Samvinnan - 01.10.1970, Síða 36
reyndar mismunandi að gerð
eftir stöðu á hnettinum — sem
kölluð er ÞJÓÐFÉLAG. í þess-
ari skipan hefur maðurinn séð
ýmsa kosti, og hann hefur
einnig tekið á sig þær byrðar,
sem slíkri skipan fylgja.
Menntun er bæði einn af
kostum þjóðfélagsskipanarinn-
ar og ein af kvöðum hennar.
Kosturinn er sá, að einstakl-
ingarnir sameinast um að afla
sér þekkingar, sem nauðsynleg
er þeim til viðhalds. Af hag-
kvæmnisástæðum er verkinu
skipt milli manna, þvi að ekki
væri langt í strand í því þjóð-
félagi, sem krefðist allrar
þekkingar af öllum.
En það er ekki allt. Vísindin
hafa kennt okkur, að það sé ein
af þörfum einstaklingsins að
afla sér þekkingar og skilningí
á umhverfi sínu og að þjálfa
næmleik sinn og sköpunargáfu.
Og þessari þörf einstaklingiins
ber þeirri skipan, sem hann
hefur skapað, að fullnægja —
rétt eins og öðrum þörfum, s. s.
líkamlegum þörfum. Sé þörfum
einstaklinganna ekki fullnægt,
taka þeir ekki heilshugar og af
gleði þátt í sínu samfélagi,
jafnvel þótt þeir hafi á ein-
hvern hátt öðlazt þá þekkingu,
er nægi þeim til lífsviðurværis
og staðsetningar í samfélaginu.
En menntun er ekki eitthvað,
sem menn geta fengið fyrir-
hafnarlaust, án þess að leggja
neitt á sig. Sá, sem vill leggja
á sig að afla sér menntunar,
verður að sætta sig við þá kvöð
að eyða til þess tíma og erfiði.
Þetta er nauðsynlegt framlag
hvers einstaklings, sem vill
leita sér menntunar. En
menntun er ekki aðeins spurn-
ing um vilja einstaklingsins,
hún er einnig spurning um að-
stöðu. Þessa aðstöðu verður
þjóðfélagið, samfélag mann-
anna, að veita. Það verður að
skipuleggja skólakerfið og
vaka yfir þróun þess, svo að
það fylgist stöðugt með tím-
anum. Þjóðfélagið verður
einnig að sjá um að útvega
starfslið til að veita menntun-
ina; það verður að sjá um, að
nauðsynleg hjálpargögn, s. s.
bækur og kennslutæki, séu
ávallt til reiðu; það verður að
útvega húsaskjól til þessarar
miðlunar; og síðast en ekki
sízt: ef það álitur sér hagstætt,
að einhverjir einstaklinganna,
margir eða fáir, menntist,
verður það að gera þeim það
kleift í efnalegu tilliti. Þjóð-
félagið getur ekki krafizt þess,
að ákveðinn hluti þegnanna
leggi á sig meira í þágu hinna
en aðrir. Þess vegna er aðstoð
þjóðfélagsins óumflýjanleg.
Aðstöðumunur til náms
Á íslandi er mikil stétta-
skipting. Ég á ekki við Morg-
unblaðsstéttirnir (starfsstétt-
ir), heldur stéttir, sem verða
til vegna mismikilla fjárráða
einstaklinga. Menn hafa mis-
jafnlega hátt kaup — og mis-
jafna aðstöðu til að afla sér
fjár á annan hátt.
Af stéttaskiptingu skapast
það ástand, sem nefnt er að-
rtöðumunur til náms. Þeir, sem
hafa mikil fjárráð, hafa eðli-
lega ekki áhyggjur vegna
skólagöngu barna sinna. Þeim
eru allar leiðir opnar. Ríkur
heildsali spyr son sinn: „Hvað
viltu verða? Ég skal hjálpa þér,
ef það er eitthvert vit í fyrir-
ætlunum þínum?“ En fátækur
verkamaður spyr: „Hvað getur
þú orðið? Ég skal hjálpa þér,
ef ég get. Þú verður að byggja
bín markmið innan þeirra tak-
marka, rem fjárráð mín leyfa.“
Allir sjá hvílíkur reginmunur
er á þessu tvennu.
Þetta á við það þjóðfélags-
kerfi, sem ekki styrkir ung-
menni til náms. í íslenzku
þjóðfélagi hefur ástandið ekki
ailtaf verið svona slæmt. Á
góðum árum veitti þjóðfélagið
námsmönnum aðstöðu til að
afla sér hluta þess fjár, sem
með þurfti, með góðri og tekju-
ríkri sumarvinnu. En langt
hefur verið í land með það, að
jafnrétti hafi náðst. Það getur
ekki kallazt jafnrétti, að börn
ríkra foreldra geta legið í leti
á sumrin með næga vasapen-
inga, þegar hinir fátækari
verða að strita alla daga til að
skrimta. Svo til þess að kóróna
þetta ranglæti fær sonur ríka
mannsins miklu hærri lán úr
Lánasjóði íslenzkra náms-
manna „vegna slæmra sumar-
tekna“ — svo að ekki sé minnzt
á næga vasapeninga allan vet-
urinn úr föðurhúsunum.
Námslaun
Oft er minnzt á það, að
námslaun séu það lokatak-
mark, er stefna beri að. Við
þetta er ýmislegt, sem þarf að
athuga.
Kostir námslaunakerfis eru
ýmsir, til dæmis sá, að með því
er nám viðurkennt með réttu
sem VINNA. Ég held, að eng-
inn sé lengur svo óupplýstur,
að hann geri sér ekki fulla
grein fyrir þessu. Annar kost-
urinn er sá, að með náms-
launakerfi er jafnrétti til náms
tryggt. Þriðji kosturinn er sá,
að með því getur þjóðfélagið
tryggt, að sá kostnaður, sem
lagður er í menntun, skili sér
i sómasamlegum afköstum. Sá
sem drollar í námi fengi eðli-
lega ekki laun. Þetta mundi
hvetja námsmenn til að leggja
sig fram. Eflaust má tína tii
fleiri kosti, en ég læt þessa
nægja hér.
Helztu gallar námslauna-
kerfisins miðað við íslenzkt
þjóðskipulag eins og það er í
dag eru einkum tveir.
í fyrsta lagi væri það algjör
óhæfa að menntamenn, sem
verið hefðu á fullum launum
allan námstima sinn, fengju
hærri, stundum miklu hærri
laun að loknu námi. Þetta væri
aðeins að auka forréttindi
menntastéttanna, hálauna-
stéttanna, úr hófi fram. Að
vísu eru ekki laun allra
menntamanna há, s. s. hjá
kennurum, prestum, o. fl., en
sumir hópar þeirra hafa skap-
að sér svo óheyrileg forréttindi,
að engu tali tekur að vilja auka
þau. Nægir þar að nefna t. d.
lækna og tannlækna.
Annar galli námslaunakerf-
isins er sá, að við það yrðu
námsmenn starfsmenn rikisins.
Þá væri eðlilegt, að ríkið vildi
ráða hversu margir legðu stund
á viðkomandi námsgreinar.
Yrði þar hægt að styðjast við
einhverja útreikninga á „þörf
þjóðfélagsins“ eða „þörf at-
vinnuveganna" á sérmenntuðu
starfsfólki. Ríkið mundi með
þessu taka í sínar hendur öll
völd yfir menntun og þar með
framtíð og lífshamingju ein-
staklinganna. Þörf einstakl-
ingsins til að ráða sjálfur lífi
sínu yrði borin fyrir borð. Þetta
tel ég mjög hættulega þróun,
og er full þörf að gæta fyllstu
varúðar í þessu sambandi.
Hvað er þá til ráða? Er
námslánakerfið e. t. v. sú lausn,
sem bezt hentar hérlendis?
Svar mitt við þessari spurn-
ingu hlýtur að verða jákvætt,
sé tekið mið af íslenzku þjóð-
félagi eins og það er í dag.
Hins vegar vil ég taka mjög
skýrt fram, að ég er ákveðið
fylgjandi námslaunakerfinu
sem endanlegri lausn þessara
mála. En það getur aðeins
gerzt að mínu viti með því, að
sá launamismunur upphefjist,
er ríkt hefur milli mennta-
manna og ómenntaðra og
skýrður hefur verið með löng-
um námstíma og þungum
námsskuldum.
En það er ekki nægilegt, að
launajöfnuður verði milli lág-
launamanna og menntamanna.
Hvað þá um t. d. flugmenn og
fleiri slíka? Það sést því af
þessu, að almennur launajöfn-
uður hlýtur að vera forsenda
þess, að almennt námslauna-
kerfi geti komizt á. Ég er ekki
að segja, að ef verkamaður fær
100 kr. á tímann, eigi allir að
fá þetta sama kaup, heldur að
raunhæft starfsmat, sem ekki
taki tillit til námstíma, dæmi
um laun hvers vinnandi
manns.
Verkafólk
Námsmenn hafa leitað
stuðnings hjá verkalýðsstétt-
inni i baráttu sinni. Þeir hafa
bent á þá staðreynd, að bar-
átta þeirra er sú sama i öllu
eðli sínu, baráttan fyrir jafn-
rétti, baráttan fyrir þolanlegri
lífsafkomu. Námsmenn benda
einkum á tvö atriði máli sínu
til stuðnings.
(1) Verkamaður, vilt þú, að
barn þitt hafi sömu mögu-
leika til að afla sér lífs-
hamingju og lífsfyllingar
og barn heildsalans? Viltu
að barn þitt sé fyrirfram
dæmt í ævilanga prísund
þess að vera láglaunað,
ómenntað og kúgað af há-
launastéttunum ?
(2) Verkamaður, telur þú, að
það sé þinn hagur, að
þjóðfélagið eignist þá
ráðamenn úr hópi mennta-
stéttanna, er þekki þinn
hag og þína aðstöðu — eða
viltu, að lífi þínu og hags-
munum sé stjórnað af
pabbadrengjum auðkýf-
inga, drengjum sem aldrei
hafa þekkt þitt líf og geta
því ekki skilið það?
Ég ætla ekki að gera til þess
neina tilraun hér að svara
þessum spurningum, en ég tel
þó ekki skaða málstaðinn að
lýsa mínu áliti.
Ég er þess fullviss, að í hin-
um lægri stéttum er fjöldinn
allur af ungu og velgreindu
fólki, sem harmar það að hafa
ekki getað leitað sér menntun-
ar. Þetta fólk mundi áreiðan-
lega standa sig jafnvel og það
fólk, sem nú getur stundað
nám.
Ég er þess einnig fullviss, að
ein aðalorsök þess, hve langt
íslenzk verkalýðshreyfing hef-
ur dregizt aftur úr, er sú, að
íslenzkir ráðamenn hafa aldrei
kynnzt og aldrei getað skilið
það ástand, sem íslenzkt lág-
launafólk býr við. Það má
reyndar telja víst, að þeir, sem
við völd hafa verið, hafi ekki
viljað skilja þetta, en ný
gróskumikil og dugandi
menntastétt, vaxin upp úr
hörðu og stritsömu lífi lág-
launafólks, mundi skilja hið
raunverulega ástand og gera
sitt til að bæta úr því, hvort
sem þeir aðhylltust stefnu Jó-
hanns, Gylfa, Austra, Eysteins
eða Hannibals.
Guðmundur Sæmundsson.
34