Samvinnan - 01.10.1968, Síða 40

Samvinnan - 01.10.1968, Síða 40
Þessi mynd birtist i einu af leyniblöðum Tékkóslóvaka eftir innrás Rússa. Textinn undir henni var: „Útför sovésk-tékkóslóvaskrar vináttu." stjórninni hefur þótt ástæða til að biðj- ast afsökunar á. Mannfall, eignatjón, brot á alþjóðalögum og hátíðlegum lof- orðum þykir allt smámunir þar á bæ, borið saman við það ef hermönnum í matarleit verður það á að rjúfa frið- helgi eplatrjáa á bandarískri lóð. Svo geta talsmenn ríkisstjórna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna haldið áfram að mótmæla að við lýði sé samkomulag þeirra í milli um afskiptaleysi af fram- ferði hvorrar annarrar á sínu áhrifa- svæði þangað til þeir ganga úr kjálka- liðunum, þeim verður ekki trúað að heldur. Ljóst er að í bráð auðvelda aðfarir sovéthers í Austur-Evrópu Bandaríkja- mönnum að ráða við upplausnartilhneig- ingar í Atlanzhafsbandalaginu, en þeg- ar frá líður verða áhrif atburðanna í Tékkóslóvakíu til að grafa undan hern- aðarbandalögunum báðum sem nú skipta Evrópu í tvennt. Enn einu sinni hefur sannazt að sú skipting álfunnar er óþol- andi til langframa. Nú þegar er áber- andi hve þess gætir í skrifum blaða í Vestur-Evrópu um innrásina í Tékkó- slóvakíu, að stjórnir Evrópuríkja eru hvattar til að yfirvega hverjar ráðstaf- anir sé unnt að gera til að afstýra því að slíkir atburðir endurtaki sig, sem sé hvernig aflétta megi setu bandarískra og sovézkra herja í löndum Mið- og Aust- ur-Evrópu. Engum blandast hugur um að það á enn langt í land, en æ fleiri kveða uppúr með að stefna beri að því marki. Þeim sem leitast við að gera sér grein fyrir orsökum hertöku Tékkóslóvakíu, ber saman um að hrein hernaðarsjónar- mið Sovétmanna hafi ráðið þar tiltölu- lega litlu. Kjarnorkuveldi eins og Sovét- ríkjunum má liggja í léttu rúmi hvort það hefur hersveitir við landamæri Bæ- heims og Bajern eða ekki. Sú breyting á hernaðaraðstöðu sem því fylgir, get- ur með engu móti gert það tilvinnandi að breyta Tékkóslóvökum úr tryggum bandamanni í óánægða, hersetna þjóð og strika út tékkóslóvaska herinn sem virkan þátt í liðsafla Varsjárbandalags- ins. Þar við bætast áhrifin af hernáminu á hermenn Sovétríkjanna og annarra Varsjárbandalagsríkja, sem kynnzt hafa af eigin raun hve óvelkomnir þeir eru. Loks hafa hernaðaraðgerðirnar veitt leyniþj ónustum Atlanzhaf sbandalagsríkj a einstakt tækifæri til að prófa í verki njósnakerfi sitt og fylla í eyður í vitneskjunni um hernaðarhætti og vopna- búnað Varsjárbandalagsins. Sýnt þykir að þegar allt kemur til alls hafi inn- rásin í Tékkóslóvakíu fremur rýrt hern- aðarmátt Varsjárbandalagsins en aukið hann. Herflutningarnir sjálfir gengu svo snurðulaust, að ljóst er að áætlanir um þá hafa verið undirbúnar löngu fyrir- fram. Aftur á móti fór allt í handa- skolum, þegar að því kom að fylgja hernaðaraðgerðunum eftir með pólitísk- um ráðstöfunum. Engin yfirvöld voru til taks til að koma i stað þeirra sem sett voru af, og engin var unnt að búa til í snatri. Þrautalend- ingin var viðræðurnar í Moskvu og það sem af þeim spratt. Öll ber þessi ráða- breytni með sér að innrásin hefur verið afráðin í skyndi án þess að gengið væri Svoboda forseti talar til verkamanna í raf- tœkjaverksmiðju og hvetur þá til einingar, umhugsunar og skynsamlegrar hegðunar. frá nokkrum framkvæmanlegum fyrir- ætlunum um hvað eftir skyldi fara. Tvennt virðist hafa ráðið mestu um að innrásin var gerð á þessum tíma. Annað atriðið er fjárhagsleg samskipti Tékkóslóvaka vestur á bóginn. Nokkrum dögum fyrir innrásina hafði verið kunn- gert í Prag, en jafnharðan borið þar til baka, að gengið hefði verið frá því í meginatriðum að Alþjóðabankinn veitti Tékkóslóvakíu lán til að standa straum af kostnaði í frjálsum gjaldeyri við aö 40

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.