Samvinnan - 01.12.1972, Page 52

Samvinnan - 01.12.1972, Page 52
miklu skipti frá almennu sjónarmiði). Og af frásögnum allra blaðanna alla daga af þeirra eigin flokkapólitik, þingfréttum og öðrum frásögnum af málstað og mál- flutningi flokksbrodda. Flokkshyggjan er í eðli sínu ósamrým- anleg raunverulegu frjálslyndi, og hennar vegna kann að vera meir en vafasamt að tala um „frjáls blöð“ á íslandi í skilningi Mills og frjálshyggjunnar. En af pólitísk- um kringumstæðum blaðanna leiðir líka að umskipta, verulegrar og varanlegar siðbótar blaðanna er ekki að vænta nema með sinnaskiptum innan flokkanna sem að þeim standa, nýju mati á pólitísku gildi og hlutverki dagblaðanna. — Þær athuganir sem hér verður lýst þykjast hvorki vera félagsfræði eða saga. En þær eru gerðar í þeirri trú að fjöl- miðlun sé umtalsverður þáttur daglegs menningarlífs og starfs og því skipti nokkru hvernig að því verki sé staðið. Tilgangur þeirra var að reyna eftir megni að komast fyrir um það hvaða verk blöð- in leystu í raun og veru af hendi — af blöðunum sjálfum eins og þau gerast og ganga en ekki tómu skjalli um þau. II. Um blaðadauða Það sem hér fer á eftir byggist að meginefni á þremur athugunum dag- blaðanna í Reykjavík sem gerðar voru árin 1966, 1969 og 1972 — að ógleymdum skoðunum og reynslu og hreinum og beinum hugboðum höfundarins af hans eigin kynnum af blöðunum. Þegar fyrsta athugun af þessu tagi var gerð um sum- arið 1966 hafði eins og oft áður og sið- an margt verið rætt að undanförnu um rekstursvanda dagblaðanna og hinn urn- talaða „blaðadauða" i nágrannalöndun- um. Þá kom meðal annars til orða hvort veita skyldi dagblöðunum opinberan styrk til starfsemi sinnar til að mæta miklum og vaxandi reksturshalla þeirra flestra eða allra. Um eiginlegan blaðadauða hefur að sönnu aldrei verið að ræða hér á landi: að blöð væru í stórum stíl lögð niður eft- ir að rekstur þeirra var kominn í þrot. Fyrir því sér pólitísk líftrygging íslenzku dagblaðanna. En þau sjúkdómseinkenni sem annars staðar leiða til rekstursþrota og blaðadauða, einnig útb:eiddra og vel- virtra „stórblaða“, eru þa: fyrir alþekkt, einnig á íslenzka blaðama>'kaönum.r') Talsmenn blaðstyrkjanna leiddu að ýmsu levti sannfærandi rök að sínu máli í umræðunum urn hag blaðanna. Þeir bentu á að blöðin væru opinber um- ræðuvettvangur um hverskonar þjóðmál og me:mingarmál og ómissandi vegna frjálsrar skoðanamyndunar i landinu. Með gi'.dandi flokkaskipan væri hverjum stjórnmálaflokki nauðsynlegt að hafa yf- irráð yfir dagblaði til að flytja og skýra sinn málstað — og það þótt blaðaútgáfan væri að verða sumum flokkunum óbæri- leg af kostnaðarsökum sem hamlaði ó- eðlilega öðru flokksstarfi. Þeir töldu að þótt útvarp og senn sjónvarp væri kom- ið inn á gafl í hverju húsi með dagleg- um fréttaflutningi hefðu blöðin eftir sem áður hlutverki að gegna sem fréttablöð: þau flyttu ýtarlegri fréttir en útvarp gæti gert og fréttaskýringar hvert frá sínum sjónarhól, og þau stuðluðu að nytsam- legri umræðu um dægurmál. Að öllu sam- anlögðu töldu þeir dagblöðin ómissandi í lýðræðislegu þjóðfélagi og nauðsyn að tryggja útkomu þeirra ef hætta væri á að hún stöðvaðist eins og nú virtist yfir- vofandi. Sjálfsagt samsinna menn þegjandi al- mennurn fullyrðingum um „gildi“ og „hlutverk" blaðanna í nútíma-þjóðfélagi: fæstir mundu geta hugsað sér, ef á það reyndi, að vera með öllu án dagblaða. Þar fyrir kann menn að greina á um þess- ar röksemdir, hvort blaðadauði sé lýð- ræðinu jafn hættulegur og af er látið, og þótt svo væri: hvovt þá sé vænlegasta úrræði að lögfesta til frambúðar póli- tískan dagblaðakost eins og gert væri með opinberum framfærslueyri blaðanna. 44

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.