Samvinnan - 01.12.1972, Side 20

Samvinnan - 01.12.1972, Side 20
Dr. Finnbóíji Guðmundsson Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson Dr. Finnbogi Guðmundsson: Þjóðarbókhlaðan Erindi flutt á öðrum landsfundi bókavarða 8. september 1972 (hér birt með örfáum breytingum) í erindi því um íslenzk rannsóknar- bókasöfn, er ég flutti á fyrsta landsfundi bókavarða fyrir tveimur árum, vék ég i lokin stuttlega að hinni fyrirhuguðu þjóðarbókhlöðu og sagði þá m. a.: „Þótt freistandi væri að setja á langa tölu um það, hvernig vér hugsum oss hið nýja hús i stórum dráttum, verður það ekki gert að sinni. Það eitt skal sagt, að vér, sem að því máli vinnum bæði frá Landsbókasafni og Háskólan- um og eigum um það ágætt samstarf, munum reyna að haga svo til í hvi- vetna, að safnið geti orðið sú miðstöð og sá aflgjafi, sem því er ætlað að verða.“ Ég held, að það sé ekki úr vegi að verja þeim tíma, sem mér er hér ætl- aður, til þess að skýra frá aðdraganda og gangi þessa bókhlöðumáls og lýsa síðan að nokkru bókhlöðunni, eins og vér hugsum oss hana á þessu stigi. Svo sem að líkum lætur, verður að stikla á mjög stóru, og tekið skal fram þegar í upphafi, að ég mun leiða hjá mér þau átök, sem orðið hafa um þetta mál. Það hefur haft sinn gang þrátt fyrir þau og nú ekki annar vænni en taka þeim mun rösklegar til óspilltra málanna. Ég hverf þá fyrst nokkuð aftur í tím- ann og tek til við árið 1956, þótt bók- hlöðumálið eigi sér að vísu enn lengri aðdraganda. Tildrög Hinn 11. september skipaði dr. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráð- herra, fimm manna nefnd til þess að athuga, „hvort fjárhagslega og skipu- lagslega muni eigi hagkvæmt að sam- eina Háskólabókasafnið og Landsbóka- safn að einhverju eða öllu leyti, þannig að Háskólabókasafn yrði framvegis hand- bókasafn fyrir Háskólann, en Landsbóka- safn tæki við öðrum hlutverkum þess“. í nefndinni áttu sæti Þorkell Jóhannes- son háskólarelj.tor og fyrrum landsbóka- vörður formaður, Birgir Thorlaeius ráðu- neytisstjóri, Bjarni Vilhjálmsson cand. mag., Björn Sigfússon háskólabókavörð- ur og Pinnur Sigmundsson landsbóka- vörður. Nefndarformaður lýsxti þegar í upphafi „þeirri skoðun sinni, ,að hann teldi skipulagslega óheppilegt og fjárhagslega óhagstætt, að hér væri haltiið uppi tveim- ur vísindalegum bókasöfniun, er hefðu, svo sem verið hefur til þetisa, litla sem enga samvinnu sín á milli“, og ennfrem- ur, að ekki væri „unnt að l’eysa bóka- þörf Háskólans í heild sinni með sam- einingu við Landsbókasafnið á viðun- andi hátt og til frambúðar með öðru móti en því að reisa nýtt saf.nhús fyrir Landsbókasafnið í næsta nágrenní við háskólabygginguna. Að þessu bæri því að stefna og flýta þessu máli sem allra mest“, eins og segir í áliti bókasal’ns- nefndarinnar, dags. 11. janúar 1957. Þegar um það var rætt, að finna hent- ugan stað fyrir nýtt safnhús í nágrenni Háskólans, studdist nefndin að nokkru við athuganir nefndar, er Bjarni Bene- diktsson hafði skipað í menntamála- ráðherratíð sinni til að kanna, hversu dýrmætustu bækur og handrit Lands- bókasafnsins yrðu trygg ilegast geymd, og taldi sú nefnd, að hepf úlegast mundi að gera það í sambandi við nýja safnhús- byggingu. í framhaldi af ti) lögum bókasafns- nefndarinnar var að forgöngu mennta- málaráðherra sarnþyikkt á alþingi 29. mai 1957 svob.'ljóðandl þingsályktunartil- laga: Alþingi ályktar: 1. að sameina beri Háskólabókasafn Landsbókasafni eins fljótt og unnt er á næstu árum, þannig að Lands- bókasafn verði aðalsafn, en i Há- skólabókasafni sé sá þáttur starf- seminnar, sem miðast við handbóka- og námsþarfir stúdenta og kennslu- undirbúning og rannsóknir kennara; 2. að fela rikisstjórninni að gera nauö- synlegar ráðstafanir í þessa átt; 3. að nú þegar verði svo náið samstarf upp tekið milli Landsbókasafns og Háskólabókasafns sem við verður komið að áliti forráðamanna þeirra og hliðsjón höfð af væntanlegri sameining safnanna. í júni 1966 skipaði menntamálaráð- herra enn nefnd „til að athuga, hversu málum vísindalegra bókasafna verði skipað hér á landi til frambúðar, þ. á m. um tengsl Háskólabókasafns og Lands- bókasafns". í nefndinni áttu sæti Björn Sigfússon háskólabókavörður, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður og Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, sem var for- maður nefndarinnar. Nefndin skilaði áliti síðla sumars 1966 og mælti ein- dregið með því, að þingsályktunartillögu um sameining safnanna frá 1957 yrði framfylgt og bókasafnshús reist í næsta nágrenni við Háskólann. Hinn 24. sept. 1966 skipaði mennta- í nálaráðherra svokallaða háskólanefnd „til þess að semja áætlun um þróun Háskóla íslands á næstu tuttugu árum“. í skýrslu nefndarinnar, sem birt var í september 1969, segir m. a. svo um bóka- saf:asmál: „Háskólanefnd tekur eindregið und'ir þær hugmyndir, sem fram hafa koniið, um nauðsyn þess að tengja sam- an cftir þvi sem auðið er Landsbókasafn og Háskólabókasafn. Verður afl þeirra :safna sameinaðra ólíkt meira en tveggja lítilla safna og vanmegnugra.“ (73. bls.). — Er hér í rauninni lýst tilgangi hinna mýju laga um Landsbókasafn íslands, er samþykkt voru vorið 1969, að því er tekur til þeirrar sameiningar kraftanna, sein stefnt er að. Ýmsir aðilar utan safnanna létu um I læssar mundir málefni þeirra til sín t siika, svo sem Félag íslenzkra fræða, f aHtrúaráð Bandalags háskólamanna o. fL, ETmræður um þau á alþingi síðla árs 12

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.