Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 26

Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 26
Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson: Undirbúningur þjóðarbókhiöðu ÞjóSbókasafn Til þess að skýra, hvernig undirbún- ingsvinna að byggingu þjóðarbókhlöðu fer fram, er rétt að skilgreina lítillega, hvað þjóðbókasafn er og hver megin- munur er á þjóðbókasafni (og háskóla- bókasafni) annars vegar og almennings- bókasafni hins vegar. Almenningssafni er stundum líkt við verzlunaimiðstöð. Þar er um að ræða stórfelld útlán bóka og annars efnis. Auk þess þarf að vera góð aðstaða í safninu sjálfu til öflunar almennrar menntunar og fróðleiks og hollrar afþreyingar. Háskóla- og rannsóknasafni mætti þá til samanburðar líkja við vöruhús og verkstæði. Þar er lager (geymslur) og vinnusvæði og reynt að búa hverjum safngesti sem bezta aðstöðu til fræði- iðkana og rannsókna. Miðlun upplýsinga til notandans þarf að vera eins greið og mögulegt er. Vöxtur bókakosts og fjölgun notenda er mjög ör, og er það e. t. v. meginsé' kenni háskólabókasafns. Þjóðbókasafni er ætlað að varðveita allar innlendar bókmenntir og gera þæv aogengilegar þeim, sem þær þurfa að nota. Ör vöxtur er hér einnig mjög ein- kennandi. Þjóðarbókhlaðan, sem hér á að reisa, er sameinað miðsafn Háskólabókasafns og Landsbókasafns. í hefti Samvinnunn- ar nr. 2/1968, sem helgað er íslenzkum bókasöfnum, rita 14 aðilar um mismun- andi bókasöfn og bókaþjónustu og ræða þar flestir um nauðsyn sameiningar Há- skólabókasafns og Landsbókasafns, enda eru augljósir kostir þess að hafa sem mest efni undir sama þaki við rann- sóknir og úrvinnslu gagna, aðgengilegt þeim sem það þurfa að nota. Auk þess sem hið nýja þjóðbókasafn verður búið öllum innlendum gögnum og erlendum um land og þjóð, mun það hafa á að skipa öllum erlendum bóka- kosti, sem fyrir er í Landsbókasafni og Háskólabókasafni. í safninu verka auk þess þau gögn og búnaður sem nauðsyn- legur verður talinn fullkomnu rann- sóknabókasafni nú á dögum. Þjóðarbókhlaðan þarf að vera búin góðii vinnuaðstöðu fyrir háskólastúd- enta, kennara og starfslið Háskólans, en auk þess að geta veitt aðstöðu og úrlausn eftir fremsta megni öllum þeim, er þurfa á upplýsingum og gögnum í safninu að halda, leikum sem lærðum. í samræmi við það, sem hér hefur áður komið fram, um sérkenni háskóla- og þjóðbókasafna, er augljóst að húsið þarf að vera sveigjanlegt, þannig að drjúgan hluta þess megi hvort heldur nýta sem bókageymslur eða lesrými, eftir því sem á reynir, og þarf öll uppbygging hússins, burðarvirki og tæknibúnaður allur að miðast við það. Búa þarf sérlega vel og rúmlega að spjaldskrám, handbókum og bókfræði- ritum (og hlúa að öllu skráningarstarfi), þannig að ávallt megi finna þau gögn og upplýsingar, sem notandi þarfnast, hvar sem þeirra kann að vera að leita. í áðurnefndu hefti Samvinnunnar frá 1968 rita dr. Björn Sigfússon háskóla- bókavörður, dr. Pinnbogi Guðmundsson landsbókavörður og Einar Sigurðsson bókavörður í Háskólabókasafni ýtarlegar greinar um þessi mál. Háskólabókasafn i Oxford byggt á 16. öld. XJmbúnaSur bóka og andrými mjög viröulegt. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.