Samvinnan - 01.12.1972, Page 29
Hvernig hús?
Þeim sem mest fjalla um bókasöfn,
byggingu þeirra og skipulag, kemur sam-
an um, að ekkert eitt safn eða ákveðin
lausn sé fundin, sem hentað geti öllum
bókasöfnum. Hvert safn þarf að aðlaga
venjum og erfðum eins lands, bókakosti,
umhverfi og fjárráðum.
Bókasöfn hafa fyrir mörgum þjóðum
um aldir verið byggingar sem mikið er
lagt í með tilliti til reisnar í útliti og
varðandi allan innri búnað. Speglast hér
virðing manna fyrir skáldskr^ og mennt,
fyrir bókinni.
Ýmislegt styður það að þjóðarbókhlað-
an megi í útliti eða innra andrými vera
viss táknmynd eða varði, þó að aðbún-
aður bóka, starfsliðs og notenda sé auð-
vitað meginþáttur og ráði mestu um
mótun hússins. Þetta tvennt getur farið
ágætlega saman. Nokkuð ljóst má vera,
að í safni, sem á að varðveita handrit
og bókagersemar þjóðarinnar, þarf að
gera miklar kröfur til tæknibúnaðar, svo
sem loftræstingar, hita, lýsingar, örygg-
is, burðarvirkis o. s. frv. Slíkir þættir geta
orðið mótandi um uppbyggingu safnsins,
ásamt þeim öðrum þörfum, er hér hefur
verið drepið á.
í áætlun forsagnar, eins og hún lítur
út nú, er gert ráð fyrir, að bókhlaðan
rúmi um 850.000 bindi, sæti séu fyrir
830 gesti og starfslið sé um 70 manns.
Er þá reynt að áætla um það bil 20 ár
fram í tímann, frá þvi að húsið er tekið
í notkun, og ganga þannig frá öllum
hnútum, að auðvelt verði að stækka
húsið að þeim tíma liðnum, eða þegar
þörf krefur.
Staðsetning
Við staðsetningu þjóðbókasaíns þarf á
sama hátt og við allt innra skipulag að
taka tillit til hins tvíþætta hlutverks
safnsins. Vegna tengsla við Háskólann
þarf það að liggja vel við þeim, sem þar
starfa og nema, um leið og það sem þjóð-
bókasafn þarf að tengjast öðru lífi borg-
arinnar og vera sú varða, að hver sem
þangað þarf að leita svölunar á þorsta
í fróðleik eða fagurdýrkun geti fundið,
án villu eða hrakninga.
Staður, sem fullnægt getur þessum
þörfum, er einhvers staðar á snertifleti
lóðar Háskólans og miðborgar.
Eins og áður hefur komið fram, eru
megineinkenni safns sem þessa, að vöxt-
ur er mjög ör, og þarf lóðin því enn
einum þætti að fullnægja: að stækka
megi húsið auðveldlega. Mjög gjarna skal
bókasafn liggja ótruflað af mikilli óvið-
komandi umferð eða öðrum hávaða. Fal-
legt útsýni er æskilegt og gefur mögu-
leika á tilbrigðum í andrými hinna ýmsu
deilda og starfssvæða.
Vandfundinn er sá staður að allir
þessir þættir séu leystir til fullnustu, en
lóð sú sem húsinu er ætluð leysir þá
marga. Er það meðal verka, sem fram-
undan eru, að samræma staðsetningu
hússins, vaxtarmöguleika, aðkomu o. s.
frv. áætlunum þeirra, er með skipulags-
mál Háskólans fara og kvöðum og kröf-
um borgarskipulagsins.
Sfarfshópurinn
Hér hefur margsinnis verið nefndur
starfshópur sá er undirbúa skal og teikna
þjóðarbókhlöðuna. Hann skipa auk okk-
ar ýmsir þeir aðilar, sem áður eru nefnd-
ir, ásamt tækniráðgjöfum, sem ráðnir
voru að verkinu strax á undirbúnings-
stigi, og voru þá þegar settir inn í meg-
inþætti þarfa. Þeir eru:
Bragi Þorsteinsson og Eyvindur Valdi-
marsson verkfræðingar varðandi burð-
arþol.
Verkfræðiskrifst. Guðmundar Björns-
sonar og Kristjáns Flygenrings varðandi
hita og loftræstingu.
Sigurður Halldórsson rafmagnsverk-
fræðingur varðandi lýsingu.
Reynir Vilhjálmsson garðarkitekt varð-
andi lóð og umhverfi.
Þessi starfshópur hefur tekið að sér
að skapa þjóðarbókhlöðunni þann
ramma, er hæfi henni vel. Hefur rú sam-
vinna þegar staðið hluta þessa árs og
lofar góðu hvað snertir sameiginlegan
vilja til að vinna þessu verkefni vel.
Verksvið okkar arkitektanna er fólgið
í samspili fagurfræði og notagildis. Ekki
þarf að verða árekstur milli þessara
tveggja sviða, og tryggir gott samstarf
arkitekta, bókavarða og annarra ráð-
gjafa slíkt.
Hér gildir, að hver aðili geri sér grein
fyrir starfssviði hins, reyni að skilja
vandamál hver annars og séu þess full-
komlega meðvitandi, að þeir eru að
vinna að sama takmarki.
Framlag hvers og eins er þýðingarmik-
ið í heildarmyndina, og gangi framhald
verksins, sem hingað til, í góðri sam-
vinnu og skilningi allra aðila, er að verk-
inu standa, þá þarf engu að kvíða um
þá þjóðarbókhlöðu, sem nú er í mótun. 4
21