Samvinnan - 01.04.1971, Side 47

Samvinnan - 01.04.1971, Side 47
að fá persónulegt álit hans á henni, svar- aði hann mér með ljóðlínum eftir Kipl- ing: Austur hvessti sig Horn yfir mar: Hvar lærði hann Frakkur kúnstirnar? Með þrírifað segl hann sigldi mig niður, hringinn um Horn. Útsærinn gegndi: Ekki frá mér. Englandshaf kann að vita það ger. Fullum seglum hann sigldi mig niður i hvarf fyrir Horn.*) Þetta svar gæti ég gert að minu eigin. — Á þessu skeiði ævinnar átti ég mér hvorki læriföður né meistara. Þá hefði ekki verið á nokkurs manns færi að gefa mér ráð eða kenna mér neitt. Mér var svipt um borð, mig bar áleiðis með frakkneska skipinu, sem sokkið hafði i hin svölu sjáv- ardjúp við ísland: Pourquoi pas? „Þau fara og koma“ — það á lika við um stefnuskrár og einkunnarorð. En í góðu leikriti merkir þetta að hverfa af leiksviðinu — ekki að hverfa fyrir fullt og allt. Jafnvel þótt einhver persóna hverfi endanlega, er hún eftir sem áður hluti af leikritinu og heyrir þvi til. Næsta einkunnarorð lífs míns kom inn i það ofur hljóðlega, án þess að þoka Pourquoi pas? burt, líkt og samkvæmt náttúru- lögmáli, árstíðaskiptum — einhverju sem enginn í raun og veru óskar að væri öðru vísi. Umhverfis forna enska borg voru þrir borgarmúrar. Á hverjum þeirra var hlið og yfir hverju hliði áletrun. Yfir yzta hliðinu stóðu þessi orð: Be bold, yfir mið- hliðinu: Be bold, og yfir hinu innsta stóð: Be not too bold. Hljómar þetta í eyrum tilheyrenda minna eins og afturför hefði orðið? *) Þýð.: Þorsteinn Valdimarsson. Arthur Miller, Marilyn Monroe, Carson Mc- Cullers og Karen Blixen á heimili McCullers í Nyack í janúar 1959. Káputeikningin á bók Blixens, „Out of Africa“, sem notuð var bœöi í Englandi (Putnam), og Ameríku (Random House). Sjálfri finnst mér ekki svo. Sú, sem alla daga hefur tekið undir með Mussolini, „Ég hef engar mætur á kyrrsetum,“ getur þó fúslega fallizt á, hvenær tilhlýðileít sé að svipast eftir stól og hagræða sér í hon- um í trausti þess, að „trees where you sit will crowd into a shade.“ Þörfin fyrir að setja svip sinn á heiminn með eigin vilja og persónuleik umbreytist i þrá eftir að vera fær um að taka því sem að hönd- um ber, gefa sig á vald sjálfu sköpunar- verkinu — verði þinn vilji. Hvor afstaðan felur í sér sannari dirfsku? Ég hef verið sterk, óvenju sterkbyggð af konu að vera, getað gengið lengur í einu og riðið lengur samfellt en flestir karlmenn. Ég hef dregið Masaí-boga fyrir odd og í sigur- vimunni fundizt ég vera i ætt við sjálfan Ódysseif. Núverandi þróttleysi er í eðli- legu framhaldi af lífsorku fyrri daga. Nietzsche hefur komizt svo að orði: „Ég er jákvæður, og baráttumaður hef ég verið, svo að ég mætti einn góðan veð- urdag óhindraður lyfta höndunum og blessa.“ Siðarnefnd afstaða er í engri mótsögn við þá fyrri, heldur i fullkomnu samhengi. Er manneskju, sem skynjar eilífðina að baki og framundan, til fullnustu unnt að virða og meta hina hverfulu líðandi stund, þegar horft er yfir skóginn eða vatnið, stund helgaða vinsamlegum sam- ræðum við vini? Áþekka og í ljóðinu um fuglinn, sem tyllir sér á granna grein i fullri vitund um, að greinin fær ekki borið hann — en jafnframt vitandi um vængina, sem munu bera hann, þegar sú stund kemur. Já — Pourquoi pas? Eldra einkunnarorðið hefur þokað til hliðar, en styður þó hið nýja. Ég er komin hingað til Ameriku undir merkinu: Be bold. Be bold. Be not too bold. Ég gæti óskað þess að ég hefði átt kost á að koma hingað fyrr á árum, þeg- ar nauðsyn þess að sigla var mér augljós- ari en hin — að lifa. Samt finnst mér ekki tilhögunin neitt tákn um afturför — hún kynni jafnvel að fela i sér eins konar spaug. Hver veit nema það sé hollt fyrir mig — einmitt nú þegar ég tala til yðar — að hafa þessa aðvörun hug- fasta — vera ekki of djörf, í öllu falli ekki of langorð. Ég ætla að enda þessa tölu um eink- unnarorð ævi minnar á ofurlítilli sögu, sem einn vina minna hefur sagt mér. Gamall kínverskur mandaríni hafði á bernskudögum ungs keisara haft stjórn ríkisins með höndum fyrir hann. Þegar keisarinn varð myndugur, fékk gamli maðurinn honum i hendur hring nokk- urn, sem verið hafði embættistákn hans á ríkisstjóratíðinni, og sagði við hann: „í hring þennan hef ég látið gera áletr- un, sem kynni að reynast yðar blessuðu hátign gagnsamleg. Það má lesa hana á stund hættunnar, efasemdanna, ósigurs- ins. Það má einnig lesa hana á stund sig- ursins, fagnaðarins, sæmdarinnar." í hringinn voru grafin þessi orð: „Einnig þetta tekur enda.“ Setninguna ber ekki að skilja þannig, að tár, hlátur, vonir eða vonbrigði hverfi í tómið. En hún segir okkur, að allt eigi þetta eftir að hverfast í eina heild. Og brátt fyrirhittum við það allt sem sam- einandi drætti í heildarmynd mannsins eða konunnar. Á vörum stórskáldsins öðlast þessi hvörf mynd voldugrar samræmdrar feg- urðar: Nothing of him doth fade, but doth suffer a seachange into something rich and strange. Við getum vel tekið okkur orð þessi í munn án nokkurrar fordildar — jafnvel þegar við tölum um okkur sjálf. Sérhvert okkar mun í hjarta sínu finna, hve auð- ugt það er og undursamlegt — þetta sem við köllum líf mitt. V 47

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.