Samvinnan - 01.03.1986, Side 58

Samvinnan - 01.03.1986, Side 58
Leiðin til Hvíta hússins Ungur háskólamaður og verðandi forseti Bandaríkjanna. rétt til frjáls vals, statt og stöðugt, um meðferð máls þess. . . Einokunin mikla hérlendis er einokun peninga. Meðan hún varir, njótum við ekki lengur hins gamla valfrelsis okkar, og atorka og framtak einstaklinga segja ekki lengur til sín. . . Þjóðlegur vöxtur og allt athafnalíf okkar eru þess vegna í höndum fáeinna manna. . . og sakir eigin annmarka hljóta þeir að lama og drepa í dróma eiginlegt efnahagslegt frelsi. . . Við stefnum að því að halda uppi frjálsum stjórnarháttum og frjálsu atvinnulífi. . . En Bandaríkin standa frammi fyrir ískyggilegum vanda. . . ekki af völdum einstakra samsteypna, - af þeim stafar öllum löndum hætta; - hin ískyggilega hætta er samsteypa samsteypanna, hin ískyggilega hætta er sú, að sami hópur manna ráði fyrir keðju banka, sam- felldum járnbrautum, víðfeðma at- vinnufyrirtækjum, mikilli náma- vinnslu, stórum vatnsveitum, sem spanna náttúruleg (upptök og upp- sprettur) vatns í landi þessu. og að sá hópur fléttist saman í stjórnum eins fyrirtækisins af öðru og myndi öflugri hagsmunahóp en nokkurn annan, sem hugsast getur í Bandaríkjunum. . . Það, sem við þurfum að gera. . . er að rekja sundur þætti þessa tröllaukna hagsmunasamfélags . . . og mjúkum, en traustum, höndum, að kippa þeim út. . . og í hverju einu landi er hætt við, að þessir sérlegu hagsmunahópar haldi einir saman og að almannahags verði ekki gætt gagnvart þeim. Það er hlutverk ríkisstjórnar að halda á hags- munum almennings gagnvart sérleg- um hagsmunum/'^ • Kjörinn í 46. atkvæðagreiðslu í keppninni um framboð demókrata í forsetakosningunum 1912 hafði Wil- son í mörg horn að líta. Flokkur þeirra starfaði í ríkjunum öllum og greip inn á flest svið þjóðlífsins, og var reipdráttur á milli landshluta. Þegar tollar og verðlagsmál voru annars vegar, fór hagur atvinnuvega ekki ávallt saman, akuryrkju í miðvestur- ríkjunum, iðnaðar í austurríkjunum eða baðmullarræktar í suðurríkjun- um, þar sem flokkurinn stóð dýpstum rótum. í stórborgum í austurríkjunum tóku samtök flokksins fátæka innflytj- endur upp á arma sína og greiddu götu þeirra, en væntu á móti stuönings þeirra gegnum þykkt og þunnt. Utan borganna, ekki síst í New York, voru flokksfélögin af öðrum toga. Ýmis mál skiptu flokknum upp landshorna á milli, um þessar mundir uppsetning miðbankakerfis, landfriðun og jafnvel hömlur á auðhringum. Bryan og Wilson höfðu átt fyrsta fund sinn í Princeton í apríl 1910. Flöfðu þessi tveir presbyterar rætt flest annað en stjórnmál og skipst á pólitískum skopsögum, sem þeir sögðu flestum betur. Á samstarfi þeirra varð þó bið. í Commencer snemma árs 1912 sagði Bryan „pólitísk- an styrk Wilsons vera í réttu hlutfalli við tiltrú manna á sinnaskiptum þeim, sem hann hefði tekið.“2n í árslok 1911 þótti Wilson líklegast- ur til að hreppa framboð demókrata, en fyrri hluta árs 1912 mætti hann snörpum andbyr. í miðvesturríkjun- um fann hann ekki jafn góðan hljómgrunn sem Champ Clark, forseti fulltrúadeildarinnar, og í suðurríkjun- um var jafnt á með honum komið og Underwood, formanni allsherjar- nefndar Þjóðþingsins. New York studdi J. Harmon dómara. í blöðum sínum sendi William Hearst honum kaldar kveðjur: „Að mínu viti er hann einskær pólitískur héri, sem tyllt hefur sér á þúfu tækifæra sinna með sperrt eyru, þandar nasir og leggur hlustir við hverju hljóði og þefar uppi hverja angan, tilbúinn að stökkva hvert sem er.“21 Landsfundur demókrata kom sam- an í Baltimore 27. júní 1912, og sátu hann 1088 fulltrúar. í fyrstu atkvæða- greiðslu fékk Clark flest atkvæði, 440'/2, en Wilson næstflest 324. „Þegar fulltrúarnir komu saman að kvöldi 28. júní, hafði upp verið fylkt til komandi átaka. . . Litlar breytingar urðu í fyrstu níu atkvæðagreiðslunum. . . Stuðningsmenn Wilsons vissu að loka- atlaga var í vændum. Þeir bjuggust við, að hinir 90 fulltrúar New York mundu ganga til liðs við Clark í þriðju eða fjórðu atkvæðagreiðslu. . . Sá tilflutningur varð í hinni tíundu.. . . Ruddust þá fulltrúar hver um annan þveran til Clarks, því að fulltrúarnir frá New York höfðu aukið atkvæði hans upp í 556, meira en helming atkvæða á landsfundinum. . . Frá 1844 hafði engum demókrata með meiri- hluta fulltrúa að baki sér misheppnast að ná tilskildum tveggja þriðju hluta atkvæða meirihluta.1'22 Stuðnings- menn Underwoods sátu þó við sinn keip og orð fór á milli þeirra Wilsons. Fyrir fjórtándu atkvæðagreiðsluna kvaddi Bryan sér hljóðs: „Ég hverf frá stuðningi við Clark, meðan honum eru talin atkvæði frá New York. . . Ég greiði þeim atkvæði, sem Nebraska telur næstan koma, Wilson ríkis- stjóra.“23 Skipti yfirlýsing hans sköp- um á landsfundinum, og var Wilson loks kjörinn frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í fertugustu og sjöttu atkvæðagreiðslu. 58

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.