Samvinnan - 01.12.1972, Page 64

Samvinnan - 01.12.1972, Page 64
Bjöm Arnórsson: UNDRIÐ SEM SPRAKK Mörg eru þau lýsingarorð, sem notuð hafa verið til að dásama japanska „undrið“. Hagfræðingar hafa sökkt sér niður í vaxandi tölur japönsku hag- skýrslnanna — blaðamenn ferðast til „undursins“ í austri og skrifa við heim- komuna langa dýrðaróða — jafnvel þó mengunarpestin sé vart horfin úr vitum þeirra enn. í þessari grein ætla ég að rifja laus- lega upp forsögu „undursins“, skj'ggn- ast örlitið inn fyrir forgarð hagvaxtar- musterisins og að lokum reyna að skyggnast inn í framtíð dýrðarinnar, en fyrst skulum við aðeins velta vöngum yfir spurningunni: Hvað er það, sem skapar hagvöxt? ISnvæðing — hagvöxtur Heiminum má skipta upp i þrennt í dag, þ. e. auðvaldslöndin (N-Ameríka, V-Evrópa, Ástralía, ísrael og Japan); arðrændu löndin eða vanþróuðu löndin (S-Ameríka (að Kúbu undantekinni), Afrika og Asía (að sósíalísku löndunum undanteknum); og sósíalísku löndin. Vandamál arðrændu landanna eru að iðnvæðingin er lítilfj örleg. Framleiðsla landsins er flutt út sem óunnin hráefni, auk þess sem sá litli iðnaður, sem þar er til staðar, er að mestu í eigu erlendra auðhringa. Orsök vandamálsins er heims- valdastefnan, þ. e. a. s. heimsvaldasinn- arnir arðræna alþýðu þessara landa með hjálp lítillar innlendrar yfirstéttar og nota arðinn til að auka veldi sitt og auðmagn, meðan alþýða viðkomandi lands sveltur. En jafnvel þótt heimsvaldasinnarnir slepptu einhverju arðrændu landanna úr kaldri krumlu sinni (sem aldrei hef- ur skeð fyrr en eftir blóðuga baráttu), þá er fjöldi vandamála eftir. Stærsta vandamálið (efnahagslega) er að koma í gang framleiðslu framleiðsluvara (véla og þess háttar). Það verður að byggja upp iðnað, þannig að hægt sé að fram- leiða neyzluvörur, svo þjóðin geti lifað (sem hún getur ekki í löndum þriðja heimsins í dag). Um leið og þessi þörf fyrir framleiðsluvörur er brýn, er þörfin fyrir neyzluvörur ekki síður aðkallandi í þessum löndum, þar sem stærstur hluti þjóðarinnar sveltur. En nú er hægt (sýnir sagan) að iðn- væða á tvennan hátt. Annars vegar — eins og t. d. í Englandi — var neyzla almennings (heima fyrir og í nýlendun- um) skorin niður undir mörk lífsaf- komu, þ. e. hinar vinnandi stéttlr strit- uðu og sultu á meðan fjármagnið hlóðst upp og yfirstéttin lifði í allsnægtum. Hins vegar — eins og t. d. í Kína eftir byltinguna — var lögð áherzla á að enginn þyrfti að svelta, um leið og iðn- væðingin varð að raunveruleika með aðstoð áætlunargerðar. Hvaða leiðir voru farnar í Japan? Hvaða markmið og hverra hagsmunir stjórnuðu för Japans til þess iðnveldis, sem það er í dag? Tókúgawa Á Tókúgawa-tímabilinu réð einræðis- herra (shógun) yfir Japan. Sá byggði vald sitt á eignarrétti yfir u. þ. b. fjórð- ungi japönsku jarðanna. Afganginum var skipt upp í ca 300 hálfsjálfstæð svæði (han), sem voru skattlögð og stjórnað af tiltölulega sjálfstæðum aðli (daímjó). Bændurnir voru ánauðugir. Shóguninn hafði vissa stjórn yfir daímjó, m. a. voru aðalsmenn neyddir til að dvelja í Tókíó marga mánuði á ári og fengu ekki að hverfa aftur til landa sinna nema skilja eftir gísl í shógunatinu í Tókíó. Nokkrar upplýsingar um Japan 370.000 km2; 99 millj. íbúa (+ 1,0% á ári); 270 íbúar á km2 Höfuðborgin: Tókíó; 1,5 millj. ibúa. Aðrar stórar borgir: Ósaka, 3,25 milljónir; Nagoja, 1,9 millj.; Jókóhama, 1,65 millj.; Kjótó 1,35 milljónir; Kobe, 2,5 milljónir; Kítakishu, 1,1 milljón. Mynt: jen % 0,0028$ (fyrir dollarakreppuna). 56 Hinn geysistóri /iskmarkaður Tókiöborgar, Tsúkíjí.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.