Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 37
SAMVINNA
Guðmundur Sveinsson, Bifröst:
Félags- og menningarmál
samvinnusamtakanna
Erindi flutt á fræðslufundi í KRON 24. febrúar 1970.
i.
Ég fagna því sérstaklega að eiga þess
kost að vera með ykkur eða réttara sagt
huga með ykkur að félags- og menning-
armálum samvinnusamtakanna á íslandi.
Ég vil í upphafi láta í ljós sérstaka
ánægju yfir þvi, að annað stærsta sam-
vinnufélag landsins, Kaupfélag Reykja-
víkur og nágrennis, KRON, skuli efna til
tveggja umræðufunda um samvinnu- og
félagsmál hér í Lindarbæ og búa þannig
að þessari fræðslustarfsemi, að hér verði
ekki einungis um umræðufund að ræða,
heldur megi um leið skapast persónuleg
kynni, persónuleg snerting, en það er ekki
síður mikilvægt í stórum og fjölmennum
félagssamtökum.
Formaður félagsmálanefndar á vegum
KRON gerði hér rétt áðan grein fyrir
tilhögun fundarhaldanna, hinum óliku
verkefnum, sem tekin skulu til meðferðar
á tveim umræðufundum. f kvöld á þann-
ig að ræða félags- og menningarmál sam-
vinnusamtakanna. í því felst meðal ann-
ars, að horft skal aftur til liðins tíma að
skynja upphaflegan tilgang og takmark
samvinnustarfsemi, og þá um leið hugað
að þeim félagslega og menningarlega
þætti, sem henni var ætlaður og hún
hefur rækt. Þá skal í annan stað reyna
að meta núverandi aðstæður, sem sam-
vinnusamtökin búa við — hver áhrif
breytingar og ný verkefni hljóta að hafa
á hinn félagslega og menningarlega þátt
samvinnustarfseminnar. Loks skal vikið
sérstaklega að nokkrum verkefnum, sem
brýnust mega teljast samvinnusamtök-
unum íslenzku á sviði félags- og menn-
ingarmála.
Á siðari fundinum, sem haldinn verður
annað kvöld, mun svo verzlunar- og við-
skiptaþáttur samvinnusamtakanna tek-
inn til meðferðar. Verður þá sérstaklega
haft i huga félagssvæði KRON, Stór-
Reykjavik, svo og líklega allt Faxaflóa-
svæðið. Breyttar og síbreytilegar aðstæð-
ur svo og frábrugðnar og breyttar neyzlu-
venjur koma þá að sjálfsögðu inn í
myndina.
II.
Mig langar í upphafi máls míns að
vekja rétt í svip athygli á þeim tíma, sem
þessum umræðufundum um samvinnu-
og félagsmál á vegum KRON hefur verið
valinn. Ekki er það gert vegna þess að
mér sé það ekki ljóst eins og ykkur öllum
að tíminn, síðari hluti febrúarmánaðar
1970, er í sjálfu sér alger tilviljun.
Dagurinn í dag, 24. febrúar 1970, er í
dagatalinu helgaður heilögum Matthíasi,
kallaður Matthíasarmessa. Hér er ekki átt
við Mattheus guðspjallamann og postula,
þ. e. a. s. tollheimtumanninn Leví, eins
og oft er álitið, heidur er hér um að ræða
mann þann, Matthías að nafni, sem val-
inn var til postula í stað Júdasar Ískarí-
ots, þess er sveik meistara sinn, Jesúm
frá Nazaret. Um þennan mann er raunar
ekkert annað vitað en það, að hann skip-
aði hið auða sæti og leið píslarvættis-
dauða fyrir. Matthías skipaði sér í sveit
heilsteyptra og hiklausra manna, sem
vissu að hvaða marki þeir stefndu.
En úr því ég er á annað borð farinn
að tala um hugblæ daga og tíma, eða
réttara sagt hvaða umhugsunarefni
stofnun eins og kristin kirkja hefur valið
fylgjendum sínum á hinum ýmsu dögum
kirkjuársins — en sú er að sjálfsögðu
ætlunin með þvi að tengja saman minn-
ingu manna og atburða annarsvegar og
svo íhugunarefni daganna hinsvegar —
úr því ég er kominn inn á það umræðu-
efni og tel það einhvers virði, þá væri
næsta eðlilegt að bæta þar við heiti þessa
mánaðar, sem nú stendur yfir. Nafnið
febrúar felur í sér merkinguna hreinsun
og fórn. Heitið er dregið af latnesku sögn-
inni februo, sem merkir „ég hreinsa með
þvi að fórna“. En nafnið er þannig komið
til, að febrúarmánuður var mánuður
hreinsunar og helgunar hjá hinum fornu
Rómverjum, þegar menn léttu af sér oki
liðins árs, að þeir mættu ganga inn til
hins nýja árs (árið hófst meðal Rómverja
1. marz) sem nýir menn, er farið hefðu
í gegnum hreinsunareld sjálfsprófunar og
sjálfsgagnrýni.
Norrænir menn kenndu þennan tíma
ársins við góu eða góa, en góimánuður
hefst 18.—24. febrúar og stendur fram
yfir miðjan marz. Góa hófst nú í ár
sunnudaginn 22. febrúar með Konudegi
að venju. Líklegt þykir að heitið góa
merki „vetur“ eða „snjór“, og má finna
hliðstæður í grísku (snjór) og latínu (vet-
ur). Á þessum tíma árs er allra veðra
von og skýrir að sjálfsögðu nafngiftina.
III.
En ég ætlaði raunar að láta það verða
fyrsta þátt þessa framsöguerindis að
víkja nokkrum orðum að forsögu sam-
vinnusamtakanna i núverandi mynd,
víkja að liðinni tíð og sögu og bregða á
þann hátt birtu yfir upphaflegan tilgang
samvinnustarfseminnar og hversu hann
hefði birzt sérstaklega í þætti fræðslu og
menningarmála.
Það er sagt, að menn reyni jafnan að
gera sér grein fyrir hinum einstöku fyrir-
bærum tilverunnar eftir þrem mismun-
andi leiðum.
í fyrsta lagi megi líta á fyrirbærið út
frá sérstöðu þess, þ. e. a. s. eftir þvi að
hvaða leyti það sé frábrugðið öðru. Það
er út frá þessu viðhorfi talinn augljós
sannleikur að allt i tilverunni hafi raun-
verulega sína sérstöðu, eitt sé jafnan öðru
frábrugðið og beri þá fyrst og fremst að
beina athyglinni að því.
í öðru lagi megi meta hvaða fyrirbæri
sem er á grundvelli andstæðnanna, en öll
tilveran beri einmitt vitni um slikar and-
stæður. Það er ekki nóg, eins og haldið
var fram í fyrra tilfellinu, að skynja sér-
stöðuna, hið frábrugðna. Hitt sé mikil-
vægara að gera sér grein fyrir andstæð-
unum; hin gagnstæðu skaut bregða, að
þvi er formælendur þessa skilnings halda
fram, sérstæðri birtu yfir öll vandamál
og verkefni.
f þriðja lagi er því haldið fram, að fyr-
irbæri tilverunnar verði bezt og eðlileg-
ast skilin og skýrð á forsendum uppfyll-
ingar. Eitt fyllir annað upp í tilverunni,
líka andstæðurnar, og hinir sérstæðu og
frábrugðnu þættir mynda þrátt fyrir allt
eina heild; í spennunni og eggjuninni
er fólginn aflgjafi dáða og uppspretta
hugmynda.
Það er vafalaust rétt, að hægt er að
nálgast viðfangsefni eins og forsögu sam-
vinnuhreyfingarinnar út frá mismun-
andi forsendum og þá ekki síður eftir
þeim hugsanaleiðum, sem nefndar hafa
verið, sérstöðu, andstæðu og uppfyllingu.
Og þannig hafa menn líka skýrt og túlk-
að forsögu og forsendur.
Mér er á þessu kvöldi annað rikara í
huga. Ég vil vekja sérstaka athygli á
því, að samvinnuhreyfingin og verkalýðs-
hreyfingin eiga sameiginlega forsögu, og
sú saga hefst með iðnaðarbyltingunni á
18. öld og þeim félagslegu og efnahags-
legu umturnunum, sem fylgdu í kjölfar
hennar. í hinu mikla umróti, sem þá varð
á Vesturlöndum, urðu hinar tvær alþýðu-
hreyfigar til, í fyrstu veikar og vanmátt-
ugar, en efldust smátt og smátt og urðu
þegar ár liðu að voldugu afii í þjóðfélög-
um Vesturlanda, og því voldugra afli sem
betur tókst að tengja þær saman og láta
hönd styðja hendi.
Ég held, að við fáum allverulega hug-
mynd um sjálft upphafið með því að
huga nokkuð að framlagi þriggja ein-
staklinga, sem telja má meðal fyrstu
votta og túlkenda beggja alþýðuhreyfing-
anna; þeir uppskáru ekkert sjálfir, en
vörðuðu öðrum veg. Þessir menn hafa all-
ir hlotið heitið „sósíalískir útópistar”,
draumóramenn félagshyggjunnar. Ég á
35