Samvinnan - 01.10.1970, Side 30
Sundrung eða
samstaða?
en ég hlýt að setja fram mínar
skoðanir en ekki þeirra.
Hitt held ég að við getum
allir verið sammála um, að nái
það fram að ganga, að endur-
skoðuð verði ráðstöfun þess
fjármagns sem hið opinbera
leggur til landbúnaðarins, þá
sé öflugt stéttarsamband ís-
lenzkra bænda sá aðili, sem
bezt sé trúandi til að segja
fyrir um notkun þess. Einnig
að Stéttarsambandið sé heppi-
legasti aðilinn til að annast þá
skipulagningu framleiðslunnar,
sem mér virðist æ meir aðkall-
andi með hverju ári.
Eins vona ég að sem flestir
verkamenn og bændur verði
mér sammála um það, að sam-
einaðir geti þeir bætt beggja
kjör, og að þeir sýni þann vilja
sinn sem fyrst í verki.
Að lokum langar mig til að
draga fram nokkur þýðingar-
mestu atriðin í stuttu máli.
Helztu gallar núverandi kerf-
is eru:
1. Það stuðlar að úlfúð og
misskilningi milli framleiðenda
og neytenda, báðum til tjóns.
2. Það tryggir hvorki hags-
muni framleiðenda né neyt-
enda nægjanlega vel.
3. Það gefur rikisvaldinu of
mikil tækifæri til að hlaupast
undan ábyrgðinni á þessum
málum.
4. Það torveldar endurskipu-
lagningu til hagkvæmari nýt-
ingar þess opinbera fjármagns,
sem til landbúnaðarins er veitt.
Ljóst er, að úrbætur á þess-
um sviðum yrðu bæði fram-
leiðendum og neytendum til
góðs. Ljóst er einnig, að þessar
úrbætur verða ekki gerðar i
bráð nema bændur og launa-
menn taki höndum saman og
hrindi þeim í framkvæmd.
Bændur einir hafa ekki bol-
magn til þess, og ríkisvaldið
mun, eðli málsins samkvæmt,
aldrei hafa forgöngu um þær.
Það sem mér virðist að
stefna eigi að er, að öflugt
stéttarfélag bænda, í nánum
tengslum við Alþýðusamband
íslands, annist beina samninga
við ríkisvaldið um verðlag bú-
vöru og kjör bænda, og móti
ásamt ríkisvaldinu landbúnað-
arstefnuna á hverjum tima.
Einnig þarfnast Stéttarsam-
bandið aukinna valda til að
framfylgja þeirri stefnu.
Að lokum óska ég þess, að
bændur og launamenn megi i
framtíðinni vinna sameinaðir
að sameiginlegum hagsmuna-
málum sínum i stað þeirra
bræðravíga sem tiðkazt hafa
undanfarið.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Baldur Óskarsson:
L
Það unga fólk, sem upp vex
á íslandi, fær i fljótu bragði
ekki skilið hversu sjálfu sér
sundurþykkt og ósamstætt það
fólk er, sem i orði segist að-
hyllast félagshyggju.
Sé litið til þeirra landa, sem
næst liggja og okkur eru skyld-
ust, Norðurlanda og Bretlands,
blasir við allt annar þjóðmála-
grunnur. í þessum löndum eru
breiðir vinstriflokkar, sem ráð-
ið hafa mestu um framfarir og
mótun þjóðlífs áratugum sam-
an. Þessir flokkar eru fyrst og
fremst pólitiskt afl hinna
tveggja stóru félagshreyfinga í
viðkomandi löndum, verkalýðs-
og samvinnuhreyfingar, sem i
reynd hafa verið tvær greinar
á sama meiðinum, skipaðar
fólki með gagnkvæmum skiln-
ingi á hlutverki hvorrar hreyf-
ingar um sig. Þær hafa unnið
saman með órofa tengslum aö
umsköpun þjóðfélagsins með
velferð allrar alþýðu fyrir aug-
um.
Það er ekki hægt á þessum
vettvangi að rekja ýtarlega
upphaf og þróun þessara
tveggja hreyfinga né gera
nægiiega rökstudda grein fyrir
orsökum þess, að samskipti
verkalýðs- og samvinnuhreyf-
ingar eru með öðrum og ólik-
um hætti hér en í áðurnefnd-
um löndum. Hvort tveggja er
þó nauðsyn til að átta sig
nægilega á eðli málsins, og
mun ég freista þess að rekja
stuttlega nokkur atriði, sem
varpað gætu skýrara ljósi á
þennan veruleika.
II.
Samfara atvinnubylting-
unni í Vestur-Evrópu, sem
segja má að hefjist með iðn-
byltingunni í Englandi um
1750, verður landbúnaður ekki
lengur hin leiðandi atvinnu-
grein; til sögunnar koma nýir
og stórfelldari framleiðslu-
hættir, iðnaðarborgir risa og
ný stétt myndast: verkalýður-
inn. Jafnhliða koma einnig
fram nýjar frelsis- og þjóð-
ernisvakningar, hugsjónir og
hugmyndir, sem kröfur hinnar
nýju stéttar um mannréttindi
og lifskjör eru grundvallaðar á.
Verkamenn stofnuðu sérstök
stéttarfélög til að fylgja fram
kröfum sínum. Þau áttu í
fyrstu afar erfitt uppdráttar og
voru lengi vel bönnuð. í Bret-
landi var þetta bann afnumið
árið 1825. Á Norðurlöndum
hófst skipulögð barátta verka-
lýðsins fyrst fyrir réttum 100
árum.
Forgöngumenn verkamanna
sáu skýrt, að barátta fyrir
bættum kjörum var aðeins
einn þáttur þeirrar þjóðfélags-
byltingar sem gera þurfti.
Þannig voru sumir þeirra jafn-
framt hugsjónalegir feður
samvinnustefnunnar. Hlutverk
hennar skyldi vera að skapa
eigin verzlunarsamtök til að
hrinda arðráni kaupmanna,
selja ódýrari og betri vörur og
breikka þannig grundvöll lifs-
kjarabaráttunnar. Þannig er
samvinnuhreyfingin náskyld
og tengd verkalýðshreyfing-
unni, þjónar sömu markmið-
um, en þó með ólíkum hætti.
Þessar bræðrahreyfingar gerðu
sér líka ljósa grein þess, að til
að tryggja enn frekar fram-
gang baráttumála sinna þyrftu
þær að mynda sameiginlegt
stjórnmálaafl, sem jafnaðar-
mannaflokkarnir í Skandi-
naviu og Bretlandi hafa verið.
III.
Á íslandi var að myndun
þessara félagshreyfinga unnið
með öðrum hætti. Atvinnuþró-
unin var með ólíku móti og
mun hægari en í áðurgreindum
löndum. Það féll hér i skaut
hins gróna bændasamfélags að
innleiða samvinnustefnuna,
ekki sízt sem vopn til að vega
gegn hinu erlenda kaup-
mannavaldi, sem hélt öllu í
heljargreipum og hindraði
framfarir i landinu. Þannig
urðu samvinnufélögin beinlínis
þáttur í frelsisbaráttu þjóðar-
innar. Fyrstu skrefin voru stig-
in með endurreisn Alþingis
1845, lögfestingu verzlunar-
frelsis 1854 og stjórnarskránni
1874. Um það er að visu deilt,
að hve miklu leyti hinir gáfuðu
bændaleiðtogar Þingeyinga
hafi þekkt til samvinnufélaga
verkamanna í öðrum löndum.
Lög þeirra voru frá upphafi
einkennilega lík. Hlutverk
kaupfélaganna íslenzku var þó
tvíþætt: að selja afurðir bænda
og útvega brýnustu nauðsynjar
á lágmarksverði. Jafnframt
urðu kaupfélögin í reynd einn
helzti félagsmálaskóli þjóðar-
innar.
Árið 1882 er Kaupfélag Þing-
eyinga stofnað og Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga árið
1902. Litlu siðar umskapar
Hallgrímur Kristinsson Kaup-
félag Eyfirðinga að hætti
Rochdale-skipulagsins, og i lok
annars áratugsins eru sam-
vinnufélögin orðin að sterkum
og áhrifarikum samtökum.
Rétt fyrir aldamótin voru
stofnuð fyrstu verkalýðsfélög-
in. Prentarar í Reykjavík riðu
á vaðið 1887, en fyrsta verka-
lýðsfélagið sem verulega kveð-
ur að er Sjómannafélagið Bár-
an i Reykjavík, stofnað 1894.
Fyrsta almenna verkalýðsfé-
lagið er talið stofnað á Seyðis-
firði árið 1897. Verkamenn
sóttu félagshugmyndir sínar
einkum til annarra landa, en
þó að einhverju leyti einnig til
búnaðarfélaga, kaupfélaga og
góðtemplarareglunnar. Árið
1916 var Alþýðusambandið
stofnað, og þá fyrst fara verka-
menn að koma fram sem veru-
legt þjóðfélagsafl. Aftur á móti
höfðu verkamenn fram að
þessum tima litil afskipti af
kaupfélögunum.
Fyrstu áratugina í sögu þess-
ara tveggja félagshreyfinga á
íslandi var því um að ræða
nokkuð ólíka hagsmunahópa.
Enda staðfestist það, þegar
innanlandsmál verða grunnur
pólitískrar flokkaskipunar í
landinu. Þá voru stofnaðir tveir
stjórnmálaflokkar félags-
hyggjUfólksins: Alþýðuflokkur
og Framsóknarflokkur. Enda-
laust má þó deila um hvort
haldbærar pólitiskar röksemd-
ir hafi legið þessari tviskipt-
ingu til grundvallar. Þeir menn
sem að myndun þessara flokka
stóðu gerðu sér ljósa grein fyr-
ir gildi og mikilvægi þess, að
verkamenn og bændur ynnu
saman að þjóðfélagsbreyting-
um. Svo fór líka, að verkamenn
komu sér víða upp öflugum
kaupfélögum í bæjurn og til-
einkuðu sér samvinnustefnu,
og á þriðja og fjórða áratugn-
um tókst þessum hreyfingum
verkalýðs og samvinnumanna í
traustri samvinnu á stjórn-
málasviðinu að hrinda i fram-
kvæmd róttækum umbótum,
félagslegum og atvinnulegum,
sem fólkið i landinu hefur síð-
an byggt framfarasókn sína á.
28