Samvinnan - 01.04.1971, Síða 52

Samvinnan - 01.04.1971, Síða 52
Af hverju er nú alltaf verið að banna allt milli himins og jarðar hér á þessu landi frelsis, jafnréttis og bræðralags? Mér kom þetta í hug þegar ég horfði á sjónvarpsþátt um hundahald á dögunum, en í þætti þessum kom fram kona nokkur, sem virtist álíta, að það væri nægileg forsenda fyrir því að banna hundahald, að henni væri óbærileg tilhugsun að hálsbrotna á hundaskít. Meira en lítið kresin sú. Það er meira að segja bannað að vera berrassaður á al- mannafæri, eins og það getur nú verið gaman þegar veður- skilyrði eru fyrir hendi. Boxið — the noble art of self-defence eða hin göfuga list sjálfsvarnar — er bannað. í öðrum löndum er það talið til mannréttinda að fólk fái að berja hvert annað til óbóta í sjálfsvarnarskyni og er auðvit- að sjálfsagður hlutur. ★ Drekkandi bjór, þessi unaðs- legi mjöður sem betur er til þess fallinn að gleðja mannsins hjarta, í hófi, en flest annað, er fordæmdur af ríkisvaldinu, en hins vegar selur ríkisstjórnin landsmönnum brennivín fyrir nærri tvær miljónir á dag, all- an ársins hring, og allir vita nú hvernig maður verður af brennivíni. Þeir, sem ekki eru ölóðir í kappakstri niðri í mið- bæ, eru að pynda hesta innvið Elliðaár, eða þá heima hjá sér að misþyrma konunni í ölæði og berja börnin. Margaríninu er fleygt í málverkin, en skyr- inu slett upp um alla veggi, í trausti gamals máltækis um eignarrétt einstaklingsins. Og svo kemur konan morguninn eftir heim af slysavarðstofunni, byrjar á því að ryksjúga upp leifarnar af húsgögnunum og þrifa skyrið af veggjunum með kittisspaða, en eiginmaðurinn gubbar ofan í súpudiskinn, með glóðarauga á báðum. Svona heimilislífi stendur nú ríkis- stjórnin fyrir. Haldiði að það sé? ★ Hvað er það nú fleira, sem er bannað? — Jú, það er bannað að drepa fólk, nema eftir settum reglum, en það er nú önnur saga og alltof flókið mál til að fara nánar útí. Já, og svo er hassið náttúr- lega bannað, sem betur fer, en fjölmiðlar búnir að auglýsa þetta fíknilyf svo rækilega upp, að það er nánast komið í tízku. Eigi alls fyrir löngu rakst ég á þessa fyrirsögn í dagblaði: „Farþegar berháttaðir — síð- an hófst leitin.“ í þessu sambandi datt mér í hug gamall húsgangur, íslenzk- ur, sem er svona: Gott er að hafa gat á rassi og geyma í því kíló af hassi ★ Og ekki má gleyma klám- inu. Það er stranglega bann- að, nema það þjóni listrænum tilgangi. Listrænum tilgangi! Manni verður nú flökurt. Aldrei hef ég heyrt um það, að feimn- ismál gætu þjónað einhverjum listrænum tilgangi, enda blundar enginn listrænn til- gangur með neinum lista- manni. Þetta hugtak er fundið upp af fúskurum og svindlur- um, sem eru að reyna að sanna tilverurétt verka sinna undir því yfirskyni að þau séu lista- verk. Klámið virðist hins vegar vera gulls ígildi fyrir náttúru- lausa kalla og kellingar, og því svæsnara sem klámið er, þeim mun meiri dáðir er kallinn til með að drýgja í bólinu, enda kellingin þá orðin eins og fýsna- eða fíknabelgur. Sem sagt, klámið getur verið leiðin til sannrar lífshamingju, og samt er það bannað. Þetta kalla ég nú skepnuskap. ★ Og nú nenni ég ekki lengur að vera að staglast á því, sem bannað er, en vík máli mínu að því, sem ég vildi láta banna, en það er helzt tvennt, nefni- lega faðirvorið og þjóðsöngur- inn. Faðirvorið þarf ef til vill ekki að banna, því ungdómurinn i landinu virðist það viti bor- inn að neita að læra utanað svo vonda þulu sem faðirvorið er, enda eru þessi börn af- sprengi „mevkustu bókmennta- þjóðar í heimi.“ Tónlistin við þjóðsönginn er að margra dómi ljómandi fal- leg, en tæplega er hægt að segja, að lagið sé sönghæft fyr- ir almenning, gengur um nærri tvær áttundir og laglínan tals- vert flókin, sérstaklega fyrir laglausa. Um ljóðið er það hins vegar að segja, að þegar frá er skilið fyrsta e'indið — sem þó verður að te’jast harla vafasamur kveðskapur — þá er það hreint kraftave.k, að jafnmikið önd- vegisskáld og Matthías heitinn Jochumsson — blessuð sé minning hans — skuli hafa getað klúðrað saman slíkum þvættingi, og þá er það ekki síður kraftaverk, að slíku ljóði skuli hafa hlotnazt sú vegsemd að verða þjóðsöngur „mestu bókmenntaþjóðar í heimi“. Það er forheimskandi fyrir börn að læra slíkt bull utanað, glæpur að reyna að kenna þeim það, og á þeim forsendum á að banna það eins og aðra glæpi. Þetta er þungur áfellisdóm- ur um þjóðsönginn, en sann- leikurinn er sá, að ég var að hlýða stráknum mínum yfir Ijóðið um daginn, og mér blöskraði svo, að ég get ekki orða bundizt. Þá var það, að ég bað kunningja minn, sem kennir tónlist í einum af menntaskólum borgarinnar, að komast eftir því fyrir mig, hve margir kynnu þjóðsönginn. Hann brást vel við, og hér er niðurstaðan. Áf tveimur bekkjardeildum fjórða bekkjar, sem í voru 45 manns samtals, kunni tæp- lega helmingur lagið — fæstir þeirra gátu þó sungið það skammlaust. Sami fjöldi kunni fyrsta erindi, sumir þeirra þó aðeins nokkurn veginn. Af þessum hópi kunni enginn annað eða þriðja erindi, en þrír fyrstu Ijóðlínu annars erindis: „Ó, guð, ó, guð, vér föllum fram.“ 52

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.