Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 26
Að vísu er skipulag baráttunn- ar gegn áfengisbölinu í molum og um of til hennar sparað, en þetta er ekki eina orsök erfið- leikanna. Við bætist það, að haldgóða þekkingu á vanda- málinu skortir tilfinnanlega. Að sálfræði, læknisfræði og fé- lagsfræði snúa hliðar, sem enn eru að nokkru huldar myrkri. Það er brýn þörf víð- tækra vísindalegra rannsókna á orsökum og eðli drykkju- skapar. Viðfangsefnið er eng- an veginn einfalt. Það sýnist því flóknara sem það er betur skoðað. En með aukinni þekk- ingu munu möguleikarnir vaxa til áhrifaríkrar læknismeð- ferðar. Fyrir þessu hafa er- lendir fræðimenn nú opin augu, og þegar er víða unni'ð að grundvallandi rannsóknum á þessu sviði. Ónóg vitneskja Það háir einnig baráttunni, að menn þekkja ekki nægilega vel umfang vandamálsins. Eng- inn veit til neinnar hlítar, hve stórfelldar fórnir þjóðin fær- Sigurjón Björnsson: AFENGIS- VANDAMÁL Á Um fá mál hefur meira ver- ið ritað og rætt en áfengis- vandamálið. Og ekki hefur heldur skort á aðgerðir aðrar: Efnt hefur verið til samtaka, skipaðar nefndir og ráð, gerð- ar samþykktir, samin lög og reglugerðir, haldnir fundir o. fl. o. fl. Allar götur síðan fyrir aldamót hafa menn barizt af vígamóði gegn áfengisbölinu. Og hvert er þá orðið okkar starf? Hvernig má það vera, að enn þann dag í dag skuli þetta vandamál vera jafn óleyst og það var fyrir meira en hálfri öld? Er það þá svona miklum mun torveldara við- ureignar en öll önnur vanda- mál, sem við höfum átt við að glíma? Er það torleystara en sjálfstæðismál þjóðarinnar var? Illvígara en landhelgis- stríðið? Meiri vágestur en berklarnir? Svo mætti ætla, því að á sama tíma og við höfum sigrað í fyrrgreindum styrjöld- um, hefur engu lagi verið kom- ið á Bakkus kóng. Þetta einstaka árangursleysi ir vegna áfengisneyzlunnar í landinu. Vinnustundir glatast, vinnuafköst minnka og vinnu- gæði spillast. Slys verða á mönnum með lemstrun eða dauða og eignir skemmast. Lögbrot allskonar eru framin og glæpir. Uppeldi barna spill- ist, og geðræn og líkamleg heilsa heimilisfólks er í veði. Fjöldi manna er bundinn við réttarstörf, löggæzlu, heil- brigðisþjónustu og við sölu og veitingu áfengis. í stuttu máli sagt, óhemju verðmætum er fórnað á altari óreglunnar — en hve miklum? Það veit enginn, og því er gagnger at- hugun á þessari hlið málsins einnig brýn. Sem nákvæmust skýrslugerð þarf að fara fram. Með slíkum skýrslum fá þeir, sem baráttuna heyja, gott vopn í hendur. Hlutlæg fræðsla, sem byggð er á þekk- ingu, er ómissandi í viðleitn- inni til að breyta almennings- álitinu í heilbrigt horf, og fátt örvar valdhafa meir til átaka en sterkt almenningsálit. Alfreð Gíslason. ÍSLANDI gefur vissulega tilefni til þess að líta yfir farinn veg og hug- leiða í hverju baráttan gegn áfengisbölinu hefur verið fólg- in og íhuga, hvort greina megi skekkjur og mistök, sem hindr- að hafi tilætlaðan árangur. Eitt hefur gengið sem rauð- ur þráður um alla baráttu gegn áfengisbölinu: að líta á áfengið sjálft sem orsök allrar ógæfu. Menn hafa ekki þreytzt á að lýsa því í sterkum litum og völdu orðskrúði, hve áfeng- ir drykkir væru voðalegir og skaðvænlegir. Og þá hlutu menn að álykta sem svo: Reyn- um að reka þennan illa fjanda af höndum okkar, bannfæra hann. Komum með öllum ráð- um í veg fyrir, að þjóðin neyti þessara skaðlegu drykkj a — og takist það, eru öll vandamál áfengisneyzlu leyst. Líklegt er, að megnið af baráttunni gegn áfengisbölinu geti fallið undir þessa formúlu. A. m. k. hefur óhemjumikil vinna og orka runnið í þeim farvegi. Það er ekkert smáræði sem menn hafa útmálað skaðsemi áfengis i því skyni að fæla fólk frá neyzlu þess, vekja hræðslu, andstyggð og viðbjóð. Hvatn- ingu hefur heldur ekki skort. Vinsælt hvatningarorð er að brýna fyrir unglingum að taka aldrei fyrsta staupið. Enn hef- ur mikið kapp verið lagt á að setja lög og reglur, sem hindra frjálsa notkun áfengra drykkja. Róttækast af því tagi voru bannlögin frægu, sem lögðu bann við því, að áfengi væri flutt til landsins og selt þar. Ýmis önnur lagafyrirmæli hafa verið sett svo sem kunn- ugt er. T. d. lög um að ríkis- valdið eitt geti verzlað með áfengi og að fjöldi sölubúða sé takmarkaður. Lög um að fólk innan 21 árs megi ekki kaupa áfengi né heldur neyta þess á veitingastöðum. Lög um, að áfengissala á veitingahúsum sé háð leyfi yfirvalda o. s. frv. Það fer því varla langt fjarri sanni, að aðaláherzlan hefur verið lögð á, að torvelda mann- inum að ná til áfengisins, af því að áfengir drykkir eru tald- ir skaðlegir. Og aðferðirnar hafa verið boð, bönn, hótanir, sektir, hvatningar og sefjunar- blandinn áróður, og svo sem til bragðbætis hefur þetta einatt verið kryddað með guðræki- legum prédikunum og siðferði- legum umvöndunum. Öll væri þessi viðleitni ágæt, ef hún hefði skilað sæmilegum arði. En svo er ekki, því að enn tölum við um áfengisböl og áfengisvandamál. Ber þá ekki að líta svo á, að menn hafi leiðzt á villugötur, og varla seinna vænna að reyna að snúa á réttari braut? Vissulega er það rétt, að áfengi sé þeim skaðlegt, sem ekki kunna með það að fara. En áfengir drykkir eru síður en svo einir um það. Skyldi það ekki verða æðimargt í nútíma þjóðfélagi, ef upp yrði talið, sem skaðlegt er óvaningum eða þroskalitlu fólki? Og myndi ekki það þjóðlíf verða harla fáskrúðugt, þar sem allt slíkt væri útlægt gert? Það dettur heldur engum í hug að fara þá leið. Á hinn bóginn er reynt að ala manninn svo upp, að hann læri að notfæra sér það sem umhverfis er, án þess að bíða tjón af. Jafnvel má til sanns vegar færa, að siðmennt- un þjóðar sé í því fólgin að öðrum þræði að kunna að notfæra sér gæði lífsins sér til gagns og gleði. Nú þykist ég heyra mótbáru: Áfengið hefur sérstöðu. í fyrsta lagi er það gagnslaust. í öðru lagi er það vandmeðfarnara en flest annað. Og í þriðja lagi leiðir af því almennt og víð- tækt böl, siðferðilega, heilsu- farslega og fjárhagslega. Ekki er ég viss um, að þessi marg- umtalaða sérstaða áfengra drykkja sé eins mikil og oft er látið í veðri vaka. En látum það liggja á milli hluta, því að röksemdir sem þessar hagga hvort sem er ekki því, að íhug- unarvert er, hvort ekki er rétt- ara að beina augunum að manninum, sem áfengis neyt- ir. fremur en að áfenginu. Ver- ið getur, að villan hafi einmitt verið fólgin í því, að öll áherzl- an hefur verið lögð á drykk- inn, en neytandinn hefur meira eða minna gleymzt. Ef við fylgjum þessum þræði hugsunar, verður líklega fyrst fyrir að velta því fyrir sér, hvers vegna fólk sæki svo mjög í að hafa áfengi um hönd. Svarið er eflaust einfalt: til þess að gleðjast, til þess að auka á vellíðan sína. Á flesta hefur áfengi þau áhrif, að þeir verða hýrari og léttari í skapi. Það lífgar samræður manna, losar tilfinningalífið úr höml- um og eykur hugmyndaflugið. En til þess að áfengi hafi þessi áhrif og ekki önnur, er óhjá- kvæmilegt, að sá sem neytir þess sé vel þroskaður bæði sál- rænt séð og siðferðilega, og til- finningalíf hans þarf að vera í nokkuð góðu jafnvægi. Skorti menn eitthvað að ráði í þessu efni, er ekkert líklegra en að þeir kunni sér ekki hóf í drykkjunni og að viðbrögð þeirra verði önnur og miklum mun óeðlilegri og óskemmti- legri. Það er varla vafa undirorpið, að viðbrögð manna við áfengis- neyzlu og drykkjusiðir almennt fara eftir andlegum þroska þeirra og jafnvægi. Þau við- brögð sýna betur en margt annað, hvort sálarlíf manns- ins starfar eðlilega. Þess vegna er sú staðreynd, að þjóð búi við áfengisvandamál, jafngild hinni, að mikill hluti þjóðar- innar sé andlega vanþroska og tilfinningalíf hans þvingað og óstöðugt. Slíkt verður vita- skuld ekki læknað með því að bannfæra áfengið. Með því móti er aðeins numinn á brott sá hvati, sem sýnir veilurnar í stækkunargleri, en sjálf mein- semdin er látin ósnert. Jafn haldlaust er að taka mið af því hvernig heilbrigður maður neytir áfengis og brýna fyrir mönnum að „drekka í hófi“. Eftir þeirri hvatningu geta ekki farið aðrir en þeir, sem þannig eru búnir andlega, að 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.