Samvinnan - 01.10.1970, Page 14

Samvinnan - 01.10.1970, Page 14
VERKALÝÐS- HREYFING Verkalýðshreyfingin og þjóðfélagið Þröstur Ólafsson: Það sem gróðursett er á réttan hátt verður ekki rif- ið upp: það verður aldrei á braut borið sem vel er varðveitt. Það vekur virð- ingu niðjanna. Laó-Tse I. Ef selja á .vöru, eru miklar líkur til þess, að fyrir hana fá- ist hærra verð, sé hún seld af aðila, sem hefur einokunarað- stöðu á viðkomandi markaði, en ef hún þarf að keppa við vörur annarra seljenda. Þess vegna er skiljanleg sú tilhneig- ing, að seljendur vöru reyni að sameinast og tryggja sér þann- ig kosti einokunarinnar. Hagsaga nitjándu aldar ein- kennist allverulega af þeim árekstri, sem verður á milli seljenda, er vilja sameinast, og kaupenda, sem halda vilja samkeppninni, þvi það er ætíð kaupandinn sem borgar tíund einokunarinnar. Frá ofanverðri átjándu öld og allt fram undir seinni heimsstyrjöld mótar kredda laisser-faire mjög allar hag- fræðilegar hugmyndir manna. Við þetta bættust svo kenning- in um minnkandi afrakstur jarðarinnar og fólksfjölgunar- kenningar Malthusar. Laisser- faire fullyrðir, að frjáls sam- keppni milli framleiðenda tryggi bezt nýtingu auðæfa sérhvers þjóðfélags, og því sé bezt að gefa allt frjálst og eftirláta það eigin duttlungum. Einkum megi ríkið hvergi hindra frjálst samspil fram- boðs og eftirspurnar. í efnahagskerfi byggðu á hagfræðikenningum hinnar svokölluðu ensku klassikur buðu verkamenn fram vinnu sina eins og hverja aðra vöru á markaði, sem laut lögmálum framboðs og eftirspurnar. Ef nú ibúafjöldinn eykst og óhindruð samkeppni rikir á milli verkamanna, hljóta vinnulaun — að öllu óbreyttu — að lækka allt niður á lág- marksstig. Þannig var heimur verkalýðs átjándu og öndverðr- ar nitjándu aldar. Með stofnun verkalýðsfélaga er gerð tilraun til að hindra þetta með því að fá seljendur vinnu til að sameinast, þannig að þeir kepptu ekki lengur hver við annan með þeim afleið- ingum að launin lækkuðu. Þau eru þannig stofnuð sem varn- arbandalög verkamanna gegn hagkerfi hinnar rísandi borg- arastéttar. En fyrst með tilkomu vélar- innar, sem kom i staðinn fyrir vinnuafl, verða verkamenn að stétt i nútimaskilningi. Þján- ingasaga verkalýðsins byrjar fyrst eftir að auðvaldsskipu- lagið tekur að festa sig i sessi. Af skiljanlegum ástæðum voru atvinnurekendur ekkert áfjáð- ir i það að leyfa verkamönnum að sameinast. T. d. bannaði brezka þingið verkamönnum að mynda sambönd þegar árið 1799. í orði var atvinnurekend- um einnig skylt að hlýða þessu, en það reyndist aldrei annað en fyrirsláttur. Það er ekki fyrr en 1824, að samtakabanninu er aflétt; þar með verður verka- lýðshreyfingin að mikilvægu afli bæði efnahagslega og póli- tiskt. Fram að þeim tima hafði verkalýðshreyfingin nær ein- göngu barizt fyrir hærri laun- um og styttingu vinnudagsins, einkum fyrir börn og konur. Verkamenn höfðu i upphafi iðnbyltingarinnar sýnt and- stöðu sina gegn hungri, at- vinnuleysi og arðráni með því að snúast gegn vélvæðingunni og eyðileggja vélar. Var þetta vísbending um það, að verka- menn höfðu vaknað til með- vitundar um hag sinn og leit- uðu að orsökum eymdar sinn- ar. Almennt hefur þó hreyfing- in enn engin háfleyg efna- hagsleg — eða pólitisk — markmið. Hagkerfið var nýtt af nálinni og fyrstu viðbrögðin þvi leitandi og jafnvel feimnis- leg. En sérhver stétt hefur á ein- hverju þróunarskeiði sinu haft einhverja drauma um sjálfa sig og stöðu sína i þjóðfélag- inu. Það tekur oft langan tíma að gefa slíkum draumum fast- mótaða mynd. í draumnum leynist niðurbyrgð von, sem bíður eftir tækifæri til frelsun- ar. Draumur verkalýðsstéttar- innar var jafnrétti og mann- sæmandi lif — ekki yfirráð, drottnun og deiling. En þeir sem lægst eru settir í þjóðfé- laginu geta ekki blekkt sig á, að slíkt sé mögulegt, meðan ofar þeim standa aðrar stéttir voldugri og ríkari. Margs kon- ar kenningar, er flestar nefnd- ust sósíalismi, reyndu að skapa slikt riki á jörð. Með sósialisma hefst tilraun verkalýðsstéttar- innar til mótunar framtiðar- þjóðfélagsins og umbyltingar nútimans. Robert Owen hafði kynnt hugmyndir sínar um mannúð- legt þjóðfélag, bæði í orði og verki, en það var Thomas nokkur Hodgkin — enskur hag- fræðingur — sem setti fyrstur fram þá kenningu, í samræmi við viðurkennda hagfræði sins tima (Ricardo), að aðeins vinnan væri uppspretta auðs- ins, en bætti síðan við í and- stöðu við Ricardo, að því bæri veikalýðnum einum allt and- virði iðnaðarframleiðslunnar. Þar með var búið að byggja brúna, sem Marx og Engels siðar þeystu yfir, er þeir lögðu til atlögu við marghöfðaðan þurs auðvaldsskipulagsins. Inntak hreyfingarinnar hafði breytzt úr þvi að vera nokkurs konar varnarsamtök launþega gegn hungri og arðráni í það að verða þjóðfélagslegt bylt- ingarafl, sem boðaði nýtt þjóð- félag, þar sem þeir síðustu yrðu fyrstir, en þeir fyrstu siðastir. Framtíðin var orðin til á papp- irnum. II. Sérhver lifandi hreyfing tek- ur mið af því félagslega um- hverfi, sem hún þróast í. Ekk- ert mannlegt fyrirbæri hefur neinn ósveigjanlegan eða eilíf- an tilgang sem fylgja verður. Ef einhverjar félagslegar eind- ir hafa takmark, þá hafa þær gefið sér það sjálfar og er því í lófa lagið að breyta því. Fé- lagslegt takmark hinnar ungu verkalýðshreyfingar breyttist ört fyrstu áratugi tilveru henn- ar. Framundir 1820 berjast verkamenn á móti hinu al- valda riki (absolutisma) og jarðeigendum. Þeir ráðast á vélar og rifa þær niður, ekki af skemmdarfýsn eða tilfinninga- bræði, heldur voru það við- brögð við óþolandi ástandi, sem ekki bauð upp á neina valkosti. Uppúr 1820 áttaði verkalýðs- hreyfingin sig á þvi, að óvin- urinn var ekki ríki jarðeigenda og aðals, heldur voru verk- smiðjukerfið og borgarastéttin komin í hásæti þjóðfélagslegr- ar mótunar og valda. Verka- menn voru nú jákvæðir gagn- vart iðnvæðingunni, en afneit- 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.