Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 38

Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 38
í núgildandi útvarpslögum nr. 19/1971 er einkaréttur Ríkisútvarpsins mun ræki- legar skilgreindur en gert var í eldri lögum. Ríkisútvarpið liefur nú einkarétt á útvarpi — eða útsendingu til viðtöku almennings á tali, tónum, myndum eða öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræði eða á annan hátt. Þessi endurbót laganna felur m. a. í sér, að nú er ræki- lega skilið milli útvarps og fjarskipta. Útvarp er nú útsending til viðtöku al- mennings á tali, tónum, myndum o. s. frv. Fjarskipti samkvæmt fjarskiptalög- unum nr. 30/1941 merkja á hinn bóginn hvers konar fjarflutning tóna, merkja, skriftar, mynda o. s. frv. án þess að sá fjarflutningur sé ætlaður almenningi. í þessu felst þá það, að 1. mgr. 2. gr. útvarpslaganna nr. 19/1971 hefur þrengt ákvæði 3. og 10. gr. fjarskiptalaganna nr. 30/1941 sem þessu nemur. Lagaheimild til sjónvarpsrekstrar varnarliðsins verður því ekki sótt í fjarskiptalögin eftir gildis- töku útvarpslaganna frá 1971. í stuttu máli hefur þetta gerzt: Upphaflega styðst sjónvarpsleyfi varnarliðsins við fjar- skiptalögin, — nú er sú heimild úr sög- unni og útvarpslögin tekin við, sem leyfa ekki sjónvarpsrekstur annarra en Ríkis- útvarpsins. Ekki þarf að fjölyrða frekar um það, að sjónvarpssendingar varnarliðsins eru ósamrýmanlegar einkarétti Ríkisútvarps- ins, svo sem honum er nú lýst í útvarps- lögunum. Álitamál er þá einungis eitt: Hvort finna megi einhverjar sérstakar ástæður, sem löghelgi þær. Verður það tekið til athugunar í köflunum 5—9 hér á eftir, 5. Heimila lög nr. 110/1951 um laga- gildi varnarsamnings milli ísiands og Bandaríkjanna rekstur sjón- varpsstöðvar varnarliðsins? Því hefur verið haldið fram, að i varn- arsamningnum frá 1951 væri heimild til handa varnarliðinu að reka sjónvarps- stöð sína — og þá væntanlega einnig hljóðvarpsstöð.2) Hér er þess fyrst að geta, að hvorki í sjálfum varnarsamningnum né heldur viðbæti hans: um réttarstöðu liðs Banda- ríkjanna og eignir þess, er einu orði vikið að útvarpsrekstri á íslandi, hvorki starfrækslu hljóðvarps né sjónvarps. Þessu næst mætti þá spyrja, hvort heimild til slíkrar starfrækslu yrði hugs- anlega studd við anda samningsins, meg- intilgang hans og grundvallarreglur. í viðbætinum við varnarsamninginn, sem áður hefur verið nefndur, eru marg- vísleg ákvæði um samskipti varnarliðs- ins við íslendinga. M. a. eru ákvæði um lögsögu íslendinga og lögsögu Banda- ríkjanna yfir mönnum úr varnarliðinu, um vöruviðskipti þeirra, undanþágu þeirra frá greiðslu skatta á íslandi, tolla o. s. frv. Óþarft er að fjölyrða um það, að í viðbæti þessum eru engan veginn settar reglur um hvaðeina, sem til álita getur komið í samskiptum fslendinga og varnarliðsins vegna dvalar þess hér á landi. Slíkum úrlausnarefnum verður að ráða til lykta í samræmi við megintil- gang og grundvallarreglur samningsins og koma þar einkum til greina tvö ákvæði: Hið fyrra er 1. gr., þar sem segir: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður- Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekizt á hendur með Norður-Atlantshafs- samningnum, gera ráðstafanir til varnar íslandi með þeim skilyrðum sem greinir í samningi þessum. í þessu skyni og með varnir á svæði þvi, sem Norður-Atlants- hafssamningurinn tekur til, fyrir aug- um, lætur ísland í té þá aðstöðu í land- inu, sem báðir aðiljar eru ásáttir um, að sé nauðsynleg." Hitt ákvæðið er í 2. gr., þar sem segir: „ísland mun afla heimildar á landsvæð- um og gera aðrar nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess, að í té verði látin aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að greiða íslandi, islenzkum þegnum eða öðrum mönnum gjald fyrir það.“ Loks má hér vekja athygli á 5. gr., þar sem segir: „Bandarikin skulu fram- kvæma skyldur sínar samkvæmt samn- ingi þessum þannig, að stuðlað sé svo sem frekast má verða að öryggi íslenzku þjóðarinnar, og skal ávallt haft í huga, hve fámennir íslendingar eru, svo og það, að þeir hafa ekki öldum saman vanizt vopnaburði. Ekkert ákvæði þessa samn- ings skal skýrt þannig, að það raski úr- slitayfirráðum íslands yfir íslenzkum málefnum." Fullvíst má telja, að flestir fræðimenn séu þeirrar skoðunar, að millríkjasamn- ingar skuli skýrðir þröngt. Þar sem vafi kann á að leika um skýringu á samningi, teljast likur til að ríki hafi ekki bundið sig.3) Þetta er ljóst af 5. gr. samningsins, þ. á m. síðustu málsgr., sem áður var vitn- Upptökusalur sjónvarpsstöövarinnar á Keflavíkurflugvelli. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.