Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 36
að tala um atvlnnulýðræði
einsog það er tíðkað og menn
eru að burðast við að túlka það
í öðrum löndum.
Baldur: Ekki í Júgóslavíu.
Þorbjörn: Eftilvill ekki i Júgó-
slavíu. Ég hafði hana ekki í
huga. En ég held að þetta at-
vinnulýðræði sé algerlega ó-
hugsandi við önnur skilyrði en
þau að jafnframt sé um að
ræða eignarhald á atvinnufyr-
irtækjum. Það sýnir okkur þá
svart á hvítu, að ef á að vera
eignarhald á einstöku fyrir-
tæki, þá getur hvenær sem er
myndazt yfirstétt. Atvinnulýð-
ræði er með öðrum orðum ekki
hugsanlegt, held ég, nema þar
sem er þjóðareign framleiðslu-
tækj anna.
Baldur: Ég er sammála því, að
fullkomið atvinnulýðræði er
ekki fyrir hendi nema með því
að þátttakendurnir eigi og
stjórni fyrirtækjunum.
Andri: Það sem Helgi minntist
á áðan er mikilvægt mál, þ. e.
a. s. hvað verði um þá treg-
greindu í framtíðarþjóðfélag-
inu. Áttirðu þá við þau 2—3%
sem allra treggreindust eru, oft
af líkamlegum orsökum, eða
áttirðu við 10—12—14%?
Helgi: Já, frekar síðarnefnda
hópinn.
Andri: Já, þar er ég að vissu
leyti svartsýnn. Ég get að vissu
leyti tekið undir með þér um,
að þessir einstaklingar séu í
vissri hættu með að geta ekki
fylgzt með, en hinsvegar er
ástæða til meiri bjartsýni held-
ur en undanfarin reynsla í
menntamálum íslendinga og
nágrannaþjóðanna virðist gefa
tilefni til. Námsárangur þessa
fólks virðist geta batnað
mjög mikið með gerbreyttum
kennsluaðferðum, og það fer
Hildur: Ég ætlaði aðeins að
víkja að listinni, afþví það er
búið að tala svo mikið um
hana, og þá jafnframt að slá
svolítið á bjartsýnina. Mig
langar bara að minna á forsíð-
una á þessu hefti sem umræða
okkar á að birtast í.
Geir: Spurningarmerkið?
Hildur: Nei, en alla þessa sem
svartsýnir voru, vegna þess að
þegar maður talar um fagur-
fræði i listum, þá er maður að
hugsa aftur til miðalda, þegar
María mey var máluð í falleg-
alls ekki eingöngu eftir skipt-
ingunni í verknám og bóknám,
heldur virðist vera hægt að ná
mjög sæmilegum árangri í að
kenna þessu námsfólki til
dæmis eitt erlent tungumál, ef
við gerum ekki meiri kröfur en
þær, að það verði fært um að
tjá sig á mjög einföldu máli og
skilja einfalt mál. Ég legg
áherzlu á það, að greindar-
vísitöluhugtakið gamla er orð-
ið úrelt. Fræðimenn eru alveg
að leggja það niður og tala í
staðinn um greindarprófíla eða
annað slíkt. Þar sem þeir eru
mældir er reynt t.d. að nota þá
sem leiðarvísa til að þroska
það sem bezt er.
í sambandi við skólamál held
ég annars almennt að vænta
megi þess, að árið 2000 hafi
mjög skerpzt andstæður, sem
þegar má greina, a. m. k. í
ýmsum háþróuðum iðnaðar-
þjóðfélögum í kringum okkur.
Ég á hér við, að átök aukist
milli þeirra, sem vilja umfram
allt að skólakerfið skili þjóð-
félaginu arði og mennti fyrir
störf þau, sem þjóðfélagið tel-
ur þurfa að vinna, og svo hinna,
sem vilja að hver nemandi,
hver einstaklingur ráði því
sjálfur, hve mikið og á hvern
hátt hann bergir á mennta-
brunni þjóðarinnar. Þessi átök
verða sennilega orðin mjög
skörp um 1980—1985, og ég ótt-
ast að þau muni þá enn halda
áfram að aukast. Einhverskon-
ar málamiðlun virðist nauð-
synleg í þessu sambandi, eigl
skynsemi að fá ráðið og ör-
væntingarbaráttu af hálfu
beggja aðila að verða afstýrt.
Geir: En heldurðu ekki að árið
2000 hafi þessar andstæður
verið yfirstignar og það fyrir
þó nokkru?
Andri: Nei, það tel ég alltof
mikla bjartsýni.
um litum. Hafi menn fylgzt
með því sem gerzt hefur á síð-
ustu árum og er enn að gerast,
þá hefur listin alls ekki tekið
þessa bjartsýnu afstöðu. Það er
kannski til eitthvað sem heit-
ir handmennt eða föndur, sem
fólk hleypur í og dundar sér
við, en listin hefur ekki tekið
jákvæða afstöðu, einsog greini-
lega sést af þessu dæmi sem
Sigurður minntist á.
Geir: Er þetta ekki lika spurn-
ing um visst þunglyndi, ákveð-
ið menningarlegt þunglyndi
sem meðal annars stafar af
mjög óhollum lifnaðarháttum
og einnig af vissum „menning-
arsjúkdómum", svosem ofbeldi
og öðru sliku, sem fær afskap-
lega mikla útbreiðslu fyrir
tilverknað fjöldaframleidds
skemmtiefnis og fjölmiðla. Við
getum bara haft í huga glæpa-
myndafaraldurinn og ýmislegt
af því tagi, sem er útaf fyrir
sig ákaflega fáránleg þróun:
hversvegna skyldi einmitt vera
lögð svo rík áherzla á þessa
neikvæðu þætti?
þrýstihópar
Baldur: Ég geri mér vonir um
að stjórnmálaflokkarnir á ís-
landi breytist á næstu 30 árum.
Nú eru þeir valdatæki ákveð-
inna einstaklinga og þröngra
hagsmunahópa, en ég vona að
þeir þróist í lýðræðislegri átt
og verði raunveruleg baráttu-
tæki fólksins í landinu. Þróun
á þessu sviði hefur verið mjög
hægfara, en ég held hún verði
örari í framtiðinni.
Steingrímur: Ég get tekið und-
ir það með Baldri, að þróunin
á þessu sviði hefur verið afar
hæg á undanförnum árum. Við
erum ennþá að burðast með
allskonar hugsjónir og isma,
sem eru löngu úreltir og tefja
fyrir framförum. Ég held að
þróunin fari aðallega í tvo far-
vegi, þó flokkarnir verði eftil-
vill margir. Annarsvegar verða
þeir sem vilja halda í iðnþró-
unina eða „iðnaðarþjóðfélagið“,
einsog fræðimenn kalla það,
eða tæknivaldið sem likast því
sem það er núna; þeir vilja
semsagt halda þessari vél
gangandi umfram allt og leggja
höfuðáherzlu á þjónustu við
hana og undirgefni. Þó er ég
sannfærður um að þeir munu
láta mikið undan. Hinsvegar
held ég að stór hópur manna
muni meta mannlifið á dálít-
ið annan veg, einsog hér hefur
verið rakið. Þeir vilja ganga
lengra en hingaðtil hefur
verið gert í ýmsum velferð-
armálum, vilja að þjónusta
hins opinbera á hinum nýju
nauðsynjasviðum, einsog trygg-
ingum, heilsuvernd, menntun
og þessháttar, verði miklu víð-
tækari en hingaðtil. Ég held
að þessi hópur leggi jafnframt
ríka áherzlu á það, að maður-
inn verði frjálsari, að hann
verði ekki bundinn á neinn
klafa einhvers múgþjóðfélags;
Bjarni Bragi: Listamenn eru
auðkenni en ekki spámenn.
Hildur: Þeir eru bara hluti af
öllu saman. En þið töluðuð um
þetta einsog afskorinn hlut,
fagurfræði sem væri stunduð
einhversstaðar ein sér, en
listamenn eru i ákaflega nán-
um tengslum við veröldina og
samtímann og spegla hann og
túlka.
Bjarni Bragi: Við vorum ekki
að tala um listamenn, heldur
útrás hjá fólki.
Og
ég held að einstaklingarnir
vilji fá að vera frjálsari og
verði frjálsari. Þeir vilji fá
svigrúm til að þroskast og
skapa, en krefjist jafnframt
mikils af hinu opinbera í sam-
eiginlegri þjónustu. í þessu
sambandi er enn mörgum
spurningum ósvarað.
Geir: Má ég skjóta hér inn
spurningu um orðalag. Getum
við kallað bessa seinni þjóð-
félag~ge 3 til dæmis fjölþátta
(plúralískt) þjóðfélag, mann-
úðlegt, sem ekki væri miðstýrt,
heldur hið gagnstæða, en fyrri
gerðin yrði það sem við höfum
búið við: stigveldi eða híerar-
kískur strúktúr.
Steingrímur: Jú, þetta er alveg
rétt, en ég vil leggja áherzlu á,
að ég held að stigveldið hverfi
frá kapítalismanum sem hug-
sjón. Það verður ekki auðvalds-
fyrirkomulag.
Bjarni Bragi: Mig langar að-
eins til að benda á það, að ef
menn vilja auka eitthvað, sama
hvort það er þjónusta eða vöru-
framleiðsla, þá verða menn að
leggja áherzlu á hagræðingar-,
hagvaxtar- og framleiðnimark-
miðið, að minnstakosti í þeim
greinum sem eiga að skila þeim
mannafla sem nauðsynlegur er
til aukningar.
Steingrímur: Hagfræðingar
verða áreiðanlega ekki úreltir.
Bjarni Bragi: Það er ekki það
sem fyrir mér vakir. Ég er bara
að vara við ósamræmi í þeim
málflutningi að vilja mikið, en
bara af einhverju öðru. Það
kallar samt á áframhaldandi
betri nýtingu.
Andri: í sambandi við stjórn-
mála- og þrýstihópa í framtíð-
Listir
36