Samvinnan - 01.10.1970, Síða 38
hér við Frakkana Saint-Simon og Charles
Fourier og Bretann Robert Owen.
Kannski finnst einhverjum áheyrenda
minna val mitt á þessum mönnum furðu-
legt. En því hef ég valið einmitt þessa
menn, að nú á okkar dögum hafa hug-
myndir „útópistanna" aftur komizt í
sviðsljósið, þegar framsæknir aðilar í
þjóðfélaginu leita að úrræðum og nýjum
leiðum.
Ég ætla ekki að gera hinum þremur
sósíalisku útópistum itarleg skil. Til þess
er hvorki staður né stund. En ég ætla að
minna á örfá atriði, sem þeir lögðu mikla
áherzlu á og eru þess eðlis, að þau eiga
erindi til okkar enn í dag og varpa um
leið ljósi yfir þátt menningar- og félags-
mála í samvinnu- og verkalýðssamtökun-
um á liðnum árum.
Litum fyrst á framlög og hugmyndir
Frakkanna Saint-Simons og Charles
Fouriers.
Saint-Simon var af franskri aðalsætt
og taldist afkomandi Karls mikla. Sagt
er, að hann hafi sem ungur maður á
hverjum morgni verið vakinn með kall-
inu: „Rís á fætur, greifi. Þér hafið mikil
afrek að vinna á þessum degi“. En Saint-
Simon hafði engan áhuga á afrekum
aðalsætta Frakklands. Hann gerðist sjálf-
boðaliði í frelsisstríði Bandarikjamanna
og kom aftur til Frakklands rétt í þann
mund að stjórnarbyltingin mikla var að
bylta þjóðfélagi lands hans. Á byltingar-
árunum taldi hann sig fá vitrun. Hann
átti að vinna afrek á sviði þjóðfélags-
fræða sem stæðist fyllilega samanburð
við afrek forföður hans, Karls mikla, á
sviði landvinninga og hernaðarlistar. Eft-
ir þennan atburð eyddi Saint-Simon öll-
um fjármunum og kröftum í það að
fræðast um alla þætti mannlegs lífs, eftir
því sem honum entist heilsa til. Árang-
urinn varð ótrúleg umbrot í hugmynda-
heimi hans. En allt snerist um tvö skaut,
vinnu og samstöðu. Vinnan veitir mann-
inum mesta hamingju. Samstaðan er
dýrmætari öllu öðru, að skilja að enginn
fær lifað einn og án hjálpar og stuðnings
bræðra sinna og systra. Iðnvæðing þeirra
tíma h’.aut að Ijúka upp augum allra
manna fyrir heildinni og þeim árangri,
sem hægt væri að ná með því að virkja
auðlindir.
Charles Fourier var sonur kaupsýslu-
manns í Besancon. Hann reis gegn stétt
sinni og stöðu og sór þess dýran eið að
ganga af öllum prangaralýð dauðum.
Hann ætlaði að gera sitt til að menn
öðluðust fullan skilning á því, að eftir
tímaskeið villimennsku og samkeppni
hlyti nú að renna upp tími öryggis og
trygginga, sem síðan myndi leiða til enn
ágætara framfaraskeiðs í mannlegu sam-
félagi, þegar tími samstillingarinnar,
harmóníunnar, rynni upp. Charles Fouri-
er taldi sig hafa gert hliðstæða uppgötv-
un á sviði samfélagsins og Isaac Newton
hefði gert á sviði eðlisfræðinnar. Newton
hefði gevt sér grein fyrir gildi aðdráttar-
aflsins, er héldi sólkerfinu og efniseind-
unum saman. Sjálfur hefði hann komizt
að raun um, að næsta svipað lögmál gilti
í mannheimi. Samúðin, vináttan, væri
tengjandi afl, sem gegndi líku hlutverki.
Charles Fourier taldi að stefna bæri að
því að skipuleggja þjóðfélagið og mynda
sérstakar þjóðfélagseiningar, er hann
kallaði falanxa, „phalanstéres", þar sem
menn á vitrænum grundvelli leystu
vandamál efnahagslífsins með sameigin-
legum verksmiðjurekstri og búrekstri.
Báðir gerðu hinir frönsku útópistar
grein fyrir hugmyndum sínum í bókum
og greinum, eignuðust aðdáendur og fylg-
ismenn, sem sumir hverjir gerðu tilraun-
ir til að hrinda áhugamálum þeirra i
framkvæmd. En fyrst og fremst urðu
samt áhrif þeirra mikil í þvi að móta fé-
lagsvitund og auka trú manna á mögu-
leika tækninnar og yfirburði samhyggj-
unnar. Félagsleg mótun og félagslegur
þroski varð árangurinn, og það löngu
eftir að hinar fyrstu tilraunir samrekstr-
ar og samvinnu höfðu farið út um þúfur.
Bretinn Robert Owen, sem telja má í
senn einn fyrsta brautryðjanda verka-
lýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyf-
ingarinnar í heimalandi sínu, var að
mörgu leyti ólikur hinum frönsku útóp-
istum, enda þótt einnig hann sé til sömu
fylkingar talinn. Owen var maður hag-
sýnn, með ótvíræða hæfileika á sviði við-
skipta og mikla skipulagsgáfu. Hann varð
verksmiðjueigandi og rak fyrirtæki sitt
með fyrirhyggju, hagnaðist vel, en hafði
óvenjulega tilfinningu fyrir starfsmönn-
um sínum og þó alveg sérstaklega fyrir
fjölskyldum þeirra og uppeldi barna
þeirra. Grundvölur að mótun skapgerðar
og myndun persónuleika væri lagður í
æsku, og þar hefði umhverfið og mótandi
áhrif þess mest að segja. Hann gekk
meira að segja svo langt að fullyrða í
hinu óvenjulega riti sínu frá árinu 1813,
sem hann nefndi Ný skoðun á þjóðfélag-
inu (A New View of Society), að tilgangs-
laust væri að áfellast menn fyrir afbrot
og glæpi eða jafnvel lofa menn eða lasta
fyrir athafnir þeirra. Öll hegðun og at-
ferli speglaði umhverfi manna og þá mót-
un, er þeir hefðu hlotið sem börn. Ætti
að koma í veg fyrir að menn yrðu af-
brotamenn, þyrfti að beina athyglinni að
fyrstu bernsku, og þar ætti ábyrgð sam-
félagsins sem heildar að koma til öllu
öðru fremur. Á þessum og þvílikum for-
sendum byggði Owen síðan tillögur sinar
og framtíðarhugmyndir um samfélagið
og samtök hinna stóru heilda innan þess,
þá alveg sérstaklega verkalýðsins. Þrennt
í skoðunum Owens og skilningi hefur
vakið sérstaka eftirtekt.
Fyrst er kenning hans um mótun
mannlegrar skapgerðar, sem byggjast átti
auk samfélagsafskiptanna á sálfræðileg-
um forsendum. Það var þetta hvort
tveggja sem Owen sjálfur nefndi hina
„nýju skoðun“.
Annað var, að af forsendu skapgerðar-
mótunarinnar eða í nánum tengslum við
hana hlaut að dómi Owens að leiða ný-
skipan efnahags- og atvinnulífsins á só-
síalískum grundvelli, á siðrænum grund-
velli sem nálgaðist trú, að þvi leyti að þar
væri skilyrðislaust gengizt á hönd boðum
miskunnsemi og mannúðar. Hið sósíal-
íska þjóðfélag átti að ætlun Owens að
byggjast upp úr svonefndum samvinnu-
þorpum (cooperative villages), en þau
skyldu reist þann veg, að helgastur reit-
ur þorpsins, mið þess og möndull, átti að
vera barnaleikvöllur í miðri byggð. Kibb-
útzar ísraels voru í verulegum atriðum
byggðir eftir forskrift Owens.
Hið þriðja í skoðunum Owens, sem at-
hygli vakti, var skilningur hans á verk-
smiðjunni, ekki aðeins sem efnahagslegu
og rekstrarlegu fyrirbæri, heldur miklu
fremur sem þjóðfélagslegu fyrirbæri, þ. e.
a. s. sem sjálfstæðum og sjálfsögðum
þætti mannlegs samfélags, mönnunum til
ávinnings en ekki arðráns og ama.
Robert Owen átti um skeið marga sam-
herja á Bretlandi, og til hans má rekja
upphaf verkalýðsfélaga og samvinnufé-
laga. Svo fór samt að lokum, að hug-
myndir hans voru of róttækar og bylting-
arkenndar, komu lika þvert á hagsmuni
kapítalistanna, verksmiðjueigendanna, og
þeirra sem mest völd höfðu í brezku þjóð-
félagi. En skoðanir hans gleymdust ekki
að heldur. Þær urðu drjúgt framlag í
menningararfi Vesturlanda og hafa verið
allt til þessa dags. Það er ekki ófyrir-
synju, að Robert Owen hefur verið kallað-
ur fyrsti talsmaður algers lýðræðis á
Vesturlöndum.
Hér er þá hinna fyrstu róta að leita í
vestrænni sögu að sameiginlegri forsendu
verkalýðshreyfingarinnar og samvinnu-
hreyfingarinnar. Það var til skoðana og
túlkana þessara manna og annarra, er
líkar hugmyndir höfðu, sem hinir mátt-
arminni í þjóðfélögum Vesturlanda sóttu
vopn sín í baráttunni fyrir bættri lífsaf-
komu og aukinni aðild að því að marka
stefnu þess samfélags, sem þeir áttu hvað
mestan þátt í að skapa auð og yfirburði
fyrir. En aflvakinn í öllu var nýr skiln-
ingur á manninum sjálfum, möguleikum
hans og samfélagi. Og sá nýi skilningur
varð að ná til þeirra manna, sem áttu
að breyta aðstöðu sinni og afkomumögu-
leikum á grundvelli hans. Til þessa þurfti
fræðslu, áróður og sköpun nýrrar með-
vitundar.
Á grundvelli þeirra hugmynda, sem
hinir sósíalísku útópistar lögðu fram, reis
síðan hinn fræðilegi sósíalismi annars
vegar fyrir afrek Karls Marx, Friedrichs
Engels og Vladimírs Uljanovs eða Leníns;
hins vegar radikalisminn og stefna sósí-
aldemókrata með hugmyndum velferðar-
þjóðfélagsins — og reyndar lika að
nokkiu líberalisminn með hugmyndum
um hið mikla frelsi, sem veiti möguleika
til sjálfstjáningar. En það verður ekki
sú þróun, sem hér skal gerð að umræðu-
efni, heldur mun nú sviðið þrengt að
miklum mun og horft til þeirra verkefna,
sem forsvarsmenn samvinnuhreyfingar-
innar hafa talið að þeim bæri að sinna
öðrum fremur.
Forsvarsmenn samvinnuhreyfingarinn-
ar hafa alltaf lagt á það rika áherzlu, að
samvinnufélög hvaða nafni sem þau
nefndust væru eigin samtök, frjáls sam-
tök hinna mátta minni í þjóðfélögunum
eða þeirra, sem skildu að með því að
bindast slíkum samtökum gætu þeir kom-
ið tvennu til leiðar:
í fyrsta lagi bætt afkomu sína. í öðru
lagi bætt aðstöðu sína í samfélaginu.
Samvinnufélög hafa fyrst og fremst verið
36