Samvinnan - 01.03.1986, Page 39

Samvinnan - 01.03.1986, Page 39
I hverjum mæli á hverju ári þannig að starfsemin snerti jafnan alla hreyfing- una. Sérstaka rækt verður að leggja við að fylgjast með áhrifum og afleiðingum hvers námskeiðs eftir á. Kennarar og aðrir leiðbeinendur Starfsfræðslu- deildar verða að hafa aðstöðu til þess að sinna þessu sérstaka verkefni og til að gera síðan viðeigandi breytingar á fræðsluefni og -aðferðum til að tryggja æskilegan árangur. Liður í því að tryggja árangur er að gera þá kröfu til verkstjóra, yfirmanna og stjórnenda almennt að þeir taki þátt í námskeið- um með starfsmönnum sínum og fylg- ist þannig með því sjálfir hvað kennt er. # Ævilöng viðfangsefni Mynda verður „samráðshóp“ með fulltrúum stjórnenda og starfsmanna í samvinnuhreyfingunni til skrafs og ráðagerða um starfsemina og hafa hópinn mjög með í ráðum um alla framvindu og þróun starfseminnar, endurbætur, nýmæli o. s. frv. Þannig ætti að mega leggja áherslu á að upplýsingar og óskir berist skólanum nógu fljótt um það sem betur má fara, um ný viðhorf og nýjar þarfir. Undirbúa verður þá þróun sem fyrirsjáanleg er innan nokkurra ára að kröfur verða gerðar um fornám þeirra sem ganga til afgreiðslu-, skrifstofu- og/eða annarra almennra þjónustu- starfa; ekki verður lengur unnt að koma til slíkra starfa „beint inn af götunni“. Pessar aðstæður, -eftir t. d. 4-5 ár, krefjast þess m. a. að Starfs- fræðsludeild Samvinnuskólans bjóði löng námskeið, t. d. tveggja-vikna- löng, mánaðarlöng og jafnvel nám- skeið sem standa allt að þremur heil- um mánuðum með viðeigandi náms- mati o. fl. Framvindan, samkeppnin ogtæknin krefjast þess að frœðsla og þjálfun séu ævilöng viðfangsefni. Hér er um for- sendur þess að ræða að einstaklingar og fyrirtækin fái notið sín og staðist þær kröfur sem gerðar verða. Um leið og Samvinnuskólinn hlýtur að hafa hagsmuni samvinnurekstrarins að leið- arljósi er augljóst að velferð, hagur og lífsánægja samvinnustarfsmanna ogfé- lagsmanna er mikilsverður menningar- og samfélagslegur þáttur starfsins. Vitanlega ætlast samvinnuhreyfing- in til þess að starfsfræðslan leiði til bættra starfa og meiri velgengni sam- vinnurekstrarins. En þessi starfsemi á um leið að auka starfstækifæri og vinnugleði starfsmannanna; hún á að verða sameiginlegt áhugamál og hags- munamál fyrirtækjanna og starfs- mannanna, stuðla að velgengni allra aðilja og betra þjóðlífi. # Framvinda, samkeppni og tæknin krefjast þess að fræðsla og þjálfun séu ævilöng viðfangsefni. i

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.