Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 54
ar upplýsingar aðgengilegar — og því ekki öðrum fróðleik til að dreifa en þeirra eigin sögusögn.12) En þótt ráð sé fyrir þvi gert að upplag einhverra eða allra blaðanna sé ofhátt ætlað árin 1966 og 1969 sýnir tafla 2 engu að siður eftir- tektarverða þróun. Hún bendir til að und- anfarin ár hafi upplag Tímans og Þjóð- viljans nánast staðið í stað ■— nema því aðeins að upplag þeirra árin 1966 og 1989 sé hér verulega rangfært. Upplag Alþýðu- blaðsins hefur ótvírætt minnkað á sama tíma. Á hinn bóginn hefur upplag Morg- unblaðsins og Vísis aukizt jafnt og þétt unz Vísir er nú orðinn næststærsta blað- ið — og hefur þó að kalla alla sína út- breiðslu i Reykjavík og næsta nágrenni. En líka er ljóst að Morgunblaðið er í engri hættu af samkeppni hinna blað- anna. Ár fyrir ár er upplag þess urn það bil helmingi meira en næststærsta blaðs- ins, og það heldur a. m. k. sínum hlut óskeitum í heildar-upplagi blaðanna. Það væri auðvitað fráleitt að draga af þessum tölum þá ályktun að Morgun- blaðið væri helmingi „betra“ blað en hin blöðin hvert og eitt. En af viðgangi Morgunblaðsins má sjá glögga grein þeirrar þróunar sem smám saman leiðir til blaðadauða og einokunar eins blaðs á markaðssvæði sínu. Útbreiðsla blaðs tryggir því auglýsingar, auglýsingatekj - urnar gera kleift að stækka blaðið og auka fjölbreytni efnisins sem aftur eyk- ur útbreiðslu þess. Og aukin útbreiðsla kallar á auknar auglýsingar og aukið efni — og svo framvegis koll af kolli. Þetta er sú þróun sem Lars Furhoff kallar „upplagespiralen“: „den goda cirk- eln mellan upplaga och annonser“. Að minnsta kosti Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn eru á hinn bóginn niðurkomin i „den onda cirkeln mellan upplaga och annons- er“ af þessum tölum að dæma. Upplag blaðanna stendur i stað eða minnkar og auglýsingar minnka jafnt og þétt, hinn bágborni fjárhagur gerir fyrirfram því sem næst ókleift að stækka og bæta blöð- in og auka þann veg útbreiðslu og síðan auglýsingar þeirra.13) Þetta vandamál hlýtur að vera fjarska brýnt á Þjóðviljanum sem undanfarið hefur virzt æ efnisrýrara og litilsigldara málgagn. En ekki kann ég skýringu á hinu mikla auglýsingatapi Þjóðviljans sem tafla 1 sýnir nema einhvers konar hending valdi — t. a. m. hafi auglýsinga- hlutfall blaðsins verið alveg óeðlilega hátt i úrtakinu 1966. Alþýðublaðið sem einnig býr við minnkandi auglýsingar virðist í bili reyna að ráða fram úr kreppunni með sparnaði, minnkun blaðsins og fækkun útkomudaga, ásamt sérhæfingu efnisins sem nánar verður vikið að. Ekki verður séð að tilkoma offset-prentunar hafi auk- ið auglýsingar í blöðunum, þótt hún hefði átt að bæta í bili samkeppnisaðstöðu þeirra við Morgunblaðið, nema e. t. v. í Tímanum. í Vísi var auglýsingamagn þvi sem næst hið sama 1969 og 1972. En ljóst er að ekki verður úr stækkun blaðsins til frambúðar né auknum umsvifum að öðru leyti nema með auknum auglýs- ingum. Eins og sjá má af þessu yfirliti eru yfirburðir Morgunblaðsins slikir að alls ólíklegt virðist að þeim verði hnekkt í bráð af samkeppni hinna blaðanna. Morgunblaðið er líka í krafti stærðar og efnismagns, útbreiðslu og auglýsinga eina blaðið sem kalla má daglega nauðsynja- vöru lesenda sinna. Sú samkeppni sem er á milli blaðanna beinist þá væntanlega einkum að því að ná sæti sem „annað blað“ landsmanna, næst á eftir Morgun- blaðinu. Eins og fyrr var sagt er harla litið eða alls ekki neitt vitað um blaðakaup og blaðanotkun hér á landi. Það eru auð- vitað ekki nema getgátur að segja að alsiða sé að kaupa a. m. k. tvö blöð á heimili, og kaupi menn þá að jafnaði í fyrsta lagi sitt eigið flokksblað, en eitt- hvert málgagn andstæðinga i öðru lagi. En sé nú ráð fyrir þessu gert, að gamni, má ætla að Alþýðublaðið, Tíminn, Þjóðviljinn og að einhverju leyti Vísir, keppi sér í lagi um kaup þeirra lesenda sem af pólitiskum ástæðum kaupa „í fyrsta lagi“ Morgunblaðið. Á hinn bóginn rná ætla að þeir sem af pólitískum á- stæðum velja Alþýðublaðið, Tímann eða Þjóðviljann sem „fyrsta blað“ kaupi að jafnaði Morgunblaðið í öðru lagi, og e. t. v. að einhverju leyti Vísi. Og líklegt er að sem síðdegisblað njóti Vísir kaupa sem „þriðja blað“ i meira mæli en hin blöðin. Sjálfsagt má reikna nánar þá tölulegu möguleika á aukinni útbreiðslu blaðanna sem þessi samkeppnis-aðstaða felur í sér. Er ekki líklegt að markaður Morgun- blaðsins sé mettaður, upplag þess í há- marki ef það er raunverulega rétt til- greint nær því 40.000 eintök á dag? En hvaða vaxtarmöguleikar eru hinum blöðunum þá eftirlátnir? Þessar getgátur um aðstöðu blaðanna veita að sínu leyti skýringu á þvi að Al- þýðublaðið á bratt að sækja á blaða- markaðnum, eins og stjórn og stjórnar- andstöðu hefur verið háttað undanfarin ár: hvort heldur sem málgagn stjórnar eða stjórnarandstöðu hverfur það í skugga Morgunblaðsins, en víkur bæði fyrir Tímanum og Þjóðviljanum í vali um „annað blað“ ásamt því. Framavonir Þjóðviljans hljóta á hinn bóginn að fel- ast í samkeppni við Timann um að telj- ast leiðandi málgagn núverandi ríkis- stjórnar. En vera má að sá greinarmunur sem sjá rná á efnisvali og efnismeðferð Vísis (og að nokkru leyti Alþýðublaðsins) og hinna blaðanna og nánar verður vikið að, feli í sér tilraun til að rjúfa pólitískan vítahring blaðamarkaðarins, fá menn til að kaupa blöð af öðrum ástæðum en hins pólitíska málflutnings þeirra. Viðgang Vísis sem sjá má á töflu 2 má þá hafa til marks um að þessi tilraun hafi að nokkru marki tekizt á undanförnum árum. Þegar einhvern tíma kemur að því að samin verði saga blaðanna og blaðaút- gáfu í landinu verður vafalaust rækilega rakin saga þeirra á markaðnum, sam- keppni um útbreiðslu og auglýsingar ekki síður en hin pólitiska saga þeirra. Svo mikið er vist að þessir þættir í þróunar- sögu blaðanna verða ekki aðgreindir. Og ljóst er að yfirburðir Morgunblaðsins yfir hin blöðin eru ekki nýtilkomnir. í minningum sínum getur stofnandi Morgunbiaðsins, Vilhjálmur Finsen, þess að Morgunblaðinu hafi í upphafi ekki ver- ið ætlað að vera stjórnmálablað. Þótt blaðið iéti bæjarmál til sín taka fylgdi það engum flokki að málum í tið Finsens. En ef tir að blaðið haf ði unnið sér vinsæld- ir og örugga útbreiðslu kom á daginn að sterk öfl vildu ná tökum á þvi — af pólitískum ástæðum. Vilhjálmur Finsen segir svo frá við- skilnaði sínum við Morgunblaðið: Snemma sumars 1919 fór ég til Kaup- mannahafnar... Litlu síöar kom Ólafur Björnsson þangað ... Ólafur hafði heldur en ekki fréttir að fœra mér. Áður en hann fór að heiman, kvaðst hann hafa selt ísafold félagi kaupmanna og ann- arra í Reykjavík. Hann hafði umboð til þess að semja við mig um kaup á Morgunblaðinu, ef ég vildi selja minn hluta ... Ólafur tjáði mér, að í félaginu vœru flestir kaupmenn, sem kvœði að í Reykjavik. Þeir byðu svo og svo mikið í blaðið, þeir vceru búnir að kaupa vikublaðið ísafold og œtluðu að stofna dagblað með Morgunblaðssniði, ef ég vildi ekki selja, og gefa þannig út bœði vikublað og dagblað. Bœði blöðin áttu að vera pólitísk. Við Ólafur áttum báðir að vera ritstjórar. Ólafur pólitískur ritstjóri og ábyrgðarmaður og ég fréttastjóri og auglýsingastjóri... Þetta virtist eiginlega allt fyrirfram ákveðið, enda þótt „grósserarnir" heima í Reykjavík vissu ekki, hvort ég vildi selja blaðið eða ekki... Mér fór ekki að lítast á blikuna. Ef margir kaupmenn í Reykjavík vœru í þessu nýja félagi, yrði erfitt fyrir mig að fá auglýs- endur fyrir mitt blað. Ég átti ekki neitt, og ég komst að þeirri niðurstöðu, að þetta gœti orðið mér að falli. Ekki hvarflaði þó að mér, að dagblað kaupmanna gœti orðið betra en það blað sem ég gœfi út, en auglýsingar kaupmanna vœru mér þó nauðsynlegar. Auð- vitað mundu kaupmennirnir heldur auglýsa í sínu eigin blaði. Ég ráðfœrði mig gaum- gœfilega við konu mína, og okkur kom saman um, að líklega vœri hyggilegast að selja blaðið. Og þannig komst hjartans barn mitt í hendurnar á kaupmönnunum í ReykjavíkM) V. Hvað eru fréttir? Verkefni dagblaða hefur verið kallað þriþætt: að flytja fréttir, miðla skoðun- um og bera boðskap, veita þjónustu. Þá eru auglýsingar blaðanna væntanlega taldar með síðastnefnda efnisþættinum. En bæta mætti við fjórða verkefni blað- anna sem miklu skiptir viðgang þeirra og vitaskuld tekur til allra efnissviða þeirra i senn: að láta lesendum afþrey- ingu og dægradvöl í té. Af þjónustutagi er það efni blaðanna sem i meðfylgjandi töflum er nefnt „fast efni“ þeirra. Með því er átt við ýmiskonar dægrastyttingu, upplýsingar, smáfréttir og greinar sem birtast í blöðum með al- veg reglubundnum hætti: dagbók, bréfa- dálka lesenda, framhaldssögur og barna- 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.