Samvinnan - 01.12.1972, Side 13

Samvinnan - 01.12.1972, Side 13
Það fer vel á því að taka fyrir í hverju hefti afmarkað efni, sem alþjóð varðar, og fá til nokkra menn að freista þess að gera málinu einhver skil. Þarna tekst að vísu misjafn- lega til, svo sem við er að bú- ast, og oft hefur betur bláslð en nú. f þessu 5. hefti er fjall- að um bókaútgáfu, og koma þar við sögu 13 rithöfundar og útgefendur. Of iítið er upp úr þeim umræðum að hafa. Verð- ur þó lesandi fróðari um sumt eftir en áður, sbr. t. a. m. grein Hafsteins Guðmundssonar, „Hugleiðingar um bókagerð". En sitthvað er þarna líka stór- um aðfinnsluvert. Hjá einum greinarhöfundi kemur fram vitaverð fáfræði („Allir fram- leiðendur landbúnaðarvöru fá ... sömu niðurgreiðslur ...“), hjá öðrum ber tilfinnanlega á óskýrleika í hugsun og klúð- urslegri framsetningu („Sam- fara nýjum hreyfingum og samf aratækni (!) samf ara tækniendurbótum (frjóu and- rúmslofti nýrra leiða) þá hef- ur undrum í líki meðfærilegra ræmugerðartækja, myndsegul- banda og fjölföldunartækja skolað yfir hinn óánægða minnihluta hins ánægða minnihluta heimsbyggðarinn- ar“.). Og sjálfur tekur þú svo á viðkvæmu deilumáli, Sigurð- ur minn, að undirritaður, sem vitaskuld er alls ókunnur mála- vöxtum, minnist ósjálfrátt þeirra gömlu sanninda, að oft er hálfsögð sagan, þegar einn segir frá. En sleppum þessu. Hitt er ótvírætt, að það, sem mestan svip setur á greinaflokkinn, er sultarsöngur. — Rithöfundar svelta, útgefendur svelta, enda eru þeir alltaf að tapa. Þeir, sem fást við ritstörf, þeir, sem gefa út bækur, hafa það hvergi eins hábölvað og á íslandi. Já, það er bágt að vera íslending- ur. Er ekki bezt að hætta því? Það merkilega er, hversu margir eru fúsir að fara í þetta sultarástand. Hér er enginn hörgull á rithöfundum, enginn hörgull á útgefendum bóka. Hitt er annað mál, að sumum kann að þykja sem nokkur skortur sé að verða á góðum höfundum. Kannske væri reyn- andi að kaupa í þá skáldavitið. f þessu sambandi er ekki með öllu úrhendis að minnast á þær tiktúrur ýmsar í rithætti, sem hinir yngri höfundar eru farn- ir að temja sér, öllum til leið- inda. Á ég þá m. a. við þá áráttu, að slengja mörgum orðum saman í eitt. Löng orð eru ljót, sbr. til að mynda „þarf af ullnægingarsj ónarmið- Innbú og innstæða Það er dýrt að stofna heimili og margt sem þarf að kaupa. Stundum er ungt fólk bráðlátt. Því finnst taka langan tíma að spara fyrir því, sem það vill eignast. Nú kemur Landsbankinn til móts við sparifjáreigendur með nýju sparilánakerfi, Sparilán eru nýr þáttur í þjónustu Lands- bankans. Reglubundinn sparnaður skapar yður rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt. Ungt fólk getur gert áætlun um væntanlegan innbúskostnaö. Síðan ákveður það hve mikið það vill spara mánaðarlega. Eftir umsaminn tíma tekur það út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fær Sþarilán til viðbótar. Rétturinn til lántöku byggist á gagnkvæmu trausti Landsbankans og viðskiptavin- arins. Reglubundinn sparnaður og reglu- semi í viðskiptum eru einu skilyrðin. Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Kynnið yður þjónustu Landsbank- ans. Biöjið bankann um bæklinginn um Sparilán. argus

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.