Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 50

Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 50
Albert Camus: BRÓDKaaP 3 T3PR5R Á vorin búa guðir í Tipasa og guðamál í sólskini og ilmi absint- jurtanna, silfurbrynjuðu hafinu, skærbláum himni, rústunum blómum skrýddum og birtunni sem flæðir I straumköstum á steinblökkunum. Á vissum tíma dagsins er landið svart af sól. Augun leita til einskis að ein- hverju öðru en Ijósbaði sólarinn- ar og litunum sem iða í augnhár- unum. Höfug angan ilmjurtanna svíður í hálsinum og er kæfandi í stækjunni. Þar sem sveitin byrj- ar greini ég naumlega svartar útlínur Chenoua sem á upptök sín I hæðunum kringum þorpið og liðast háttbundið og þunglega og hvílist loks í hafinu. Við komum hingað gegnum þorpið sem einnig er opið fyrir hafi. Við göngum inn í heim sem er gulur og blár og hér heilsar okkur sterkur og ilmþrunginn andi sumars í Alsír. Um allt má sjá rósrauðan vafningsvið teygj- ast upp fyrir veggi húsanna; hib- iscus-trén eru enn fölrauð. Allir steinar eru heitir. Þegar við stíg- um út úr áætlunarbílnum sem er eins og gullhnappur á litinn, eru slátrararnir lagðir af stað í morg- unleiðangur í rauðum bílum sín- um og lúðraþytur kallar á íbúana. Til vinstri frá höfninni liggja þurrar steintröppur I átt til rúst- anna. Þar sem við stöndum I gol- unni undir sólinni sem hitar aðra hlið andlitsins, horfum við á birt- una stíga niður af himninum, gáralaust hafið og skjannabros sem blikar í tönnum þess. Áður en við göngum inn í ríki rústanna erum við áhorfendur í seinasta sinn. Við göngum til móts við ást og löngun. Við leitum ekki eftir lærdómi eða beiskri heimspeki sem flestir vilja tengja við allt sem er mikilfenglegt. Allt virð- ist okkur fánýtt sem ekki er sól- skin, kossar og ómengaður ilm- ur. Hvað mig snertir hef ég ekki sótzt þarna eftir einveru. Ég hef oft farið þangað með þeim sem ég elskaði og ég las á and- liti þeirra bjart brosið sem ást- in léði þeim. Þegar ég er hér, er það annarra verk að segja hvað er rétt og hvað hæfir. Það er léttúð náttúru og hafs sem á mig óskiptan. i þessu hjónabandi rústanna og vorsins verða rúst- irnar að steinum, og um leið og þær glata fáguninni sem maður- inn lagði á þær, hverfa þær aftur til náttúrunnar. i gleði sinni yfir týndu dætrunum hefur náttúran kringsett þær blómum. Fátækir eru þeir sem þurfa á goðsögum að halda. Hér eru guðirnir hvíla okkar og dagleg viðmiðun. Ég lýsi því sem ég sé og segi: ,,Sko, þetta er rautt og þetta blátt og þetta grænt. Þarna er hafið, fjöllin, blómin.“ Og hvað þarf ég að tala um Dion- ysos til að segja að það sé yndi mitt að þrýsta brumhnappa með nefinu? Þarf ég að eigna Dem- eter þennan gamla lofsöng sem kemur mér ósjálfrátt I hug: ,,Sæll er sá sem lifir og lifir á þessari jörð og hefur séð það sem ég sé.“ .. . hefur séð og séð á þess- ari jörð, hver gleymir þessum lærdómi? En jafnvel hér veit ég að milli mín og heimsins verður nokkurt bil sem mér er óbrúan- legt. Ég þarf að afklæðast alveg og stinga mér síðan I sjóinn sem er fullur af ilmefnum jarðar- innar þar sem mætast munn við munn jörð og haf. Ég skil hér það sem kallað er dýrð: það er að mega elska tak- markalaust. í þessum heimi er aðeins ein ást. Sá sem þrýstir að sér konulíkama, teygar einnig að sér þennan undarlega fögnuð sem stígur frá himni til jarðar. Það er eðli mitt að elska þetta líf og frelsi mitt að tala um það. Það gerir mig stoltan að vera maður. En ég veit að oft hefur verið sagt við mig: Það er ekkert til að stæra sig af. Víst, það er nokkuð til að stæra sig af: þetta sólskin, þetta haf, hjarta mitt sem berst af æskuþrótti, salt- storkinn líkami minn og þetta geysilega svið þar sem ástin og dýrðin mætast í gulu og bláu. ♦ Þorsteinn Helgason þýddi. Árni Larsson: Hommage au Akira Kurosawa ég er að hugsa um japönsku kvikmyndina Ikiru: Að lifa ég er að hugsa um gamia manninn Watanabe þegar hann söng á hóruhúsinu og hve rödd hans kom djúpt að innan Árni Ibsen: FÓRN HANDA SÍÐUSTU ÁSTINNI Ég skal gefa þér snjóinn frá í fyrra og allt sem var þá, Ijósið á útbrunna kertinu og allt sem var þá, visið blóm og allt sem var þá, bernskuárin og bleyjurnar og yfirleitt allt sem var, ef þú vilt vera hjá mér unz sprengjan springur. Unnur S. Bragadóttir: Móðir mín grætur enn Öldurnar vögguðu skipinu og hófu sig til himna. Hann stóð við hlið mér og hvíslaði: „Móðir mín grét, er ég kvaddi.“ Ég strauk hár hans og hét að gefa honum hjarta mitt. Öldurnar vögguðu skipinu og hófu sig til himna. Hann stóð við hlið mér og hvíslaði: „Móðir mín grætur enn.“ Við fjarlægðumst, himinninn, ég og hann. Öldurnar hættu að vagga skipinu. Jónas FriSrik: Kröfur tímans (Tilbrigði um gamalt stef) Afi minn fór oft á Rauð uppí Kot og niðrí Hreppa. Sótti þangað sykur og brauð svartur kall á rauðum jeppa. Fréttnæmt varð í ferðum þeim, fóru marga vegaleysu, enda komu þeir oftast heim annar vindlaus, hinn með kveisu. Nú er úti ævintýri (amma brauðið syrgir klökk), óku fullir útí mýri, afi flaut, en Rauður sökk. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.