Samvinnan - 01.03.1986, Page 28

Samvinnan - 01.03.1986, Page 28
SAMVINNUHREYFING FRAMTIÐARINNAR félaganna. Þessi keðja á ekki aðeins hlekki víða meðfram ströndum lands- ins og úti á miðunum, heldur einnig vestur í Harrisburg, Hull og Hamborg. í fáum orðum sagt er þetta starfs- vettvangur samvinnuhreyfingarinnar í fiskiðnaði nú á dögum. # Landhelgisbarátta morgundagsins Á þessu ári.ætla samvinnumenn sér- staklega að fjalla um samvinnuhreyf- inguna og framtíðina; hvert skal stefna og hver verða verkefni morgundags- ins. Þrátt fyrir mikið starf síðustu ára- tugi eru ennþá óþrjótandi verkefni í sjávarútvegi. Má þar nefna auk verk- efna á sviði viðskipta og tækni mikil og stór verkefni í greinum líffræði og haffræði. Þekking okkar á lífríkinu í hafinu vex stöðugt, og þjóðin skilur, að skynsamleg nýting fiskistofna er nauðsyn. Mengun hafsins er sú ógn, sem okkur stafar mest hætta af. Nágrannar okkar hér við Norður-Atlantshafið virðast enn líta svo á, að lengi taki sjórinn við. í hafið er árlega sökkt þúsundum tonna af alls konar eitur- efnum auk þeirrar mengunar sem stórár Evrópu bera til hafs frá iðnaðar- héruðum Mið-Evrópu. Gegn þessu virðingarleysi fyrir auðlindum hafsins og afkomu þess fólks og þjóða sem á þessum auðlindum lifa þurfum við að berjast mun ákveðnar og skeleggar en hingað til. í þessari baráttu eigum við samleið með ýmsum náttúruverndar- samtökum, sem því miður eru á önd- verðum meiði við okkur þegar að nýtingu dýrastofna hafsins kemur. Baráttan fyrir ómenguðu hafi er ef til vill mikilvægasta verkefni okkar á alþjóðavettvangi nú. Hún er landhelg- isbarátta dagsins og morgundagsins. • Vélar leysa mannshöndina af Mikil tæknibylting á eftir að eiga sér stað í fiskvinnslufyrirtækjum á næstu árum. í samanburði við annan iðnað er fiskiðnaðurinn tiltölulega lítið tæknivæddur og ýmiss konar sjálf- virkni lítið notuð jjar. Fiskiðnaðurinn er því mjög mannfrekur og þess vegna viðkvæmur fyrir launabreytingum og laun þar lægri en æskilegt væri. Á þessu verður mikil breyting á allranæstu árum. í dag vinna mörg fyrirtæki og stofnanir markvisst að því að finna upp og þróa margs konar vélar og búnað, sem mun leysa af mannshöndina. Hér á ég við tæki sem snyrta og skera niður flök í fyrirfram ákveðna bita, en einnig er unnið að þróun tækni til að finna hringorm og fjarlægja hann úr flakinu. En það er ekki aðeins snyrting og niðurskurður á flökum sem mun verða tæknivædd- ur, heldur einnig flokkun á flökum og pökkun þeirra. Raunar er sú tækni þegar komin inn í frystihúsin. Við þessar breytingar mun vægi Þú hvort sem þú ert einn eða með fíeiruní í bílnum! Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. HREMFILL__ Ó85522 \ 28

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.