Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 28
og enda þótt sums staðar leyn- ist meira líf með þeim en barnaverndarnefndunum, þyrftu þær engu að síður að færa verulega út kvíarnar og endurbæta starfsemi sína. Loks má geta þess, að ekki væri óviðeigandi, að í ráðu- neyti því, sem fer með uppeld- is- og menntamál, sæti þó ekki væri nema einn uppeldisfróð- ur maður. Það er óneitanlega hálf neyðarlegt, að á þessum æðsta stað, musteri þekkingar- innar, skuli vanþekking í upp- eldismálum eiga sér öruggt hæli. Ég treysti mér ekki til að ræða ítarlega á þessum vett- vangi um skólamál okkar ís- lendinga og þær uppeldisskyld- ur, sem á skólunum hljóta að hvíla. Um þessi mál hefur auk þess verið rætt og ritað svo mikið undanfarið, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að bæta einhverju þar við. Bent hefur verið á, hversu mikið skorti á, að skólarnir miðli þeirri þekkingu, sem nauðsynleg má teljast nútíma- mönnum og þjálfi hugsun þeirra nægilega vel. Mikið hef- ur verið rætt um gallað fræðslukerfi, úreltar kennslu- bækur og slæmar kennsluað- ferðir. Ekki verður þó gagn- rýnin á íslenzka skóla minni, þegar vikið er að uppeldishlut- verki skólanna í þrengri merk- ingu. íslenzki skólinn er þess alls ekki megnugur að hafa nein teljandi áhrif á skap- gerðarmótun nemenda sinna, temja þeim viðeigandi um- gengnisvenjur, auka siðferðis- styrk þeirra og þjálfa þá í eðlilegri tjáningu. Meðan skól- inn getur ekki sinnt þessum verkefnum að neinu ráði, fer því víðs fjarri, að hann rísi undir því ætlunarverki, sem nútíma samfélag þarfnast. Eins og ég sagði, hefur mikið verið rætt og ritað um skóla- mál að undanfömu. Og skyldi ætla, að verulegra umbóta væri von á næstunni. En það er til marks um það, hversu langt getur stundum verið á milli orða og athafna forystumanna í þjóðmálum, að á sama tíma sem þeir tala hvað fjálglegast um endurbætur, semja þeir sjálfir og samþykkja lög, sem skera skólamálum landsins svo þröngan stakk, að enginn veg- ur er að koma neinum umbót- um við, fremur hitt, að til stöðnunar leiði. Það getur virzt af framan- skrifuðu, að mig hafi borið langt af leið í umræðum um áfengismál. En það er trú mín, að áfengisvandamál sé fyrst og fremst uppeldismál. Því betra og traustara uppeldi sem ís- lenzk æska fær því minni hætta er á, að hún noti áfengi sér til skaðsemdar. Áfengi er í sjálfu sér hvorki hollt né skaðlegt og því er ekki ástæða til að fordæma það. Það er þroski og persónustyrkur neyt- andans, sem kveður á um skaðsemi þess eins og svo íslenzk tunga á í fórum sín- um mikinn sæg fallegra orða um vín og víndrykkju, orð, sem koma mönnum í hátíðaskap, er þeir taka sér þau í munn. Við segjum, að einhver sé hýr, tölum um að lyfta geði, vera við skál, svo að eitthvað sé nefnt, og síðast en ekki sízt eru orðin áfengi og áfengur ljómandi falleg orð. En þessi hátíðlegu orð eru því miður í litlu samræmi við drykkjusiði og menningu íslendinga og gera nú lítið annað en að gefa til kynna, að kannski hafi þeir einhvern tíma haft gaman af að drekka. Einstöku rómantísk skáld nota ennþá orðið „áfeng- ur“ um kvöldloftið, en oftar ber þetta fallega orð fyrir augu okkar með hrollvekjandi við- aukum, svo sem áfengisvanda- mál, áfengisböl eða viðlika samsetningi, ef ekki fylgir þá margs annars. Ég sé enga dyggð i algjöru bindindi full- þroska fólks, fremur en í meinlætalifnaði. En það er hins vegar aðalsmerki hins vel- þroskaða og heilbrigða manns að gæta hófs í hvívetna og því ætti hófstilling að vera mark- mið allra, sem að uppeldismál- um vinna og bera farsæld ís- lenzkrar þjóðar fyrir brjósti. Sigurjón Björnsson. mynd af „dauðanum við stýr- ið“ eða visinni konu með hungruð börn, sem eru að bíða eftir pabba. Með hverju árinu sem líður eykst það magn áfengis, sem rennur niður ís- lenzka hálsa, líkast því sem menn helli taumlaust í sig áfengum drykkjum til þess að gleyma, hvað það getur verið gaman að drekka þá. Góð vín eru búin til sem gleðigjafi líkt og svo margt annað, sem mannkindin hefur fundið sér til sem stundar- gamans í amstri og erfiði lífs- baráttunnar. Og sem betur fer hafa þau gegnt því hlutverki með sóma um ótaldar aldir, glatt og kætt og „hýrt glatt mann“. Andlega heilbrigðum einstaklingi er eðlilegt að unna sjálfum sér afþreyingar og gleði, geta losað um hömlur daglegra anna og glaðzt með glöðum. Fæstir eru i vandræð- um með að finna táradalina í lífinu, svo að ástæðulaust virðist að hafa sektarkennd af að kætast yfir glasi öðru hverju. Einhver leiðinlegasta málsgrein, sem íslenzkri tungu hefur áskotnazt, hefur mér alltaf fundizt vera þessi sú hin fræga: „Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér, enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ Það væri skemmtilegt eða hitt þó heldur, ef fólk tæki að lifa eftir þessari spek- inni. En þessi víðfræga máls- grein á sér marga talsmenn, og hvergi fleiri en meðal þeirra manna, sem tekið hafa að sér að gera áfengisdrykkju að áfengisböli. Á einhvern undar- legan hátt hefur þessum mönn- um tekizt að koma inn hjá næstum allri íslenzku þjóðinni þrúgandi samvizkubiti og sektarkennd, sem er á góðum vegi með að gera listina að drekka áfengi að ómerkilegri skrílmennsku, og það var varla upphaflegt áform þeirra. Sæmandi drykkjumenning í þjóðfélagi er órækur vitnisburð- ur um heilbrigða þjóðfélags- þegna, en eins og ástandið er nú, er það verðugt rannsókn- arefni fyrir sálfræðinga, á hvaða leið við erum að þessu leyti. Áfengisverzlun ríkisins skip- ar þann heiðurssess í þjóðfé- lagi okkar að hafa ein umboð til þess að miðla okkur guða- veigunum. Menn skyldu því ætla, að nokkur hátíðablær réði húsum í þeirri stofnun. Og persónulega finnst mér skemmtilegt að ganga þar um sali og virða fyrir mér rikulegt úrval alla vega litra vína, sem glóa þar á hillum. En Adam er ekki lengi í Paradís: Á inn- römmuðu skilti á vegg uppi vakir vofan; þar stendur skrif- að feitu letri: „Áfengi má ekki afhenda né veita neinum, sem er bersýnilega ölvaður, og ekki heldur yngri mönnum en 21 árs. Kaupandi áfengis skal jafnan sanna aldur sinn með vegabréfi eða á annan full- nægjandi hátt.“ Áfengisbölið hefur rekið fram ásjónu sína. Menn líta flóttalega í kringum sig til þess að vita, hvort nokk- ur er þarna inni sem þekkir þá, þrifa það sem hendi er næst, fleygja seðlum á borð- ið og hraða sér út með synd- ina á bakinu. Um þá fáu veit- ingastaði, sem hafa áfengi á boðstólum, er svipaða sögu að segja. Þegar prúðbúið fólk kemur að staðnum til þess að eiga gleðistund með góðum vinum, verður þegar við úti- Guðrún Helgadóttir: ÞANKAR UM AFENGISDRYKKJU 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.