Samvinnan - 01.10.1970, Síða 44
landamærin sem skilja að yfirráðasvæði
þeirra, en neitar að fallast á nokkra skip-
an mála sem hefði í för með sér að þegn-
ar hvors þýzka ríkisins um sig yrðu lög-
um samkvæmt útlendingar í hinu.
Auk afstöðu sovétstjórnarinnar knýr
það stjórnina i Austur-Berlín til að slaka
á fyrri kröfum í þessu efni, að Vestur-
Þjóðverjar geta bent á, að alger þjóð-
réttarlegur aðskilnaður þýzku rikjanna
tveggja myndi að sjálfsögðu einnig ná til
viðskiptasambanda þeirra. Það kæmi afar
illa við Austur-Þýzkaland, þvi örar fram-
farir í atvinnulífi þess stafa meðal ann-
ars af því að það nýtur i raun og veru
óopinberrar aukaaðildar að Efnahags-
bandalagi Evrópu, þar sem viðskipti milli
Austur- og Vestur-Þýzkalands eru toll-
frjáls. Réttarstöðukröfur sem hefðu i för
með sér að Austur-Þýzkalandi lokuðust
bakdyrnar að EBE eru því stjórninni í
Austur-Berlín ekki fastar í hendi.
Aðeins eitt spurningarmerki, reyndar
allstórt, er enn við samningsgerðina milli
Sovétrikjanna og Vestur-Þýzkalands.
Ákveðið hefur verið að leggja ekki um-
saminn texta fyrir þingið í Bonn til end-
anlegrar staðfestingar, fyrr en fengin er
af viðræðum fjórveldanna um stöðu Vest-
ur-Berlínar niðurstaða sem Vestur-Þjóð-
verjar telja fullnægjandi.
Vestur-Berlín hefur í tvo áratugi verið
viðkvæmasta kvika Þýzkalandsmálanna.
Skipting Berlínar í hernámssvæði milli
fjórveldanna var ákveðin í fljótheitum á
stríðsárunum og aldrei tryggilega um
hnúta búið. Aðdrættir Vestur-Berlínar og
samgöngur við borgina um Austur-Þýzka-
land hafa verið sífellt deiluefni og hvað
eftir annað legið við árekstrum milli her-
námsliða Vesturveldanna annarsvegar og
Sovétríkjanna hinsvegar. Vesturþýzka
stjórnin ætlast nú til að fjórveldin geri
með sér samning um öll þau óvissuatriði
sem hingað til hafa veiið umþráttuð, áð-
ur en hún fullgildir sáttmálann við Sov-
étríkin. Vesturveldin eru fyrir sitt leyti
fegin að þetta atriði skuli þrýsta sovét-
mönnum til samkomulags, því hingað til
hafa hernámsveldi Vestur-Berlínar átt
undir högg að sækja allt sem varðar að-
stöðu þeirra á þessum óverjandi bletti.
Það sem mestum tíðindum sætir við
samningsgerð sovétmanna og Vestur-
Þjóðverja, er að þetta er í fyrsta skipti
síðan vesturþýzka ríkið var stofnað sem
stjórn þess tekur frumkvæði og hefst
handa að skipa málum gagnvart ná-
grannaríkjum sínum i austri á eigin
spýtur. „Þýzk saga hófst á ný núna í
vikunni,“ er haft eftir einum sendifull-
trúa Vesturveldanna í Bonn, þegar hann
var spurður álits á för Brandts til
Moskvu. Gromiko kom sama atriði að í
viðræðunum við Scheel. „Hingað til hefur
verið viðkvæði ykkar,“ sagði hann, „að
Vestur-Þýzkaland sé efnahagslegur risi
en pólitískur dvergur. Nú er það lika orð-
ið pólitískur risi.“
Af skiljanlegum ástæðum hafa vestur-
þýzkir forustumenn forðazt eins og heit-
an eldinn að hreykja sér af þvi sem gerzt
hefur, þvi enn er einungis um upphaf að
ræða og allt framhaldið veltur á að þeir
rati rétt meðalhóf. Brandt hefur tekið
við þar sem de Gaulle varð frá að hverfa
að þoka áleiðis þróun Evrópu undan yfir-
drottnun heimsveldanna tveggja, en
hann hefur gætt þess að hafa samráð við
Bandaríkjamenn jafnframt því sem
hann vingast við sovétstjórnina. Banda-
ríkjastjórn lætur sér vel líka að Vestur-
Þýzkaland leggi á eigin ieiðir án hand-
leiðslu hennar, vegna þess að hún hefur
fullan hug á að létta til muna byrðarnar
sem herseta hundraða þúsunda banda-
rískra hermanna i Evrópu bakar banda-
ríska rikissjóðnum og mannafla hersins.
Fyrirætlanir Nixons forseta um að fá
hamið tröllaukin innanlandsvandamál
Bandaríkjanna byggjast á að honum
takist að draga úr herkostnaði út um all-
ar jarðir og vígbúnaðarkapphlaupinu í
heild. Því er ýtt undir stjórnina í Bonn
að hefjast handa að draga úr viðsjám í
Mið-Evrópu jafnframt því sem Banda-
ríkin og Sovétríkin ræðast við einslega,
til skiptis í Helsinki og Vínarborg, um að
takmarka eftirsóknina í nýja vopna-
tækni áður en hún sligar efnahag beggja
heimsvelda.
Meðan Bandaríkin sitja föst i feninu
sem þau boruðu sér ofan í með þvi að
leggja til atlögu gegn byltingar- og þjóð-
frelsishreyfingu í Suðaustur-Asíu, geta
valdhafar þeirra með engu móti láð Vest-
ur-Þjóðverjum að þeir ráðast i það einir
sins liðs að kanna möguleika á lausn
mála sem óútkljáð eru milli þeirra og
næstu nágranna.
Fagnandi undirtektir sovétstjórnarinn-
ar undir frumkvæði Brandts eiga sér
margar samverkandi orsakir. Þyngst veg-
ur vafalaust, að Sovétmenn eygja í vin-
fengi við Vestur-Þýzkaland greiðustu
leiðina til að ráða fram úr erfiðasta inn-
anlandsvandamáli sem að þeim steðjar,
hættunni á stöðnun í atvinnulífinu. Um
nokkurt skeið hefur framleiðsluaukning
í sovézkum iðnaði og arðsemi fjárfesting-
ar þverrað jafnt og þétt. Tækniþróun á
öllum öðrum sviðum en í hergagnaiðnaði
dregst sífellt lengra aftur úr háþróuðum
iðnaðarríkjum Vestur-Evrópu, Bandaríkj-
unum og Japan. Hér verða ekki raktar
orsakirnar fyrir þessari öfugþróun, en
einfaldasta ráðið til að bjarga stjórn-
endum sem ábyrgðina bera frá að þurfa
að standa reikningsskap gerða sinna við
óhagstæð skilyrði er að útvega fjármagn
og tæknikunnáttu erlendis frá. Nærtæk-
asti veitandi hvors tveggja er Vestur-
Þýzkaland. Þegar Brandt var í Moskvu
var ákveðið að efnahagsmálaráðherra
hans og tæknimálaráðherra skyldu heim-
sækja Sovétríkin við fyrsta tækifæri til
að leggja grundvöll að víðtæku samstarfi
á þessum sviðum. Ýmis vesturþýzk fyrir-
tæki athuga nú þegar að taka að sér
viðamikil verkefni í Sovétríkjunum. Það
spillir sízt fyrir samvinnumöguleikum, að
Vestur-Þjóðverjar sjá fram á harðnandi
samkeppni í öðrum heimshlutum, og væri
því nýr markaður i Sovétríkjunum og
öðrum Austur-Evrópulöndum hinn mesti
búhnykkur.
Við þetta bætist svo að sterk stórpóli-
tísk rök hljóta að hvetja sovétstjórnina
til að ganga til samkomulags við Vestur-
Þjóðverja. Til að mynda hefur það legið
ljóst íyrir 1 tvo áratugi, að sovétmenn eru
reiðubúnir til að teygja sig ærið langt í
því skyni að losa tengslin milli Banda-
rikjanna og Vestur-Þýzkalands. Upp á
síðkastið hefur enn brýnni ástæða komið
til. Sovétríkin troða illsakir við Kína, og
Kremlverjar vilja mikið i sölur leggja til
að hafa sem frjálsastar hendur gagnvart
Kínverjum. Þá er um að gera að draga
úr viðsjám á markalínunni milli hernað-
arbandalaganna í Evrópu, og áhrifaríkast
í því skyni er að komast að samkomulagi
við Vestur-Þýzkaland. Einnig er önnur
hlið á sama máli; eigi Vestur-Þýzkaland
í útistöðum við Sovétríkin, hlýtur að vera
freistandi fyrir stjórnina í Bonn að taka
höndum saman við Kinverja til að
þjarma að sameiginlegum andstæðingi.
Allt ber þetta þvi að sama brunni.
Enn hafa ekki verið stigin nema fyrstu
skrefin á þeirri braut sem ný utanríkis-
stefna Vestur-Þýzkalands hefur opnað.
Enn bíða torleyst viðfangsefni samninga-
mannanna, einkum þeirra, sem fá það
viðfangsefni að fjalla um samskipti þýzku
ríkjanna tveggja. Kjarninn í hugmynd
Brandts og samstarfsmanna hans, er að
menn skuli ekki flana að neinu heldur
ætla sér af, vinna skref fyrir skref að því
að koma sambúð ríkjanna í hjarta
Evrópu i eðlilegt horf og eyða þannig
smátt og smátt óheillavænlegum afleið-
ingum af skiptingu álfunnar.
Hljómgrunninn sem nýja utanríkis-
stefnan hefur fengið heimafyrir í Vestur-
Þýzkalandi má bezt marka af þvi, að
kominn er upp klofningur i stjórnarand-
stöðuflokknum um hvernig bregðast skuli
við sáttmálanum við Sovétríkin. Kiesing-
er, afdankaður formaður flokksins, vill
halda fast við algera andstöðu gegn
stefnu Brandts og öllu sem henni fylgir.
Yngri framámenn í flokknum undir for-
ustu leiðtoga þingflokksins, Rainers Barz-
els, eru á öðru máli. Þeir halda þvi fram,
að nýja stefnan hafi þegar borið svo
mikinn árangur, að kristilegir demókrat-
ar geti dæmt sig úr leik til langframa, ef
þeir hafni sáttmálanum við Sovétríkin.
Árangurinn sem Brandt hefur náð út
á við fyrir hönd Vestur-Þýzkalands stafar
ekki sízt af þeim eiginleika sem um skeið
virtist ætla að verða honum að fótakefli
í stjórnmálabaráttunni heimafyrir, á for-
tíð hans fellur enginn skuggi af Hitlers-
timabilinu í sögu Þýzkalands. Ungur
vinstrisósíalisti kynntist hann lokaþætti
baráttunnar við nazista, varð að flýja
land fyrir þeim og sneri aftur til ætt-
landsins klæddur norskum einkennisbún-
ingi (sem stríðsfréttaritari, ekki hermað-
ur). Þennan feril gerðu andstæðingarnir,
frá Adenauer til nýnazista, að persónu-
legu árásarefni á Brandt og varð um tíma
furðu vel ágengt, svo honum var næst
skapi að leggja niður flokksforustu til að
vera ekki flokki sínum til trafala. Nú er
það þessi sami æviferill ásamt stjórn-
málareynslu á einhverjum næðingssam-
asta stað kalda striðsins, sem gerir
Brandt kanslara fært að hefja þann
hluta Þýzkalands sem hann stjórnar til
fullnustu á bekk með öðrum ríkjum
Evrópu, svo það megnar að taka þátt í að
móta framtíð álfunnar að sinum hluta. ♦
42