Samvinnan - 01.03.1986, Qupperneq 53

Samvinnan - 01.03.1986, Qupperneq 53
Eftir Harald Jóhannsson ári áður en faðir hans varð prestur í Columbia, og þann bæ kallaði hann jafnan æskustöðvar sínar. „Columbia var sviðnar brunarústir, þegar Wilson fjölskyldan fluttist þangað. Fimm árum áður hafði Sherman brennt bæinn. Síðan höfðu „carpet-baggers“ frá norðurríkjunum áð þar, meðan ríkisþingið, setið negrum, gerði fólki lífið leitt. Skólinn sem hann gekk á, var hlaða.“4 Þaðan lá leið hans á unglingaskóla, Davidson College í North Caroline, sem presbytar héldu. Þar mun hann hafa afráðið að feta ekki í fótspor föður síns og afa og lesa til prests. Engu að síður hafði bernskutrú hans orðið að trúarvissu, sem aldrei varð bilbugur á. Og trú- rækni hans var mikil. Bæn sína gerði hann kvölds og morgna, meðan hann lifði. í ræðu í San Francisco 19. september 1919 sagði hann: „Ég trúi á guðlega forsjón. Ella yrði ég vitstola.“ A Davidson College var hann aðeins skólaárið 1873-1874, því að um vorið var heilsa hans enn ekki sem best. Hvarf hann heim í foreldrahús, og las næsta vetur utan skóla. # Lögfræði og stjórnmál í New Jersey College, síðar Princeton University, hóf hann haustið 1875 nám í sögu og samfélagsfræðum og fékk þar varanlegan áhuga á stjórn- málum. „Svo vildi til (1876) að í bókasafninu fékk hann að láni inn- bundinn árganginn 1874 af ensku tímariti Gentleman s Magazine. í apr- ílheftinu sá hann grein, „Mælsku- manninn". Svo hugfanginn varð hann af greininni, „að hann mundi alla ævi glögglega staðinn upp af hægri stiganum í Chancellor Green Library, þar sem hann las hana.“ í greininni var sagt frá mælskumönnum í neðri málstofu breska þingsins og lof borið á Gladstone og Bright,'' en frá ung- lingsárum hafði hann dáð hinn fyrr- nefnda. Með athygli las hann ræður kunnra mælskumanna, Bright og Burke, Patrick Henry og Daniel Webster, og pólitískar greinar, ekki síst ritsmíðar Bagehet. Hann lagði strangara mat á eigið málfar en áður og forðaðist orðflúr. Þar kom, að um málsnilld stóð hann fáum samtíðar- mönnum sínum að baki, og lét honum jafn vel bein ræða sem hátíðleg. í öðru tveggja málfundafélaga stúdenta kvað mjög að honum, og hann varð ritstjóri blaðs þeirra. Prófi lauk hann sumarið 1879. Það sumar, í ágúst 1879, fékk hann birta grein í International Review um „Cabinet Government in the United States“, eða með öðrum orðum upp- töku þingræðis. Um haustið settist hann í lagadeild Háskólans í Virginia og nam þar fram til ársloka 1880, að hann hvarf heim vegna lasleika. Á ný Woodrow Wilson - forseti Bandaríkjanna 1912-1920. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.