uppi eintök verðmætra mynda og skipu- leggja sýningar safnsins ásamt Mme Meerson. Lætur nærri að safnið geymi nú um 60.000 eintök kvikmynda auk full- komnasta tæknibókasafns í veröldinni, og er þá ótalið fyrirferðarmikið safn gamalla kvikmyndagerðartækja, leik- tjalda og handrita, sem seint yrði metið til fjár. Alþjóðlegt mót stofnunarinnar og fordómaleysi hefur orðið til þess að koma á margháttuðum og víðtækum tengslum við sundurleitustu erlenda að- ila. Með því móti hafa margar gersemar borizt safninu. Persónuleg tengsl Lang- lois sjálfs eru þar ekki hvað lítilvægust eins og fram kom í viðureign hans við skriffinnana úr utanríkisráðuneytinu á dögunum. í krafti þeirra óhemju fjár- muna, sem franska ríkið hefur á síðari árum lagt stofnuninni til, átti að víkja gamla manninum frá og setja vatns- greidda embættismenn ráðuneytisins í sæti hans. Þá hótuðu bæði Rússar og Bandaríkjamenn að innkalla þau eintök, sem í safninu væru sem persónulegt lán til Langlois. Reyndist það vera hartnær helmingur safnsins. Fyrir þessu og mót- mælum kvikmyndafólks hvaðanæva úr veröldinni varð ráðuneytið að lúffa, og því situr þessi eldhugi enn við stýrið og heldur áfram starfinu, sem hafið var fyrir röskum 30 árum og löngu er orðið að næsta ótrúlegum alþjóðlegum áhrifavaldi. □ □ □ Nú má víst spyrja hvaða erindi þessi frásögn eigi við íslendinga, sem lagt hafa allan sinn doða og skammdegisdrunga í það að leiða hjá sér list 20. aldarinnar, kvikmyndina. En því er til að svara, að nýlega hefur dómsmálaráðuneytið sam- þykkt stofnskrá fyrir íslenzkt Kvik- myndasafn, sjálfseignarstofnun, sem að vísu ber ekki stóran heimanmund úr hlaði en setur sér það mark í upphafi að standa fyrir sýningum úrvalskvik- mynda, sem annars væru hér ósýndar, og að koma upp með tímanum safni sí- gildra kvikmynda. Einnig er verkefni þess að kanna bæði og kynna almenna kvikmyndasögu og safna gögnum til kvikmyndasögu íslands sérstaklega — einnig að safna og skrásetja hverskonar heimildarefni um ísland, sem til er á filmu. Vissulega mætti reka upp stór augu við þessar fréttir og segja sem svo: Hvað vill hefðarlaus þjóð á þessu sviði vera að búa sér til kvikmyndasögu? En var- legt er að fullyrða neitt fyrirfram ellegar gefa sér staðreyndir án athugunar. Fyr- irfram er það harla ólíklegt að íslend- ingar komi þar nærri sem vegamót verða í kvikmyndasögunni. Þó er Jóhann Sig- urjónsson höfundur leikritsins á bak við mynd Viktors Sjöströms „Bjerg Ejvind“. Sú mynd er ekki ómerkur áfangi í ferli síns höfundar, sem er einn af tindunum í evrópskri kvikmyndasögu. Samt hefur mér vitanlega ekkert eintak af þessari mynd verið til í landinu fyrr en nú að Kvikmyndasafnið hefur pantað sýning- areintak til eignar. Einhver mundi líka reka upp stór augu ef safnað yrði saman öllu því efni, sem tekið hefur verið upp á kvikmyndafilmu hérlendis allt frá því fyrir aldamót — sumt er að vísu löngu glatað en annað er áreiðanlega til hér og hvar um veröldina. Leit að slíku efni verður aldrei gerð af einstaklingum, til þess þarf stofnun í samvinnu við alþjóð- leg samtök á þessu sviði — og til þess þarf fjármagn, sem fyrst um sinn verð- ur líklega að koma frá skilningsríkum styrktaraðilum því það væri með ólík- indum ef sú kynslóð sem nú situr við æðstu völd í landinu tæki að sinna þess- um sviðum að neinu gagni. En fáist ekki nauðsynlegur styrkur úr þeirri átt verður stofnunin að bíða í reifum þangað til ný kynslóð með nú- tímalegri menningarsjónarmið tekur við af þeirri sem nú drottnar og virðist líta á imbakassann sem endanlega og eilífa lausn allra menningarmála í bráð og lengd. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.