Samvinnan - 01.03.1986, Qupperneq 52

Samvinnan - 01.03.1986, Qupperneq 52
7. ÖRK B Allt athafnalíf okkar er í höndum fáeinna manna, sem hafa drepið í dróma efnahagslegt frelsi þjóðarinnar, sagði Woodrow Wilson. Leiðin til Hvíta hússins Grein um Woodrow Wilson, einn merkasta forseta Bandaríkjanna Woodrow Wilson ásamt fjölskyidu sinni. Thomas Woodrow Wilson var fæddur í Staunton í Virginíu 28. desember 1856, sonur prests í söfnuði presbytera, Joseph Ruggles Wilson, og konu hans, Jessie, fæddrar Woodrow, en feður þeirra beggja höfðu verið prestar og framættir beggja voru skoskar. Föðurfaðir Thomas hafði 1807 flust til Bandaríkj- anna frá Ulster á Norður-írlandi, en móðir hans var fædd í Carlisle á Norður-Englandi. Thomas var naum- ast ársgamall, þegar foreldrar hans fluttust til Augusta í Georgia, þarsem faðir hans hafði fengið annað brauð. Þar ólst Thomas upp til 1870, eða 14 ára aldurs, að faðir hans varð kennari við prestaskóla í Columbíu í South Caroline og prestur þar, en fjórum árum síðar 1874, varð hann prestur í Wilmington í North Caroline. Elsta minning Thomas litla var að heyra um 52 kjör Lincolns til forseta og stríð í vændum. # Ólst upp við ástríki Borgarastyrjöldin var háð, meðan Thomas var á fimmta til níunda ári, og var faðir hans um skeið herprestur og úr stólnum í kirkju sinni varði hann þrælahald. Og drengnum virðist hafa orðið minna um styrjöldina sjálfa en eftirstríðsárin. „Nálega allir suður- ríkjamenn af kynslóð hans báru sár borgarastyrjaldarinnar. Hann bar hennar engin sár. Án beiskju minntist hann þess að hafa níu ára gamall staðið að baki gluggatjalda og horft á hermenn norðurríkjanna hrekja fang- aðan forseta suðurríkjasambandsins, Jefferson David, og annan forystu- mann þeirra, Alexander Stephen, eftir götum Augusta á leið í fangelsi. Með honum leyndust ekki glæður hins glataða málstaðar. í hjarta sínu var hann ekki suðurríkjamaður, heldur skoskur presbytari, sem fyrir tilviljun hafði fæðst í Virginíu.“' Thomas ólst upp við mikið ástríki. Átti hann tvær systur, sem voru hon- um eldri, önnur sex árum, hin fjórum, og bróður eignaðist hann tíu ára gamall. Á barnsaldri var hann veill heilsu og hlaut tilsögn í heimahúsum. „Tilfinningar hans fengu útrás í kirkj- unni og á prestssetrinu. Orgelleikar- inn í kirkjunni tók eftir, að sonur prestsins hreifst af tónlist, og þegar hátíðleg lög voru leikin svo sem „T’was on that dark and doleful day“, sem oft var sungið við guðsþakkar- gerðir, brast litli drengurinn í grát.“2 Hann leit mjög upp til föður síns, og hlýddi með athygli á hvert orð sem féll af vörum þess skrúðmálga klerks, en að sínu leyti lét faðir hans hann njóta þess. „Faðir hans lagði sig allan fram til að vekja með honum ást sína á tungunni. Hann lét barnið aldrei kom- ast upp með að misbeita orði eða að klúðra setningu.“3 Þrettán ára gamall gekk Thomas fyrst í barnaskóla í Augusta, aðeins i M3iSi93B|3HlN1D
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.