Samvinnan - 01.03.1986, Side 16

Samvinnan - 01.03.1986, Side 16
SAMVINNUHREYFING FRAMTIÐARINNAR Kröfur neytenda taka mið af auknum ráðstöfunartekjum, lengri frítíma og bættum samgöngum. Hér er lagt til að vöruval verði aukið en fram til þessa hefur aðal- áherslan verið lögð á fjölbreytt mat- vöruúrval. Verslanir verða að sníða sér stakk eftir vexti og standa undir rekstrarkostnaði. Það var samvinnu- hreyfingin sem fyrst viðurkenndi að landið allt væri einn og sami markað- urinn og því bæri að berjast fyrir því að vöruverð yrði það sama um allt land. Aukin þátttaka félagsmanna og áhrif þeirra er tryggasta leiðin til að ná til markaðarins og fyrir neytendur að koma á framfæri óskum sínum og þar með betri markaðsaðlögun. Sam- vinnuhreyfingin þarf að hvetja ein- staklinga, opinbera aðila og samtök til þátttöku í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Aðgerðir: 1. Aukin hagræðing í verslunar- rekstri. Samræmt vöruval. 2. Samræmd stjórn á allri dreifileið vöru frá framleiðanda til neytenda. 3. Lögð verði áhersla á starfshvatn- ingu og endurmenntun starfs- manna. 4. Að samstarf framleiðslu-, heild- sölu- og smásölustigs verði aðlagað að þörfum smásölu kaupfélaganna. Megin þráðurinn í þeim aðgerðum, er við stöndum frammi fyrir, felst í að taka upp starfshætti og skipulag stór- fyrirtækis og stefna að hagkvæmustu úrlausn verkefna. Leiðin að árangri felst í að sérhæfðar einingar annist ákveðin verksvið þar sem tryggt er að nægjanlegt svigrúm sé til að öðlast bestu þekkingu á öllum þáttum rekst- ursins. Þáttur starfsmanna skiptir öllu máli varðandi árangur og því ber að stefna að launahvetjandi kerfi hvar sem því verður við komið og eðlilegt getur talist. Endurménntun er mikil- vægasti þátturinn í að viðhalda og auka framleiðni og hugmyndaauðgi starfsmanna. Skipulag starfsþátta: Skipulagning verslunarstarfsemi sam- vinnuhreyfingarinnar þarf að taka mið af aðföngum fyrir yfir 200 verslanir svo og að vinna að sameiginlegri stefnumörkun, skipulagi, markaðs- málum og gagnaúrvinnslu þessara að- ila. Við ákvörðun verður hagkvæmni að vega þyngst. Sérhæfing er viðurkennd sem krafa framtíðarinnar til árangurs á flestum sviðum. Sambandið er sameiginlegur vett- vangur kaupfélaganna og ber að ann- ast þau sameiginlegu verkefni er kaup- félögin telja hagkvæmt að fela því. Sem slíkt hefur Sambandið orðið stórfyrirtæki sem á hagkvæmasta máta getur nú tekið að sér aukin sameigin- leg verkefni á verslunarsviðinu. Þeir nýju þættir er hér koma til greina eru flutningar, samræmd versl- unarstarfsemi og aukin gagnaúr- vinnsla. • Verslun framtíðarinnar Það sem að líkindum mun einkenna verslun á næstu árum er aukinn hraði, skemmri viðvera vöru á hverjum stað. Almenn tölvuvæðing í verslun eykur vitund starfsmanna fyrir arðsemi, er verður til þess að vöruval verður aðlagað hagkvæmni. Kröfur neytenda taka mið af aukn- um ráðstöfunartekjum, lengri frítíma og bættum samgöngum. Aldursskipt- ing þjóðarinnar breytist verulega og hefur sérstaklega áhrif á eftirspurn fjárfestingarvöru. Aðsókn á höfuðborgarsvæðið ræðst af því, á hvern hátt verður brugðist við uppbyggingu þjónustustarfsemi hvers konar á landsbyggðinni. Ferðamanna- iðnaður, fiskirækt, fiskvinnsla og tölvuiðnaður eru afgerandi um þróun búsetu næstu ára ásamt verslun og þjónustustarfsemi á öllum sviðum. Þau atriði er rekstrarráðgjafar virð- ast sammála um sem höfuðatriði í stjórnun og skipulagningu á komandi árum eru þessi: Mikill sveigjanleiki til að breyta reglum framleiðslu, markaðsstarfsemi og að þróa fyrirtækið hraðar en áður vegna mikilla sviftinga í efnahags- og tæknimálum. Starfsfólk, þjálfun, afköst, hug- myndaflug og áræðni. Aukin vörugæði. Markaðsstarfsemi mun krefjast aukinna fjármuna. Framleiðni og sérhæfing er eitt brýnasta verkefnið. Samruni fyrirtækja og aukið sam- starf aðila í atvinnulífinu verði vænleg- asta leiðin að framtíðar stefnumiðum. Hér er aðeins stiklað á fáum atriðum lesendum til frekari umhugsunar. Við í samvinnuhreyfingunni verðum að gera okkur grein fyrir veikleikum og jafnframt styrkleika hreyfingarinnar, hvar og hvernig megi laga stafsemina að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og hreyfingunni sjálfri. + 16

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.