Samvinnan - 01.04.1971, Page 32

Samvinnan - 01.04.1971, Page 32
2197’ SAM VINNAN ÍSLAND ÁRIÐ 2000 Jóna Sigríður Þorvaldsdóttir. heimurinn verður gagnvart okkur? Ég á von á, að þriðji heimurinn hafi vaxið svo mik- ið, bæði að fólksfjölda og kröf- um um eitthvað til handa sjálf- urn sér, að umræðan muni ekki snúast um það, hvað við ætlum að gera gagnvart börnum okk- ar, öðrum þjóðum og svo fram- vegis. Bjarni Bragi: Það eru nú bara getspár. Við þurfum að hugsa um okkar þarfir líka, og það er verið að tala um þær hér. Geir: Umræðan á að vera eins víðtæk og kostur er. Hildur: Ég held að við verðum ekki i þeirri mótandi aðstöðu, sem okkur finnst við vera i. Baldur: Er þetta ekki líka spurning um það, hvernig ein- staklingurinn getur lifað innan þjóðfélagsins? Geir: Gætirðu ekki lýst því sem fyrir þér vakir svolítið nánar, Hildur? Hildur: Einhvernveginn finnst mér, að það verði svo mikill þrýstingur frá þriðja heimin- um til að endurheimta sjálfum sér til handa það sem til þarf að lifa sjálfstæðu menningar- lífi, og að hann muni neita að apa ævinlega eftir okkur þá menningu sem við höfum þvingað uppá hann. Við þving- um þriðja heiminn inní sér- staka menningarfarvegi. íbúar hans eiga að álíta það gott sem okkur finnst gott, þeir eiga að fara sömu leið og við í tækni og allri þeirri félagslegu hugsun sem byggist á tækninni. Ég held að þriðji heimurinn muni neita þessu, og að öll hugsun eftir tvo til þrjá áratugi muni snúast um afstöðuna til þessa máls. Baldur: En munum við ekki líka taka meira upp eftir öðr- um kynþáttum? Mér dettur til dæmis í hug, að á síðustu ára- tugum hafa svertingjar kennt okkur, að við höfum líkama og getum hreyft okkur, finnum hljómfall og annað þessháttar. Fer það ekki svo, að við förum að leita að dýrinu í sjálfum okkur? Bjarni Bragi: Ég tek undir þetta. Negrarnir gættu þess- arar geymdar fyrir mannkynið. Við höfum gætt ákveðinnar geymdar. Indverjar hafa til dæmis gætt mjög merkilegrar geymdar. Ég held það séu ýkj- ur, að Vesturheimur sé svo ákaflega sólginn í að fá þriðja heiminn til að apa sínar lífs- venjur umfram það sem hon- um er hollt, þó hann sé að apa vestrænt hátterni. En mér skildist þvi væri haldið fram, að þjóðir þriðja heimsins mundu hindra okkar valfrelsi í að sinna eigin þörfum. Um það er spurt. Sigurður: Að þær mundu heimta stærri part af kökunni. Steingrímur: Þvinga þær okkur félagslega og manninn i hans þróun, þó að þær vilji ekki semja sig að okkar háttum? Þorbjörn: Einsog sakir standa byggist velmegun okkar að töluverðu leyti á því að við arðrænum vanþróaðar þjóðir. Þegar ég segi „við“, á ég við Vesturlönd fyrst og fremst. Þessar arðrændu þjóðir eru að vakna upp við vondan draum og munu ekki sætta sig við ríkjandi ástand. Sigurður: Við skulum taka Kína með i myndina. Kina er sennilega eina ríkið i þriðja heiminum sem hefur staðfast- lega og í öllum greinum neitað að fylgja þeirri fyrirmynd, sem talað var um áðan. Þeir gera sína menningarbyltingu og ætla sér að búa til annarskonar „módel“ en það sem Vesturlönd bjóða uppá. Þetta „módel“ þeirra er síðan farið að hafa áhrif hér fyrir vestan, og það finnst mér vert fyllstu íhug- unar. Bjarni Bragi: Ef menningar- byltingin er nokkuð, þá er hún sú ofboðslegasta gróðursetning abstrakt hugmynda i þjóð- menningu, sem hún afneitar. Sigurður: Ef þú átt við að kommúnisminn, sjálf hug- myndafræðin sé aðflutt, þá er það vissulega rétt, en menn- Geir: Gætum við ekki einbeitt okkur svolítið meira að spurn- ingunni um mannlegar þarfir, skoðanir, hugsjónir árið 2000? Sveinn: Sé litið á þessi þrjú atriði, þá held ég að það verði einkanlega tvennt sem geri það að verkum, að það verði tals- verð breyting frá því sem nú er. í fyrsta lagi verði mun stærri hluti þjóðarinnar mun betur menntaður en nú er og betri almenn menntun verði i landinu. í öðru lagi held ég, að obbinn af íslendingum verði kominn i þá aðstöðu efnahags- lega, að hann þurfi ekki að leggja eins hart að sér til að sinna frumþörfum einsog þeim að koma yfir sig þaki. Það verði semsé orðið fortíðarfyrir- bæri að menn ofgeri sér eða jafnvel drepi sig á húsbygging- um. Afleiðingin ætti að verða sú, að einstaklingurinn verði mun opnari og umburðarlynd- ari gagnvart meðbræðrum sín- um og samborgurum, og að at- hyglin muni beinast frá því þrönga umhverfi, sem okkar ingarbyltingin sjálf er áþreif- anleg kínversk staðreynd, sem á sér ekki hliðstæðu eða fyrir- mynd í neinu öðru landi. Þorbjörn: Má ég aðeins vikja að því sem við Hildur vorum að tala um? Við getum séð fyrir okkur í Suður-Afríku nú, hvernig prýðilega menntaðir og gefnir hvítir menn neita að horfast i augu við, að hverju stefnir. Þeir reisa stöðugt fleiri múra umhverfis sig. Þeir ganga vopnaðir dagsdaglega, bæði konur og karlar; þeir reisa járngrindur umhverfis hús sin; þeir útiloka svertingja frá að umgangast hvita hópinn. Við getum vel hugsað okkur, að þetta eigi eftir að gerast á al- heimsmælikvarða, ef við erum svartsýn. Ég held að þetta sé ekkert fáránlegur samanburð- ur, vegna þess að aðstæður eru svipaðar milli tækniþróaðra landa og vanþróaðra annars- vegar og hvitra manna og svartra í Suður-Afríku hins- vegar. Ég held að við getum meira að segja litið á Efna- hagsbandalag Evrópu sem lið í þessari þróun: það sé skref í þá átt að byggja sér heim þró- aðra landa gegn vanþróuðu löndunum. eigið þjóðfélag er, að öðrum þjóðum, og þannig munum við fá miklu meiri samkennd með umheiminum. Þá gæti þróunin orðið sú, að við reyndum að nota okkar afgangsorku til að hjálpa þeim þjóðum sem skemmra eru á veg komnar. Jónas: Ég vil taka undir það sem Sigurður sagði: Ég álít að framtíðin muni bera það með sér, að möguleikar verði miklu meiri innan þjóðfélagsins fyrir hvern einstakling til að haga sér og hugsa einsog honum sjálfum sýnist. Hann má vera sérvitur, hann má vera sósíal- isti, hann má byggja sér timb- urkofa, hann má yfirleitt haga sér hvernig sem honum bezt þykir, án þess að konformist- arnir, meðalmennin, fái þving- að hann í þennan farveg eða hinn. Ég held lika, að það verði konunni, einnig húsmóðurinni, miklu auðveldara að leggja útá þær brautir sem hún hefur helzt löngun til. Með hverju árinu sem líður eigum við eftir að taka síaukinn þátt i hinni Mannlegar þarfir, skoðanir, hugsjónir 32

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.