Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 44
Nýlega var sú spurning lögð fyrir mig
af blaðamanni, hvort ég — eftir að hafa
lifað langa ævi, fest yndi víðar en í ætt-
landinu og meðal ýmissa kynþátta og
kynnzt bæði meðlæti og mótlæti á lífs-
leiðinni — gæti nú fundið viðburðum og
reynslu liðinnar ævi sameiginlegt eink-
unnarorð — mottó sem svo kallast.
Trúlega fór blaðamaðurinn hyggilega
að ráði sinu, að beina slíkri spurningu
að manneskju af minni kynslóð. Eink-
unnarorð er æskufólki vorra tíma að
líkindum fjarlægt hugtak. Þegar ég horfi
um öxl, sannfærist ég um, að eitt þeirra
lífsfyrirbrigða, sem í tímans rás hafa
tvimælalaust rýrnað að gildi, er orðið,
le mot — mottóið. í vitund jafnaldra
minna var nafnið eitt og hið sama og
hluturinn ellegar maðurinn, það var jafn-
vel hans bezta hlið. Og það var hrós um
sérhvern mann að segja, að orð hans
stæði sem stafur á bók.
Ungu kynslóðinni mundi vafalaust
veitast örðugt að skilja, hversu mjög okk-
ar heimur var mótaður af táknum. Setj-
um svo, að einhver harla hversdagslegur
hlutur lægi hér fyrir framan okkur, til
dæmis efnisbútur, og við reyndum að
koma okkur saman um skilgreiningu á
honum og hvar hann ætti heima. Ungur
maður eða kona kynnu þá að segja sem
svo við mig: „Þú getur kallað hlut þenn-
an hverju nafni sem nefnist, en í raun
og sannleika og að þvi er tekur til raun-
hæfra nota er hér aðeins um að ræða
pjötlu af fánadúk, þetta stóra, i þessum
eða hinum litnum og metrinn þetta dýr.“
Manneskja, sem vanizt hefði táknum frá
barnæsku, mundi hins vegar undrast í
hjarta sínu, verða sárgröm og andmæla:
„Hvað áttu við? Þetta er alrangt hjá þér.
Hluturinn, sem við horfum á, er í raun
réttri og að þvi er almennt notagildi
varðar einn þeirra, er búa yfir ómælandi
orku og krafti. Slíkt mætti sannprófa í
hversdagsleikanum — i daglegu lífi, og
hvenær sem væri, mundi hann geta kall-
að milljónir manna á vettvang, knúð þær
til hergöngu." Þessi dúkpjatla er Stars
and Stripes, old Glory, eða Bandaríki
Norður-Ameríku.
í barnæsku minni var fátt um leikföng
hjá börnum, jafnvel þótt á ríkisheimilum
væri. Leikfangabúðir þekktust þá varla.
Hin vélrænu leikföng nútímans, sem
hreyfast og starfa af sjálfu sér, voru þá
enn naumast komin til sögunnar. Auðvit-
að var hægt að kaupa sér reiðprik, en
oftast þótti manni þó vænna um kvist-
ótta prikið, sem maður hafði sjálfur valið
sér úti í skógi og ímyndunaraflið gat um-
skapað að vild. Við vorum ekki áhorfend-
ur eða skoðendur eins og börn nútímans
virðast vera allt frá fæðingu. Við vor-
um skapandi verur. Að gagnsemi, útliti
og styrkleika var kvistótta prikið miklu
nær þvi að jafnast við Búkefalos, Sleipni
hinn áttfætta eða sjálfan Pegasus heldur
en nokkur skrautmálaður gæðingur úr
fínni verzlun.
Þannig gerðum við okkur það einnig
til gamans að gefa fyrirætlun, tímabili
eða verkefni hátíðlega nafn i mynd ein-
hvers einkunnarorðs, er jafnframt skyldi
kunngera heiminum tilgang þess, sem
KAREN BLIXEN:
EINKUNNARORÐ
ÆVI MINNAR
Ræða flutt í The National
Institute of Arts and Letters í
New York, 28. janúar 1959.
Arnheiður Sigurðardóttir þýddi.
við höfðum með höndum. In hoc signo
vinces. Orðið — mottóið — var hér því
hvorttveggja í senn stefnuskrá og heild-
aryfirlit. Það var til á undan sjálfri at-
höfninni, verknaðinum, og stóð óhaggað
að honum afloknum. Það var upphafs-
versið, „í upphafi var orðið,“ en einnig
lokaorðið, hið heilaga amen.
Og orðið verður máttugt, þegar það er
tekið i slíkri alvöru. Menn velja sér eink-
unnarorð, láta greypa þau í innsigli sín,
og áður en varir hefur einkunnarorðið
mótað þá og staðfest. í Danmörku eru
fjölskyldur, sem öldum saman hafa lifað
undir áhrifum sérstaks einkunnarorðs.
Ég hef þekkt einstaklinga yngri og eldri
kynslóðar úr fjölskyldum þessum og
stundum fundizt margt ólíkt með þeim,
en einkennið kom þó hvarvetna fram,
enda hafa þeir, sem lifa samkvæmt tákn-
inu Nobilisestiraleonis, annan svip,jafn-
vel aðrar hvatir en hinir með Amore, non
vi. Ég er í frændsemi og vináttu við eldri
og yngri meðlimi fjölskyldu, þar sem
menn fæddust og ólust upp samkvæmt
einkunnarorðinu „Og samt -—“. Allt var
þetta stíflynt fólk og örðugt viðræðu.
Þegar ég i huganum lit yfir einkunnar-
orðin, sem ég á hinum ýmsu skeiðum
ævinnar hef valið og talið mér til eignar,
þótt þau hafi víst á endanum frekar náð
eignarhaldi á mér, þá finnst mér ég vera
í sporum Jacques:
„Öll veröldin er leiksvið,
og aðeins leikarar hver karl og kona,
þau fara og koma á sinum setta tíma
sérhver breytir oft um gervi og leikur
sjö þætti sinnar eigin ævi.“
Eða, likt og háttaði um sjálfa mig, ein-
ungis fimm.
Vinur minn á Afrikuárunum, Englend-
ingurinn Denys Finch-Hatton, hló oft að
mér og kallaði mig „The great Emperor
Otto,“ vegna þess að:
„Sú sögn er um keisara á saxneskri
storð
að seint fengi hann valið sér
einkunnarorð.
Hann hvarflaði’ á milli í hugarins pín:
„l’Etat c’est moi“ og „Ich dien’“
Að því er mig áhrærði túlkaði fyrri setn-
ingin, að hyggju Denys, afstöðu mína til
fólks af minum eigin kynþætti, en hin
síðari viðhorf mitt til hinna innbornu,
og var þetta víst ekki fjarri sanni.
í vitund telpuhnokka, sem fæddist upp
í skjóli móður, va‘.ö hugarþröng hins
volduga keisara einc konar auðlegð, tákn
fjölbreyttra mögu'c- ka. Utan á gömlum
stílabókum, sem stundum koma í leitirnar
uppi á háalofti, standa hin og þessi eink-
unnarorð, skráð með rauðum eða bláum
blýanti. Oftast verður fyrir augum harla
lofsverð meginregla, svohljóðandi: Es-
sayez! Aðrar, á einhvers konar latínu,
sem ég því miður hef týnt niður, svo
sem: „Enn ósigraður“ eða „Oft í vanda,
en aldrei hræddur“, grunar mig að hafi
verið skrifaðar í eins konar gremju eða
uppreisn gegn æðri máttarvöldum, sem
sátu á manni — liklega kennslukonunum
okkar, því að ég gekk aldrei í skóla,
heldur var mér kennt heima af kennslu-
konum, og er líkast til af þeim sökum
svo gersamlega fáfróð um ýmsa hluti, sem
öðru fólki eru sjálfsögð þekkingaratriði.
Kennslukonurnar heima — yngri sem
eldri — skorti reyndar siður en svo metn-
að. Á tólf ára aldrinum var okkur ætlað
að skrifa ritgerðir um Racine — verk-
efni sem ég mundi kinoka mér við enn i
dag. Einnig áttum við að þýða „The Lady
of the Lake,“ eftir Walter Scott í ljóð á
danska tungu. Árum saman vorum við
systurnar að vitna í þennan ljóðabálk
okkar á milli. Önnur einkunnarorð, sem
i sjálfu sér hefðu hæft núverandi aldri
mínum betur en tólf ára aldrinum, þegar
ég skrifaði þau, hef ég að likindum valið
vegna fegurðar orðanna einnar saman,
eins og til dæmis: Sicut aquila juven-
escam.
Mér er nær að halda, að það hafi verið
þegar ég var sautján ára gömul, hafði
öðlazt nokkurt sjálfstæði og hafið nám
í málaralist við Listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn, að ég í trausti á ótæmandi
44