Samvinnan - 01.12.1972, Síða 47

Samvinnan - 01.12.1972, Síða 47
við milliveggi hússins. Allir veggir að rými a) undanteknu ættu að vera hreyf- anlegir og hafa sérstakt aðgreiningar- hlutverk, t. d. aðeins sem vörn gegn sjón, lykt eða hávaða. Hér er gert ráð fyrir sjálfhieyfanlegu eða a. m. k. færanlegu húsi, sem samanstæði af rými a) og hluta af rými b) a. m. k. Þessir hlutar væru í einkaeign, en hinir hlutarnir t. d. leigðir. Svifandi hlutinn innihéldi sjálfhreinsandi vatnskerfi, þ. e. að- og frárennsli væri ónauðsynlegt. Hann innihéldi einnig eigin orkumiðstöð. Hreyfikerfið gæti í byrjun verið nei- kvætt þrýstiloftskerfi, en með þvi er að- dráttaraflið yfirunnið með yfirborðsloft- tæmi. Seinna mætti nota segulsviðskrafta eða jafnvel mótaðdráttaraflssvið. Hús- rafreiknir sæi urn að stjórna öllum kerf- um hússins, t. d. eins og sjálfvirkum vél- um, er sæju um öll nauðsynleg húsverk. Staður hússins í borginni Jarðföst hús, sem ekki hafa sögulegt eða efnahagslegt gildi, skyldu látin hverfa með tímanum. íbúðarhús væru í flestum tilfellum hreyfanleg hús mest- megnis í einkaeign. Önnur hús væru að- setursstaðir opinberra aðila. Þessari borg framtíðarinnar má e. t. v. líkja við runna: á ytra borðinu, sem snýr að sólu, væru ibúðareiningar staðsettar; innan í runnanum eða borgarkerfinu í dimmu rúmi væru sjálfvirkar verksmiðj- ur. í báðum hlutunum væru opinberar stofnanir. Borgin væri andstætt við núverandi borgir í þrem víddum. Hún samanstæði af „grind“ sem gnæfði meira eða minna samfellt upp í allt að 300 metra hæð og þekti flöt u. þ. b. 2 til 3 ferkílómetra að stærð. Umhverfis hana væru fáar sem engar byggingar, en svæðin byðu hins vegar upp á góða möguleika til frístunda- gamans. Grindin væri annað hvort reist á nú- verandi borgum eða með því að gera nýjar borgir. Fjarlægðin milli borganna gæti t. d. verið milli 15 og 30 km í þétt- býlu landi. Borgargrindin væri kostuð af opinberu fjármagni, en það hefur í för með sér, að almenningur skilji, í hverju raunveruleg- ar umhverfisþarfir hans felast og i hverju hættur núverandi borgarskipulags eru fólgnar, þegar lengra er hugsað. Milli borganna væri leyfileg notkun mismunandi gerða farartækja; innan borgarinnar sjálfrar væri hins vegar að- eins notkun tvennskonar opinberra far- artækja leyfileg: Annarsvegar röraleiðsl- ur til flutninga á efni og vörum og hins- vegar láréttar og lóðréttar „lyftur“ til flutnings á fólki. íbúafjöldi væri allt að 2000 á hektara eða u. þ. b. 1000 rúmmetrar á hvern íbúa (3 m X 300 m2). Sérhvert hús væri staðsett eins lengi í borginni og eigandi þess óskaði eftir. Sérstaka þýðingu hefðu félagsmiðstöðv- ar sem væru staðsettar i allt að 1000 metra fjarlægð frá hverri ibúð. Innbyrðis afstaða húsa Mögulegt ætti að vera að breyta eins auðveldlega staðsetningu húsanna eins og að færa bifreið milli stæða, til þess að gefa íbúunum tækifæri til að leita einnig að nýju umhverfi innan borgarinnar á auðveldan hátt. Hálfopinber samskiptasvæði húsanna væru auðþekkjanleg fyrir alla. Milli hús- anna væri a. m. k. 20% grænt svæði. Kröfur um gildi íbúðarhverfis Til þess að auka mannleg samskipti innan borgarinnar ættu svæðin milli ein- stakra húsa ekki að vera lögð umferðar- æðum. Einn tilgangur þessa áðurnefnda borgarkerfis er sá að geta lagt umferð og íbúðasvæði í mismunandi hæðir, þannig að aðeins yrði um lóðréttan skurð þeirra að ræða á takmörkuðum svæðum. Þannig yrðu til dæmis fótgangendasvæði aðeins skorin af lóðréttum umferðaræð- um. Félagsmiðstöðvar borgarinnar, en til þeirra heyrði til dæmis fjölnotkunarrými, barnaleikvellir o. s. frv., ættu að vera í þægilegri fjarlægð fyrir fótgangandi fólk. Til þess að koma til móts við sérstakar óskir virðist það eðlilegast að ákvarða stærð íbúðarhverfanna á mismunandi hátt: allt frá svæði fyrir 1000 manns og fleiri að afskekktum hverfum sem inni- héldu 2 til 3 hús. Borgarhlutar sem snúa frá sólinni inni- héldu litlar verksmiðjur og þjónustu- greinar. Þessi hverfi væru vel einangruð til að halda allri mengun i skefjum. Þessar allt að því útópisku hugmyndir má skilja sem tillögur til að leysa af hólmi núverandi íbúðarúthverfi, sem leggja undir sig sífellt stærri hluta nátt- úrunnar og er því nú þegar (það á eftir að versna mikið) hægt að kalla umhverf- ismengun. Fjölda mismunandi borga má hanna úr þessum hugmyndum. Því betur sem við notum nútimatækni í gerð nútímaborg- arskipulags, þeim mun betur notum við þau þróunarlögmál sem gert hafa mann- inn það sem hann er nú. Þess vegna er það án efa rétt að nota hér rafreikni- tækni til að finna beztu samsetningar þeirra hugmynda, sem koma fram. Þann- ig má nýta þær á beztan hátt. í þessu sambandi ættu teikningar einn- ig að vera unnar af rafreikni til þess að ná eins raunhæfum árangri og mögulegt er. Að „þróa líf“ er einnig hægt að skil- g. eina sem að eyða engu eða fáum lífum. Við skynjum lífið og við vitum, að allir hafa innbyggt kerfi til að viðhalda því. Þessu kerfi er þó ennþá fremur beint að þvi að viðhalda eigin lifi en lífi ann- avra. Þetta má skilja sem „tæknilegan galla“ í lífsþróun. Allir eru sammála um að finna gall- ann, en hvernig það á að gerast, eru menn ósammála um. Á því sviði, sem hér var fjallað um, er e. t. v. hægt að vera sammála um eftir- farandi: Að skipta á núverandi föstu þróunar- stöðvandi íbúðakerfi okkar og síbreyti- legum kerfum fyrir framtiðina. 4 Jónas FriSrik: Ég Ritþræll. Munduður penna. Diskasleikir í kokkhúsi andans. Þeir segja mér að ég sé ’þingeyingur' og ég trúi þeim þvi ég hef verið þar sem miðnætursólin reikar ölvuð um sumarnóttina þegar hreinlyndar sálir eru löngu gengnar til náða og hafísinn kemur upp að ströndinni þegar vetrar svo bátarnir hlaupa dauðhræddir á land. Þeir segja líka að ég sé hjákátlegur en ég veit að það er lygi því ég hef lifað með sjálfum mér [ meira en tuttugu ár án þess að brosa. Þeir segja stundum að ég sé montinn og slíkt kalla ég róg heimskingjanna því orð mín fæðast ekki af hroka né stolti heldur af hógværri vissu þess manns sem sér öll rök hniga í eina átt og ég stíg fæti mínum á götur borgarinnar og borgin tekur ofan. Þeir hafa líka haldið því fram að ég sé leiðinlegur en mér er kunnugt um að það er misskilningur því ég hef komið litlum börnum til að hlæja og látið gamlar sanntrúaðar konur glotta við staka augntönn. Þeir segja að ég verði aldrei að manni og þá hlær nú mín því ég gæti leikið mér að þvi að verða að manni þrjátíu sinnum á dag án þess að blása en maðurinn er auðvirðilegust skepna og drepur með kýlda vömbina. Þess vegna lýsir það hógværð minni lítillæti og skemmtilegum leikaraskap að ég skuli ekki kalla mig meistara meistaranna hörpuslagara hins eilífa og ’endurlausnara íslenzkra bókmennta' I stað þess að segja Ritþræll Munduður penna Og diskasleikir í kokkhúsi andans. Gangstéttarljóð Einhver fugl syngur þér Ijóð sín. Þú ætlaðir að fara norður þegar voraði og horfa á jörðina klæðast grænu, lífið kvikna á ný í svolitlu blómi og andlit barnanna verða bjartari en sólin. Einhver fugl situr á svolitlum kvisti og syngur þér Ijóð sín yfir malbikinu og beitt logandi sverð nístir brjóst þitt. Nær kemur þú sunnan? 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.