Samvinnan - 01.10.1970, Page 31

Samvinnan - 01.10.1970, Page 31
IV. Það má segia, að við uophaf síðara heimsstríðsins hefjist sú þróun í íslenzkum þjóðmálum, sem leitt hefur til aukinnar andstöðu þessara hreyfinga. Hinum harðskeyttu baráttu- mönnum kommúnista óx mjög fiskur um hrygg á fjórða ára- tugnum og tókst í samvinnu við íhaldið að sundra verka- lýðshreyfingunni og auka á erfiðleikana í samskiptum verkalýðs og samvinnumanna. f kringum kaupfélagsskapinn í Reykjavík urðu einnig mikil pólitísk átök, sem ollu því að gagnkvæmt traust og skilning- ur milli KRON og Sambands- ins voru lengi vel ekki fyrir hendi. í lok fjórða áratugsins hófst til vegs sambræðslustjórna- kerfið, sem síðan hefur óslitið verið við lýði. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur allt frá kjördæma- breytingunni 1942, ef aðeins eru undanskilin vinstristjórn- arárin, verið sá aðiiinn, sem hefur getað valið sér sam- starfsaðila af vinstrivængnum, einn eða fleiri eftir atvikum. Valdhafar vinstriflokkanna hafa því æ síðan verið á póli- tísku uppboði. Afleiðing þessa kerfis er m. a. málamiðlunar- komplexinn, baktjaldamakkið og meiningarleysið í stjórnmál- unum. Og síðast en ekki sízt skal talin sú gífurlega brevting sem verður á lífshögum íslendinga eftir kreppuárin og hin mikla röskun í þjóðlífinu vegna bú- setubreytinga. Fyrst kemur til sú mikla tækni- og umbylting atvinnuveganna, sem vegna óvenjulegs dugnaðar fólksins skapaði stórfelldan þjóðarauð á skömmum tíma. Einnig urðu ýmsir aðrir atburðir, svo sem stríðið og setuliðsframkvæmd- ir, til að stórauka afkomu- möguleika fólks. Við hin auknu Askorun til reykvislcra verkamanna í marz 1913, þegar danski verktakinn við hajnargerðina aetlaði að lengja vinnutím- ann án hœkkaðs kaups. feim sem vinna eöa ætla að vinna við hafnargerð Reykjavíkur haía verið settir þeir kostir, að vinna almennt írá kl. 6 árd. til kl. 8 síðd., eða verða aí vinnunni ella. Verkmannafélagið Dagsbrún hefur komiö sér saman viö alla helstu vmnuveitendur bæjarins, um það, að almennur vinnudag-ur sé frá kl 6 árd. til kl. 6 síðd , og vinna þar framyfir só talin aukavinna og- borguð betur. Útlendingur sá, sem hafnarvinnunni stýrir, ætlar að kúga íslenska verkamenn til þess að samþykkja 12 tíma vinnudag, en landar hans, af verk- mannaflokki, berjast fyrir þvi allir, að lögleiða 8-stunda vinnudag. Þetta kúgunarboð mundi enginn maður komast fram með 1 nokkru siðuðu landi. Ætlið þið, verkamenn í Reykjayík, að brennimerkja ykkur sem skræhngja? Við verkamenn í höfuðstað landsins skulum ekki láta það ásannast, að þessi útlendi vinnuveitandi stjórni vinnutíma vorum, heldur skulu það vera vor einkunnarorð: fað eru viö. verkamenn, sem ráðum. Þeir sem vilja hag og heið.ur íslenskra verkamanna, verða að neita þessu boði, allir sem einn. Þeir sem ganga að kúgunar- kjörunum, setja blett á nöfn sín og verkmannastétt bæjarins 1 heild sinni, sem seint verður afmáður. cJKargir verfiamenn. fjárráð virðist almenningur hafa mjög fjarlægzt félagslega hugsun. Lífsþægindakapp- hlaupið verður meginmarkmið fólksins, en í því felst að eign- ast hús, bíl og öll möguleg heimilisbægindi, sem er í sjálfu sér eðlilegt. En allt annað gleymdist. Þjóðmálaumræða féll niður. Stjórnmálabaráttan einkenndist af þrefi um verð- bólgu og efnahagsvanda. Eðlis- brevting varð á flokkum og fé- lagshreyfingum. Þátttaka fjöldans dvínaði. Foringjarnir festust í sessi. V. Samvinnuhreyfingin hefur á síðustu áratugum aukið mjög umsvif sín, og ekki sízt Sam- bandið sjálft. Það hefur ráðizt í stórfelldar framkvæmdir, t. d. í iðnaði og rekstri kaupskipa, og komið á fót í óformlegum tengslum við sjálft sig olíusölu og tryggingastarfsemi, svo eitt- hvað sé nefnt. Sambandlð fór á sínum tíma ekki heidur var- hluta af hinni pólitísku út- hlutunarstarfsemi helminga- skiptaára íhaids og framsókn- ar með margháttaðri fyrir- greiðslu. Á meðan Sambandið siálft hefur eflzt, hafa kaup- félögin aftur á móti, mörg hver alltof smá, átt í ýmsum rekstr- arerfiðleikum. Þau hafa í neyð tekið að sér í vaxandi mæli ný hlutverk, sem oft hafa vaxið þeim yfir höfuð: að vera at- vinnuleg forsjá heilla byggðar- laga með rekstri fiskvinnslu og útgerðar. Sambandið hefur þannig orðið miðstöð framkvæmda og fjármála, sem fært hefur for- stjóra og framkvæmdastjórum þess í hendur raunverulegt al- ræðisvald í hreyfingunni. Á sama tíma hefur vlrkni og þátttaka hins almenna félags- manns í kaupfélögunum farið minnkandi þótt víða út um land séu kaupfélögin enn lif- andi vettvangur félagshvggju- fólks, þar sem á deildarfundi mæta oft menn frá öllum heimilum byggðariagsins. En begar á aðalfund Sambandsins kemur, eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar, heldur fram- kvæmdaaðilar Sambandsins, sem marka allar meginlínur. Það eru þeir, sem í reynd ráða viðhorfum, viðfangsefnum og markmiðum samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi. Frumkvöðlar samvinnustefn- unnar skildu glöggt gildi fræðslu- og menningarstarfs, enda hefur það ætíð skipað veglegt rúm í samvinnustarf- inu. Þótt ýmsir þættir fræðslu- starfsins í dag rísi hátt, svo 29

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.