Samvinnan - 01.12.1972, Side 27

Samvinnan - 01.12.1972, Side 27
Dr. Bjöm ritar yfirgripsmikla grein um sögu Háskólabókasafnsins, uppbygg- ingu þess og kröfur þær er gera verður til sliks safns. Einnig ræðir hann um tengsl miðsafns við deildarsöfn Háskól- ans og æskilega þróun slíkra samskipta. Dr. Finnbogi skýrir vandlega tilgang og verksvið Landsbókasafns og gerir grein fyrir forsendum sameiningar safnanna tveggja. Einar Sigurðsson bókavörður ritar at- hyglisverða og upplýsandi hugvekju um skipulagsmál rannsóknabókasafna og gerir grein fyrir skoðunum sínum á hugs- anlegri uppbyggingu og rekstrartilhögun þjóðbókasafns. í greinum þessum og fleiri greinum í sama hefti koma fram ýmsar vel grund- aðar hugmyndir og tillögur til nánari könnunar og umræðna, og er ljóst af þeim, að starfsmenn safnanna hafa þá þegar gert sér allglögga mynd af þörfum og skipulagi væntanlegs þjóð- bókasafns. Er hér fyrsti vísir að forsögn. Undirbúningsstörf Við hófum störf i apríl sl. með vinnu- hópi þeim, sem valinn hafði verið til að undirbúa byggingu þjóðarbókhlöðu. Ýms- ir aðilar, innlendir og erlendir, sem bygg- ingarnefndin kallaði til, höfðu samið skýrslu og greinargerðir, sem síðla árs 1971 voru dregnar saman í fyrstu heild- arforsögn, eftir því sem kostur var á því stigi undirbúnings. Að störfum þessum höfðu unnið i sam- vinnu við byggingarnefnd og erlenda sérfræðinga, bókaverðirnir Einar Sig- urðsson í Háskólabókasafni og Ólafur Pálmason í Landsbókasafni, en þeir voru tilnefndir til þessara starfa af forstöðu- mönnum safnanna hvorS um sig. En Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður hefur stýrt þessu starfi frá upphafi. Auk þeirra réð nefndin Óla Ásmundsson arki- tekt til að vinna með bókavörðunum að undirbúningi verksins. Sem ráðgjafi við þessi störf var einnig fenginn enskur arkitekt, H. Faulkner Brown, sem hefur undirbúið og teiknað nokkur ný háskóla- bókasöfn á Bretlandi og er þekktur fyrir afskipti sín af málefnum háskólabóka- safna. Sömu aðilar hafa fylgt verkinu áfram og mynda með okkur, ásamt tækniráð- gjöfum þeim sem til verksins hafa verið ráðnir, þann vinnuhóp sem á að móta þjóðarbókhlöðuna. Áframhaldandi vinna hópsins á þessu ári er sífella spurningaflóðs, sem reynt er að svara og rökstyðja i endanlegri for- sögn að bókhlöðunni. Reynt er að svara með greinargerðum, verk- og starfsþáttamyndum, rýmisskrá o. s. frv. Eru sýnd dæmi starfsþátta- myndar og rýmisskrár með grein þessari til glöggvunar. Spurningahringurinn litur í stórum dráttum þannig út: (a) Hvað eigum við að reyna að gera? (b) Hvernig ætlum við að ná þvi marki? (c) Hvenær á að nota þetta? (d) Hvar ætti þetta að vera? (e) Hver notar þetta? (f) Hversvegna gera það á þennan hátt? Svör við þessum spurningum og öflun gagna varðandi hvern starfsþátt safnsins eru undirstaða hinnar endanlegu for- sagnar, sem síðan er grundvöllur, sem mótun hússins byggir á. Á þessu tímabili undirbúningsins er mikið atriði að mótandi aðilar geti kynnzt sem ýtarlegast nýjungum og reynslu annarra, við lestur bóka og tíma- rita. Síðast en ekki sízt er nauðsyn beinna skoðanaskipta við reynda starfs- bræður og ferða til svipaðra safna í öðr- um löndum. Okkur hefur þegar gefizt kostur á að skoða allmörg háskólabókasöfn á Bret- landi og Norðurlöndum. Eru slikar ferðir ávallt mjög lærdómsrikar og örvandi. Nú er þessum áfanga að ljúka og end- anleg forsögn mun liggja fyrir um þessi áramót. Er þá komið að þeim áfanga, er forma skal þann ramma, það hús, er fullnægi sem bezt óskum, kröfum og hugmyndum, sem í forsögn koma fram. Áfangi teiknivinnu fer í hönd. Full- móta skal hús á grundvelli fenginnar reynslu og þekkingar við undirbúnings- áfangann. Hvernig safn? Þegar við reynum að gera okkur grein fyrir, hvernig þjóðarbókhlaðan á að vera, er nauðsynlegt að gera sér ljósan þann mun, sem er á „opnu safni“ og „lok- uðu safni“, sem kallað er. Með lokuðu safni er þá átt við hið hefðbundna form bókasafns, með lok- uðum bókageymslum og aðskildu les- svæði. Ýmis tæknibúnaður er nauðsyn- legur og kernur að góðum notum í slíku safni til að gera sem auðveldasta rás milli geymslu og notenda. í opnu safni eru bækur og lessvæði í einu og sama rými, í nánu sambandi (og getur notandinn sjálfur fundið á sjálf- beina þær bækur (upplýsingar), sem hann vanhagar um). Slíkt rými krefst sveigj anleika. Ákveðið er að byggja þjóðarbókhlöð- una að miklu leyti sem „opið safn“ með bækur á sjálfbeina og lessvæði, í mis- munandi útfærslu, dreifð um safnið. Hér hafa Þjóðdeild og Handritadeild nokkra sérstöðu, eins og ljóst kemur fram í skrifum bókavarðanna og ekki er nauð- syn að skýra nánar hér. í grein sinni i Samvinnunni 1968 bend- ir Björn Sigfússon háskólabókavörður á, að fjöldi stúdenta og jafnvel sérfræðinga fái þá fyrst áhuga á ýmsum merkum bókum og efnissviðum, þegar skápar með ritunum hafa verið alllengi fyrir augum þeirra, við hlið hinna fyrri áhuga- efna. Segir hann einnig, að þetta sé safnvörðum engin ný reynsla. Hér koma ljóslega fram kostir þess, að notendur geti leitað sjálfir bóka á sjálfbeina, þar sem því verður við kom- ið og það getur samrýmzt öryggiskröfum. Mynd úr nýlegu almenningsbókasafni í Svíþjóö er sýnir hiö opna rými safnsins þar sem skiptast á bókahillur og lessœti. 19

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.