Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 46
veru — riða beint inn í hjörð sebradýra
eða antilópa, heyra úr rekkju sinni vold-
ugt öskur ljónsins í fjarska — allt fannst
mér þetta þvi líkast sem ég væri horfin
aftur til þeirra sælu daga, þegar Adam
gaf dýrunum nöfn í aldingarðinum Eden
forðum. Innborna Afríkubúa hafði ég
aldrei hitt fyrr. Samt komu þeir inn í
líf mitt og tilveru líkt og svar við kalli
míns eigin eðlis, ef til vill svar við draum-
um bernskunnar eða skáldskap, sem ég
hafði eitt sinn lesið og elskað, eða þá til-
finningum og hvötum, sem ég innst inni
bjó yfir, enda fannst mér ég alltaf líkari
hinum innbornu en annað hvítt fólk á
þessum slóðum. Frá upphafi rikti trúnað-
ur milli mín og þess, svo að ég get með
sanni sagt, að ást mín til þessa fólks —
karla og kvenna á öllum aldri — til allra
ættkvísla, en þó framar öllu Masaí-ætt-
stofnsins, þessa herskáa fólks og ná-
granna minna handan fljótsins — hún
var sterkasta ástríðan, sem ég hef kennt
um dagana. Hinar dökku verur allt um-
hverfis mig svöruðu mér jafnvel án orða,
með hljóðlátum hreyfingum sínum og
rósömu, árvökru augnaráði. Og værum
við ein saman, óx bergmálið. Ég hef verið
á villidýraveiðum í hundruð mílna fjar-
lægð frá öðrum hvitum mönnum með
innborna menn eina að fylgdarliði og þá
sameinazt umhverfinu - landslagi, dýrum
og mannverum og timum dags og nætur.
Sú tilfinning varð sterkari, vegna þess að
hinir innbornu gáfu okkur, hvita fólkinu,
innlend nöfn og einkenndu okkur þannig
með orðum úr sínu eigin tungumáli.
Einna oftast voru þetta dýranöfn, þótt
undantekningar væru frá þeirri reglu.
Einn nágranna minna, maður mjög
ómannblendinn, gekk þannig undir nafn-
inu sahani modja, þ. e. diskur og hnífa-
par, og hinn sænski vinur minn, Eric von
Otter, hlaut virðingarheitið resarsi modja
eða skothylki, af því honum dugði ætið
ein kúla á hvert veiðidýr. Við hjónin köll-
uðumst wauhauga eða villigæsirnar.
Seinna, þegar ég sat ein eftir á búgarðin-
um, fékk ég bréf frá gamla byssuberan-
um mínum, Sómalímanni, er skrifaði mér
frá heimalandi sínu og byrjaði bréfið
með orðunum „Virðulega ljónynja." Af-
leiðingin varð sú, að allir vinir minir í
nýlendunni tóku að kalla mig ljónynju.
Það er sannfæring mín, að konan — í
öllu falli — eigi hamingju sína undir þvi,
að hún finni bergmál, enduróm í tilver-
unni, en i því felst i rauninni vitundin
um óþrjótandi auðlegð. Ég gef hverjum
eiginmanni eftirfarandi ráð: Svaraðu
konunni þinni, og fáðu hana til að svara
þér.
Einkunnarorð Finch-Hatton-fjölskyld-
unnar varð mér enn fremur kært vegna
siðfræðilegs inntaks síns. Ég mun svara
fyrir orð mín og athafnir; ég mun svara
til þeirra áhrifa, sem ég vek. Ég vil vera
fyrirsvarsmaður.
Ekki er ég alls kostar fær um að gera
grein fyrir nánum tengslum orðanna og
hugtakanna svar og fyrirsvar. Áheyrend-
ur mínir — og meðal þeirra eru vafalaust
margir betur að sér í upprunamálfræði
heldur en ég — gætu ef til vill útskýrt
þetta. Merkingin fyrirfinnst í þeim
tungumálum, sem mér eru kunn — i
responsibility líkt og í danska orðinu an-
svar. í nýlendu getur oft verið raunalegt
að sjá, hversu þeim, sem hefðu i heima-
landi sinu aðlagað sig óskráðum lögum
um rétt hátterni, finnst þeir gersamlega
undanþegnir öllu sliku i umhverfi, þar
sem ógerlegt er að krefja þá reiknings-
skapar. Það er þvi harla mikilvægt þar,
eins og raunar alls staðar að orðin Je
responderay! séu runnin manni í merg og
bein.
Ef ég nú, eftir að vera horfin heim aft-
ur frá hinum sælu veiðilöndum, ætti að
ráðleggja einhverri manneskju, sem leit-
ar sér einkunnarorðs, þá mundi ég segja
við hana, að Je responderay! væri heilla-
vænlegt tákn á lífsbrautinni. Þegar ég lít
í huganum yfir tuttugu ára dvöl mína i
Afriku, verður sú staðreynd, að allt sner-
ist manni til góðs, sönnun fyrir því, að
maður hafði í rauninni elskað guð.
Þeim, sem lesið hafa bók mína, Jörð í
Afriku, mun þó kunnugt um, að þetta
ástand hlutanna varð ekki varanlegt hjá
mér. Þegar verðfall varð á kaffi á önd-
verðum fjórða tug aldarinnar, neyddist
ég til að láta búgarðinn af hendi. Ég
sneri þá heim aftur til ættlands míns —
þessa marflata lands þar sem bergmál
sléttunnar náði hvergi eyrum mínum, en
villtu, stórvöxnu, áhyggjulausu íbúarnir
hennar og svörtu, vinalegu verurnar í
negrakofunum voru mér horfin fyrir
fullt og allt, hnigin bak við sjóndeildar-
hringinn. Á þessu timabili átti tilveran
ekkert svar mér til handa úr nokkurri
átt. Margoft hafði það áður hent mig
að imynda mér eitt eða annað, sem svo
reyndist á einhvern hátt örðugt i fram-
kvæmd. Nú fór á þveröfugan veg. Allt í
kringum mig voru hlutir að gerast og
þeir jafnvel mjög áleitnir, og það án þess
ég fengi á nokkurn hátt séð þá fyrir.
Við þær aðstæður hlaut ég sjálf að
þagna. Ég átti í orðins fyllsta skilningi
ekkert ósagt.
Og þó varð ég að taka til máls. Því að
bækurnar minar hlaut ég að skrifa.
Síðustu mánuðina í Afríku, þegar mér
var orðið ljóst, að ég varð að láta bú-
garðinn af hendi, tók ég til við að skrifa
á nóttunni til að beina huganum frá
þeim efnum, sem hann glímdi við án af-
láts liðlangan daginn, og inn á nýjar
brautir. Þegar hér var komið, höfðu leigu-
liðar mínir gert sér það að venju að
koma heim að húsinu daglega og sitja
þögulir umhverfis það tímunum saman,
eins og þeir hygðust blátt áfram biða þar
og sjá, hverju fram yndi. Nærveru þeirra
skynjaði ég fremur sem vináttuvott en
ásökun. Samt var hún áhrifarík og
íþyngjandi, svo að ég átti örðugt með að
taka mér nokkuð fyrir hendur. En þegar
leið að nóttu, fóru þeir heim í kofana
sína. Og sem ég sat einsömul eftir i hús-
inu — eða þá að Farah, tryggðatröllið,
stóð álengdar óbifanlegur í siðu, hvítu
Arabaklæðunum og hallaðist upp að
veggnum — einmitt þá fóru fjarlægar
verur, raddir og litir að birtast og sveima
umhverfis olíulampann minn. Það var þá,
sem ég skrifaði tvær af mínum Sjö furðu-
sögum. -------
Nú var ég aftur setzt að á gamla heimil-
inu mínu hjá móður minni, sem tók sinni
glötuðu dóttur af öllum ástúðleik hjarta
síns, en fékk þó aldrei skilið til fullnustu,
að ég væri ekki ennþá fimmtán ára,
heldur hefði síðustu átján árin lifað við
næsta óvenjulegt frjálsræði. Heimili mitt
var yndislegur staður. Þar hefði ég getað
átt áhyggjulausa daga í sælli ró, en ég
eygði bara enga framtíð fyrir mig. Og
peninga átti ég enga. Heimanmundinum,
sem svo átti að kallast, hafði ég tapað
með búgarðinum. Þeir, sem ég var fjár-
hagslega háð, áttu heimtingu á þvi, að ég
skapaði mér einhvers konar lífsgrundvöll.
Furðusögurnar tóku að krefjast höfundar,
en allra fyrst heimtuðu þær einkunnar-
orð fyrir bókina, sem átti að innihalda
þær. „Gef oss tákn,“ hrópuðu þær — að
vísu ekkert sigurtákn, því að um þetta
leyti var mér ekkert fjarlægara en hug-
myndir um sigur, en — „tákn í hvers
anda vér fáum hrærzt, lyft oss til flugs.“
Óvænt, líkt og af sjálfu sér, kom þriðja
einkunnarorðið skyndilega upp í hendur
mér. í svipinn skildi ég jafnvel ekki
merkingu þess, það altók mig blátt áfram.
í litlu flugvélinni, sem ég flaug i yfir
Afríku með Denys, var aðeins sæti fyrir
tvo, og varð farþeginn að sitja fyrir fram-
an flugmanninn með háloftið eitt saman
fram undan. Óhj ákvæmilega hlaut manni
að finnast maður borinn áfram um him-
ingeiminn á örmum loftanda líkt og ein-
hver ævintýrapersóna úr Þúsund og einni
nótt. Á morgnana og siðdegis, þegar ég
þurfti ekki að óttast sólina, var ég vön
að taka af mér flughjálminn, og afriski
vindurinn þreif í hár mér og togaði höfuð
mitt aftur, svo að ég átti fullt i fangi
með að hemja það á sinum stað. Heima
i Danmörku hafði nú einn af straumum
lífsins hrifið mig með sér á líkan hátt, og
sá virtist þekkja sinn tilgang, þótt sjálf
gerði ég það ekki.
Það atvikaðist svo, að eitt sinn rakst
ég á frásögn i dagblaði um frakkneskt
leiðangursskip, sem sokkið hafði undan
ströndum íslands. Og nafn skipsins hafði
verið Pourquoi pas? — „Hvers vegna
ekki?“
Nú er einnig þetta einkunnarorð alger
fjarstæða i eðli sínu, og ég get ekki bein-
linis gert grein fyrir merkingu þess. En
það hafði sín áhrif. Það var örvandi,
vakti innblástur. Eitt saman hljómar
„Hvers vegna?“ líkt og kvörtun, kvein-
stafir, óp frá innstu rótum hjartans; það
virðist hróp úr eyðimörk, neikvætt í eðli
sínu, rödd glataðs málstaðar. En sé öðru
neikvæði svo sem pas, „ekki“, bætt við,
umbreytist þessi átakanlega spurning í
svar, skipun, tákn, sem elur á óstýrilátum
vonum.
Undir þessu tákni — stundum full efa-
semda um fyrirtækið í heild, en þó að
vissu leyti i forsjá verndaranda, sem var
hvorttveggja í senn giftudrjúgur og
heimtufrekur — lauk ég minni fyrstu bók.
Þetta þriðja einkunnarorð er í rauninni
yfirskrift allra minna bóka. Og svo hygg
ég einnig muni verða um þær bækur, sem
ég kann að eiga óskrifaðar.
Þegar ég sendi vini í Afríku, Hugh
Martin, fyrstu smásöguna mína til þess
46