Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 23
og minntu á, að sú bygging, sem hér
um ræddi, þyrfti svigrúm, er hæfði eðli
hennar og hlutverki.
Þeir lögðu ennfremur áherzlu á, að
tekið yrði frá land sunnan safnsins við
Birkimel vegna stækkunar þess síðar og
tryggilega búið um, að því landrými yrði
ekki ráðstafað á annan veg.
Byggingar norðan safnsins milli þess
og Hringbrautar töldu þeir ekki koma til
greina, og ætla yrði næg bílastæði í ná-
grenni safnsins, en hafa þau ekki alveg
ofan í því.
Um íþróttavöllinn sögðu þeir að lok-
um, að hann hlyti að víkja, þegar bók-
hlaðan væri komin upp. Hún mundi að
vísu standa utan endimarka vallarins,
en ónæðið af honum yrði eðlilega meira
en svo, að völlurinn og safnið gætu átt
þarna samleið til frambúðar.
Á fundi borgarráðs 30. júlí 1971 var
lögð fram umsögn borgarlögmanns og
borgarverkfræðings, dags. 30. júlí 1971,
um staðsetningu bókhlöðubyggingar á
horni Birkimels og Hringbrautar, og
féllst borgarráð á umsögnina.
í umsögninni var lagt til, eins og áður
hefur komið fram, að samþykkt yrðu
fyrirheit um allt að 20.000 m2 lóð á
þessum stað.
í smágrein um útsýni segir svo að
lokum:
Útsýni
Útsýni úr bókhlöðunni verður tvi-
mælalaust tilkomumest til norðurs, og
reynir á, að það verði nýtt sem bezt eftir
því, sem það samrýmist tilgangi og gerð
hússins að öðru leyti.
Helztu þarfir
I öðrum aðalkafla forsagnar er rætt
um helztu þarfir. Er hér gert ráð fyrir,
að bókakostur safnsins verði um 550 þús.
bindi, þegar tekið verður til starfa í
hinni nýju bókhlöðu, en sá bókakostur,
sem ástæða þykir til að hafa að tuttugu
árum liðnum undir einu þaki, verði um
850 þús. bindi. Þegar fram í sækir, verður
f emur spurt um það, hve góður bóka-
kosturinn sé, en hve mikill hann kunni
að vera.
í grein um lesendur er gert ráð fyrir,
að lessæti verði 675 við opnun safnsins,
en unnt verði á næstu tíu árum að
fjölga þeim í eitt þúsund. Ekki er nú
ástæða til að ætla, að vikið verði til
stó:ra muna frá þessari ráðagerð. Vér
verðum auðvitað að gera það upp við
oss, hve mörg lessæti vér ætlum að hafa
til reiðu samanlagt i hinu nýja safni og
einstökum deildum og stofnunum Há-
skólans. Ætlum vér að hafa eitt sæti
handa hverjum tveimur, þremur eða
fjórum stúdentum að meðaltali? Hve
nærri getum vér farið um stúdentafjöld-
ann á 9. tug aldarinnar? Hljóta ekki að
vera takmörk fyrir því, hve marga vér
getum teygt út á háskólabrautina, þó að
sú leið sé um hríð talin hin eina sálu-
hjálplega? Er nokkur von til, að allur
sá fjöldi, sem nú er við háskólanám bæði
heima og erlendis, geti fengið stöður að
námi loknu, hvað þá heldur, þegar stúd-
entafjöldinn verður að tíu árum liðnum
orðinn helmingi meiri en hann er nú,
standist nýjustu spár um það efni.
Hvað sem þessum hugieiðingum líður,
spennum vér bogann örugglega ekki of
hátt, þótt vér reisum þjóðarbókhlöðu þá,
er hér um ræðir, og höfum hana eðlilega
vel við vöxt. Hún mun, þegar hún kemst
upp, verða til mikillar eflingar íslenzk-
um rannsóknarbókasöfnum í heild, veita
Háskólanum og öllum deildum hans og
stofnunum þá þjónustu, sem hann þarfn-
ast svo mjög, að ógleymdu þjóðbóka-
safnshlutverkinu, sem rækt verður eftir
sem áður og njóta mun einnig góðs af
þeirri nýskipan mála, sem stefnt er að.
Reynsla annarra þjóða sýnir, að öfl-
ugt miðsafn er vænlegasta lausnin,
einkum þar sem ekki er um stórsöfn að
ræða.
En víkjum nú að helztu eiginleikum
hinnar nýju bókhlöðu, eins og þeim er
lýst í margnefndi forsögn:
1. Sveigjanleiki. Unnt verður að vera
að breyta fvrirhafnarlítið og með sem
minnstum tilkostnaði bókageymslurými
í lestrarrými eða öfugt.
Til þess að það sé fært, þarf bókhlaðan
að vera að einhverju eða öllu leyti með
svokölluðu mátasniði (e. modular plan-
ning).
2. Hnitmiðun rýmis, svo að notendur
safns og starfslið þurfi ekki að ganga
langar leiðir.
3. Leiðir til allra átta i bókhlöðunni
þurfa að vera beinar og greiðfærar.
4. Leiðir frá anddyri til helztu deilda
safnsins og frá þeim aftur til anddyris
verða að blasa við.
5. Verði sú bókhlaða, sem nú skal reisa,
siðar stækkuð, svo að hún verði eftir sem
áður eitt hús, verða þeir þættir starf-
seminnar, sem mest eiga fyrir sér að
Safnahúsið við Hverfisgötu, reist árið 1908.
JlU
|| II
|| II
■Sfi
IfU
» *s,
iiif i
ii *i
o ii
ii«
«i m
'
l ym
15