Samvinnan - 01.10.1968, Qupperneq 46

Samvinnan - 01.10.1968, Qupperneq 46
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON: VALDID OG LJÓÐIÐ Who would, for preference, be a bard in an oral culture, obliged at drunken feasts to improvise a eulogy of some beefy illiterate burner, giver of rings, or depend for bread on the moods of a Baroque Prince, expected, like his dwarf, to amuse? After all, it‘s rather a privilege amid the affluent trajfic to serve this unpopular art which cannot be turned into background noise for study or hung as a status trophy by rising executives, cannot be „done“ like Venice or abridged like Tolstoy, but stubbornly still insists upon being read or ignored: our handful of clients at least can rune . . . (The Cave of Making, úr „About the House“ eftir Auden, London 1966) Heimsstyrjöldin síðari færði mönnum heim sanninn um, að mannkyninu er ógnað af öflum, sem koma bæði utan frá og innan frá. í fyrsta sinn í sögunni er gjöreyðing mannkynsins framkvæm- anleg, og séu hafðir í huga ýmsir atburð- ir og aðgerðir síðustu styrjaldar, þá er hún hugsanleg. Einnig eru hugsanlegar breytingar á samfélagi manna sem gætu mótað manninn til þess horfs, að hann yrði torþekktur sem „homo sapiens". Sá hryllingur, sem markaði síðari styrjöldina svo mjög, kom alls ekki á óvart, Ýmsir höfðu séð, að hverju fór, og þá einkum skáldin. Aðvörunarrödd þeirra var ekki sinnt fremur en rödd þeirra fáu manna, sem skáru sig úr hópi hins gráa fíokks stjórnmála- og áhrifamanna, er mótaði stefnu þeirra ríkja, sem helzt hefðu getað hamlað gegn ósköpunum. Það hefur verið sagt, að helztu áhrifamenn í stjórnmálum upp úr aldamótunum hafi verið meðalmenn og það sama gildir um áhrifamenn milli styrjaldanna, en skýring skammsýni þeirra liggur ekki í meðalmennskunni, heldur í því, að þá skorti flesta þá heild- arsýn og ábyrgðarfestu, sem fyrrum fylgdi klassískri heimsmynd og algildri speki trúarbragða. Meira og minna af þeim kenningum í sálfræði, sem þóttu nýstárlegastar um og eftir aldamótin, átti sér hliðstæðu í ritum kirkjufeðra og miðaldaheimspeki, en í þeim ritum vógust þær við kvaðir og skyldur krist- inna manna, sem síðan héldu mönnum í andlegu jafnvægi. The Waste Land Eliots tjáir betur ástandið og andrúmsloftið milli styrjald- anna heldur en viðamikil sagnarit. Hann notar nútímamálfar og lifir sjálfur upp- lausnina og öryggisleysið. Hann magnar verkið með tilvitnunum til kyrrstæðari tímabila og verka sem tjá þau. Hrynj- andi verksins er nútímaleg og grunn- tónninn er ýmist örvinglun eða von, en það fer eftir því hvort það er metið með hliðsjón af eilífðarkennd eða tíma- kennd. Hjá Eliot er tímakenndin alltaf samfara tómi og upplausn, eilífðar- kenndin samfara reglu og festu. Slíkt verk sem The Waste Land (1922) hefur ennþá ekki komið fram á okkar dögum, enda vafasamt að skáld geti náð inntaki okkar tíma vegna þess að al- gjör eyðing er hugsanleg og hin hrylli- legustu glæpaverk verða ekki tjáð með orðum; sérhver tilraun til þess myndi enda í flatneskju. Reynsla, sem er hinu- megin við raunveruleikamúrinn, verður ekki tjáð með venjulegum orðum; slík reynsla er fjarri því sem raunskyn manna nær. Þetta gildir um ýmsa at- burði úr síðustu styrjöld, sem aðeins verða túlkaðir í „absúrdisma". Hrylling- ur fyrri tíma var túlkaður í listum og bókmenntum, þótt hann væri yfirþyrm- andi, því hann varð skilinn og skynjað- ur, hugsanlegur. Nú á dögum verður hryllingurinn ekki skynjaður; hann er meiri en svo, að mannshugurinn geti gert sér mynd af honum, nema skekkta og bjagaða, absúrda. Raunveruleikinn er úr tengslum við mennskt skyn. Menn hafa íeyst úr læðingi öfl, sem þeir ráða ekki við og geta ekki skilið nema abstrakt eða í tölum og táknum stærðfræðinnar. Mennsk hegðun tók á sig róbótsnið í fyrri styrjöld, sem er jafnfjarlæg til skynjunar mennskum skilningi. Vegna þessarar þróunar er harmleikurinn dauð- ur; harmleikur nútímans verður flatn- eskjuleg skopstæling á harmleik, ef á að tjá hann með hefðbundnum hætti og mennsku máli; hann er of ægilegur til slíks. Þessi yfirþyrmandi og ómennski raun- veruleiki birtist einnig í hinu ópersónu- lega ríkisvaldi okkar tíma. Vald, sem getur brennt upp hundruð þúsunda lif- andi vera á andartaki, kæft sex milljónir manna í gasklefum og látið milljónir veslast upp í fangabúðum, er ekki mennskt heldur djöfullegt, þótt ástæð- an fyrir því sé nefnd „þjóðfélagsleg nauðsyn". Þetta vald er raunveruleiki vorra tíma. Gamaldags mannvonzka er skiljanleg, en sljór róbótismi nútímans er af allt öðrum toga og gjörsneyddur öllu því sem hingað til hefur verið nefnt mennskt. Róbótinn er hugsjón ríkisvalds nútímans: fullkomlega ábyrgur þjóð- félagsþegn, sem aðlagar sig öllum kröf- um ríkisvaldsins. Hann fellur inn í heild- ina og er hið persónugerða meðallag hagskýrslnanna, sem hefur alhæft gildi. Statistíkin er tákn tímanna. Einstak- lingur, sem er meðallag allra annarra, er ekki til á guðs grænni jörð; slikt fyrir- brigði er mesta lygasaga allra tíma, en við þetta eru aðgerðir miðaðar. Bismarck sagði á sínum tíma, að djöfullinn hefði fundið upp statistíkina, enda má nota hana með einkar góðum árangri. Æðsta hugsjón ríkisvaldsins er aukin fram- leiðsla, efnahagsleg velferð þegnanna, þ. e. aukin þægindi og aukin kaup- geta. Allt, sem stuðlar að þessu, er talið siðferðilega rétt, en frávik frá þessum kenningum rangt. Til þess að þetta megi takast á sem stytztum tíma, þurfa allir að leggjast á eitt, og sú er hin ábyrga þjóðfélagsafstaða. Vilji og þarfir ein- staklingsins utan þessa takmarks eru neikvæð samkvæmt kenningunni. Ríkis- valdið mótar siðferðið: það sem er því hagkvæmt er gott. Þar með er mat góðs og ills ekki lengur bundið æðri vizku eða siðferðiskröfum trúarbragðanna, heldur er það hagkvæmnisatriði. Mað- urinn ræður ekki lengur sjálfur sínu lífi; hann verður að brjóta meira og minna niður í sjálfum sér til að lifa sem hag- kvæmustu lífi fyrir ríkið, heildina, þjóð- félagið. Menntun er öll í hendi ríkisins, afþreying í formi skemmtana og lestrar- efnis er miðuð við meðallagið, og ríkis- valdið ákveður þetta efni ýmist beint eða óbeint víða í löndum. Þegninn er mótaður í það form, sem valdinu er hagkvæmast; múgmaðurinn mótast, og ríkið tekur að síðustu á sig form, sem var einkenni frumstæðustu ættflokka- samfélaga, þar sem allir lutu boði höfð- ingjans eða ættföðurins. Efnishyggja og skammsýni eru helztu einkenni nútíma múg- eða velferðar- þjóðfélaga. Öll æðri vizka og persónuleg tjáning í listum og bókmenntum, sem ekki samþýðist þörfum þjóðfélagsins, er til trafala og verður með tímanum tal- in hættuleg. Sú menningarlega stétta- skipting, sem þegar er staðreynd í flest- um ríkjum, verður æ gleggri. Ríkisvald- ið ýtir undir með því að hlúa að því, sem talið er hagstæðast til að móta þæg vinnudýr. Smekkur á listir og bókmennt- ir koðnar niður meðal fjöldans; fjölmiðl- unartæki eru öll miðuð við meðallagið og sljóvga og fletja smekkinn. Misræmi í listasmekk er áberandi; sönnust túlkun tíðarandans er oft talin sjúkleg og af- skræmileg, fals og lygi, og sótzt er eftir útsöluxómantík og smánarlegum eftir- öpunum, ósönnum og inntakslausum. Sums staðar eru gerðar tilraunir til að 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.