Samvinnan - 01.10.1970, Side 17

Samvinnan - 01.10.1970, Side 17
Asgeir Blöndal Magnússon talar á útijundi verkamanna. Honum var vísaS úr Menntaskólanum á Akureyri 1930 jyrir skrij um „hreyjingu íslenzkrar öreiga- œsku“ í tímaritið Rétt. að hún er afl sem ekki verður gengið fram hjá né stjórnað í andstöðu við. En hún hefur sýnt vanmátt sinn í baráttunni gegn stríði, t. d. í upphafi fyrri heimsstyrjaldar þegar alþjóða- samband verkalýðsins hafði ákveðið allsherjarverkfall, en þingmenn verkalýðsflokkanna greiddu nær undantekningar- laust atkvæði með fjárveit- ingum til styrjaldarreksturs. Vanmátt sinn hefur verkalýðs- hreyfingin einnig sýnt með klofningnum á stjórnmála- sviðinu, sem fylgdi í kjölfar fyrri heimsstyrj aldar. í dag sætir verkalýðshreyf- ingin í neyzluþjóðfélögum hinna riku þjóða Vestur-Evr- ópu og Norður-Ameriku harðri gagnrýni, og dregið er í efa afl samtakanna og byltingarvilji. Þessi gagnrýni hefur einkum birzt í skrifum róttækra menntamanna, og skýrast kemur hún fram í ritum Her- berts Marcuses. Þeir telja að verkalýðshreyfingin sé orðin samgróin tækniþjóðfélaginu og sé ekki byltingarafl lengur. Hinn nýi tæknilegi starfsheim- ur sljóvgi hina neikvæðu af- stöðu verkalýðsins til þjóð- skipulagsins. Aftur á móti sé byltingarafl að finna i útjöðr- um þjóðfélagsins, hjá þeim sem ekki eru innlyksa í sérréttinda- heildinni. Þessi utangarðsöfl, sem neiti núverandi þjóðfé- lagskerfi, og byltingaröfl þriðja heimsins séu þeir aðilar sem knýja verði fram þjóðfélags- byltingu. Þessi gagnrýni hefur ekki hvað sízt komið fram vegna hægfara umbótabaráttu hinnar faglegu verkalýðshreyf- ingar í Vestur-Evrópu, sem skort hefur pólitískt inntak. Stúdentahreyfingin á síðustu árum hefur haldið mjög á loft þessari gagnrýni á verkalýðs- hreyfinguna og litið á sig sem eina byltingaraflið í þjóðfélag- inu. í tækniþjóðfélögum er þörfin á menntuðu starfsliði að leiða til þess, að menntamenn og stúdentar eru að verða hluti launavinnustéttarinnar. Og þó að gagnrýna megi og meta þurfi á nýjan leik afl verka- lýðshreyfingarinnar, þá er það fjarstæðukennt að líta á stúd- entahreyfinguna sem eina byltingaraflið i þjóðfélögum hinna riku þjóða, heldur hlýt- ur árangurinn i baráttunni við efnahagslegt og félagslegt mis- rétti í þjóðfélaginu að vera undir þvi kominn, að náin samvinna takist milli þessara umbyltingarafla í nútima þjóð- félagi. Verkalýðshreyfingin sem þjóð- félagsafl á íslandi Á síðustu tveim áratugum 19. aldar voru fyrst þær þjóðfé- lagsaðstæður fyrir hendi hér- lendis, sem sköpuðu forsendur fyrir myndun verkalýðshreyf- ingar, þ. e. tilvera ákveðinna starfsstétta og hæfilegt þétt- býli. Þá skóp þilskipaútgerðin sjómanna- og verkamannastétt við sjávarsiðuna, og vísir að iðnaðarmannastétt má finna á manntölum. Til þessara ára- tuga má rekja upphaf islenzkr- ar verkalýðshreyfingar með stofnun Prentarafélagsins gamla 1887, Sjómannafélagsins Bárunnar 1894, almennra verkamannafélaga á Akureyri og Seyðisfirði i april 1897 og í sama mánuði stofnun Hins ís- lenzka prentarafélags. Hér var um bernskuskeið hreyfingar að ræða, og langt að biða þess að um þjóðfélagsafl væri að ræða. Á þessu sama timaskeiði hasl- ar samvinnuhreyfingin sér völl, og þó að hún yrði hér á landi fremur hagsmunasamtök bændaalþýðu, þá var þó á þessu skeiði náin samvinna á milli þessara aðila, eins og áð- ur er getið. Á þessu bernsku- skeiði verkalýðshreyfingarinn- ar var aðeins sinnt hinni fag- legu baráttu stéttarinnar, enda voru stjórnmálin ekki bundin við stéttaskiptingu fyrr en sjálfstæðismálin leystust árið 1918. Hér á landi myndar verkalýðshreyfingin ekki stjórnmálafélög fyrr en árið 1915, með stofnun jafnaðar- mannafélags á Akureyri, og ári síðar er Alþýðusamband ís- lands stofnað, bæði landssam- band fagfélaga og stjórnmála- félaga verkalýðsins. Þetta ár, 1916, má með nokkrum sanni kalla upphafsár verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi sem þjóðfélagsafls. Þá vinnur fag- hreyfingin sinn fyrsta verk- fallssigur í Hásetaverkfallinu, og hin pólitíska hreyfing vinn- ur sigur í bæjarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík, þegar listi verkamanna fær þrjá menn kjörna af sjö í bæjarstjórn. Á tímabilinu fram til 1930 tekst verkalýðshreyfingunni að auka verulega áhrif sín i þjóð- félaginu. Atvinnurekendur finna sig knúða til að virða samtök verkafólks og mynda samtök gegn þeim, og æ fleiri verkalýðsfélögum tekst að fá viðurkenndan samningsrétt. Þegar heimskreppan skall á ár- ið 1930, voru hér á landi starf- andi 28 stéttarfélög verkafólks. Það segir mikið um mátt sam- takanna, að Alþingi setur árið 1924 vökulög um vinnutima há- seta á togurum. Fjórði tugur 20. aldar verður eflaust talinn lærdómsrikasti tíminn í sögu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar (sem enn er óskráð). Þessi ár heimskreppu, atvinnubótavinnu, vonleysis, fátæktar og fasisma mörkuðu djúp spor og juku stéttarþroska verkalýðsins. Þau sýndu að öll stéttabarátta er pólitísk bar- átta, og atvinnuleysingjabar- áttan á þessum áratug er sá skóli sem verkalýðshreyfingin byggir enn á. Hreyfingin var að vísu klofin á stjórnmálasvið- inu, en hin harða stéttabarátta og fjölmargir sigrar fagfélaga í vinnudeilum efldu verkalýðs- hreyfinguna. Vinnulöggjöfin, sem sett var af borgaraflokk- unum 1939, er til marks um óttann við afl verkalýðshreyf- ingarinnar, sem hún hafði ó- tvírætt sýnt i vinnudeilum; án þeirra sigra hefði þjóðstjórnin eflaust sett afturhaldssama vinnulöggjöf (eins og vinnu- veitendur dreymir nú um). Sú reynsla og þekking, sem verkalýðshreyfingin öðlaðist á fjórða áratugnum, gerði henni kleift að koma fram sem sterk- asta aflið í þjóðfélaginu. Henni tekst að brjóta á bak aftur þvingunarlög árið 1942, fá við- urkenndan 8 stunda vinnudag, vinna sína mestu kosninga- sigra, knýja stj órnmálaf lokk vinnuveitenda til stjórnarsam- starfs við báða verkalýðsflokk- ana 1944, leggja grundvöll að lífskjarabyltingu og auka kaupmátt tímakaupsins um 69% frá 1939 til 1945, og mest- ur hefur kaupmáttur tíma- kaups á íslandi verið árið 1947. Aldarfjórðungurinn, sem lið- inn er frá lokum seinni heims- styrjaldar, hefur hvað snertir baráttu verkalýðshreyfingar- innar einkennzt af viðureign- inni við verðbólguna. Kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur mótað kjarabar- 15

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.